Leita í fréttum mbl.is

En hvað stendur upp úr?

Ég er enn undir áhrifum RockStar. Að sumu leyti er ég fegin að keppnin er búin og ég get nú hft helgi um helgar en ekki í miðri viku ;)

Að öðru leyti þá er einkennilegt að allt í einu (eftir allar þessar vikur hum..) þá er þetta búið, enginn vikuskammtur fyrir mig á skjá 1. Ég er ekki mikil sjónvarpsmanneskaj vil ehldur velja mér það efni sem vekur áhuga minn á þeim tíma sem hentar mér.

Ég fílaði þetta samt vel með öllu tilheyrandi. Ég vil nota þetta tækifæri til þess að þakka öllum þeim sem hafa tekið þátt í þessu með mér hér og einnig þeim sem hafa bloggað um keppnina á sínum síðum því að sjálfsögðu las ég allt sem ég komst yfir ...nema hvað?????

En Magni er á leiðinni heim, hamingjusamur í sál og sinni vænti ég. Til hamingju Magni. Ég hlakka nú til að frétta af 6 vikna túrnum með bandinu, vonandi verða einhverjir fréttamenn til í að miðla þeim til okkar.

En hvað stendur upp úr?

Þessi mikla vinátta og það hvað einstaklingar geta breytt milu á stuttum tíma. Ég er ekki að segja að það sé endilega kostur að breyta sér, heldur að draga það fram að einstaklingurinn getur gert ótrúlega hluti á tiltölulega stuttum tíma ef nægjanleg hvatning er til staðar.

Við sáum þetta á nokkrum keppendum t.d. Dönu og Toby sem eru mér minnistæðust hvað þetta varðar. Þeir sem þekkja til Magna segja að hann hafi alltaf verið sjálfum sér samkvæmur og ekkert hafi komið þeim á óvart. Ég fékk hins vegar tækifæri til að kynnast honum og heyr heyr það var frábært.

Storm, Lúkas og Toby voru einstaklingarnir sem ég fílaði best fyrir utan Magna. Josh var líka næs en ég hefði viljað kynnast honum betur.

Josh og Ryan áttu erfiðast með að taka ósigrinum en annars vr ég svo yfir mig hrifin af þvi hvernig þátttakendur tóku því þegar þeir voru sendir heim (alla vegana það sem við fengum að sjá)

Þannig að nú gengur Magni á Móti Sól í ljóma "frægðar sinnar" ;) 


mbl.is „Á Íslandi er fjölskyldan og þar er hjartað"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vil þakka þér fyrir allt sem lesa hefur mátt á þessari síðu síðustu vikurnar auk bloggsins um keppnina sem þú hefur verið snögg að setja inn eftir hvern þátt. Ég er bara kelling sem ekkert vit hef á tónlist en hef samt horft á hvern einasta þátt og komið of seint í vinnu tvisvar í viku. Eftir þessa kepppni er ég margs vísari og mér datt aldrei í hug að ég hefði gaman af svona músik. Mitt idol fyrir utan Magna að sjálfsögðu; er Lúkas. Mér finnst hann frábær og komst við í gær og fyrradag þegar hann flutti sín lög. Flottur í falsettunni.
Ég hef farið reglulega inn á síðuna þína þessar vikur og hef notið þess að lesa allt sem þú hefur fundið um Magna og aðra keppendur.
Þakka þér Pálína fyrir að hafa með bloggi þínu átt þátt í að opnað mér nýjan heim gleði og ánægju við að hlusta á tónlist sem mér datt ekki í hug að gæti haft gaman af, hvað þá haft svo mikil áhrif sem raun ber vitni
Amma á sextugsaldri

Bergljót (IP-tala skráð) 14.9.2006 kl. 13:20

2 Smámynd: Birna M

Ég þakka sömuleiðis fyrir þetta bloggsamfélag sem myndaðist um okkar mann frá byrjun. Alveg hreint geggjað. Og það hve langt hann fór var langt umfram væntingar. Hann erí góðum málum tralalalala.

Birna M, 14.9.2006 kl. 13:27

3 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Takk fyrir samfylgdina á Rockstar Supernova. Þetta er búin að vera skemmtilegur tími þrátt fyrir það að þetta er ekki endilega mín tegund af músik. En ég naut þess í botn að fylgjast með þessu öllu saman og ég neita því ekki að sum lögin höfðuðu sterklega til mín. Verst að þetta er búið en ég vona samt að MAGNI nýti sér þessa dýrmætu reynslu. Ég vissi varla hver hann var fyrir þessa keppni, en ég hef sannfærst um að hann var og verður vonandi áfram,verðugur fulltrúi Íslendinga. Heyrumst vonandi....

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 14.9.2006 kl. 15:35

4 identicon

Ég tek undir með ykkur Bergljót og Birna M. það er búið að vera virkilega gaman að fylgjast með hérna á blogginu, ég var fljót að ræsa tölvuna og inn á bloggið á hverjum degi til að sjá hvað hefði bæst við hjá þér, ég las líka það sem hinir voru að blogga um þáttinn.
Og ykkur tókst að kveikja svo í mér að ég var orðin ákafari en börnin mín að fylgjast með þessu öllu...hahaha meira að segja sat lengur við að kjósa en þau.
Svo var spurt mamma ertu búin að lesa eitthvað nýtt um Rockstar:Supernova. Já það er gaman að þessu ;)

Mér fannst Magni góður alveg frá upphafi, en þau voru fleiri sem tóku athygli mína eins og Storm,Dilana,Lukas og Toby.
Þessir krakkar eru öll góðir listamenn og eiga örugglega öll eftir að ná langt í tónlistarbransanum.

Svo Pálína mín takk fyrir að hafa kveikt svona duglega í mér, ég hefði ekki viljað missa af einu einast broti af þessu öllu saman.Og kærar þakkir til ykkar hinna líka þið áttuð ekki síðri þátt í þessu öllu saman.

Stefanía (IP-tala skráð) 14.9.2006 kl. 16:11

5 Smámynd: Sigrún Sæmundsdóttir

Ég tek heilshugar undir það sem sagt hefur verið hér fyrir ofan, ég á eftir að sakna þess alls. Ég hefði ekki viljað missa af einu einasta af þessu. Nú er bara að sjá til er Magni kemur heim, er vitað hvenar það verður??? Þegar fjölskyldan var að millilenda í Minneapolis á mánudag, töluðu þau um að vera viku.

Sigrún Sæmundsdóttir, 14.9.2006 kl. 17:44

6 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Ég á nú bara ekki orð yfir öllum þessum fallegu setningum. Mér finnst ég bara standa á sviðinu sem lítil bloggstar hehe

En Bergljót, ef að ég væri penni að skrifa greinar að staðaldri þá væru þessi orð þín "Þakka þér Pálína fyrir að hafa með bloggi þínu átt þátt í að opnað mér nýjan heim gleði og ánægju við að hlusta á tónlist sem mér datt ekki í hug að gæti haft gaman af, hvað þá haft svo mikil áhrif sem raun ber vitni" bestu launin sem ég gæti hugsað mér. TAkk fyrir þau :)

Birna og Sóldís ég á nú eftir að fylgjast áfram með ykkar skrifum hér í bloggheimum og hver veit nema ég eigi eftir að skrifa eitthvað sem vekur forvitni ykkar og lokkar ykkur í heimsókn til mín ;) Takk fyrir sömuleiðis

Stefanía ég hef nú alltaf haft gaman af því að kveikja í einhverum á margan mismunandi máta. Gaman að heyra að eldurinn logar glatt í þér ;) Velkomin inn á bloggheimilið mitt.

Sigrún, Sigga (grafarþögn) hélt að þau kæmu jafnvel á sunnudaginn, en við fylgjumst auðvitað grimmt með fréttum af heimkomu Kóngsins (sástu ekki annars confessions?)

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 14.9.2006 kl. 18:30

7 Smámynd: Sigrún Sæmundsdóttir

Mótaka á sunnudag í smáralind. OG STELPUR, HÚSBANDIÐ kemur í desember. VIÐ MÆTUM ÞAR. Meiriháttar

Sigrún Sæmundsdóttir, 14.9.2006 kl. 20:13

8 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Vá það toppar nú allt æðið. Ég ætla ekki að láta mig vanta þar. Hvar fékkstu þessar fréttir Sigrún mín? Ætlar Magni þá að syngja og spila með þeim? Eru ef til vill fleiri rokkstarar væntanlegir með þeim?????? Pálína litla þarf nú aðeins að róa sig niður Hush, Hush......

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 14.9.2006 kl. 20:56

9 Smámynd: Sigrún Sæmundsdóttir

Það var svo æðislegt kastljós áðan. Frábært að heyra að Jason vildi fá Magna inn í SN og hvað hinir keppendur voru hrifin að Magna, OG svo sá ég mitt uppáhald frá Inxs hann Tylor. Þar kom það fram hjá Magna að þeir kæmu í des. Hef nú grun um og vona að það komi fleiri. EN þetta er frábært

Sigrún Sæmundsdóttir, 14.9.2006 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband