13.9.2006 | 08:51
Skrítið, salurinn tók mest undir hjá Magna en samt kaus hann þannig að Magni var neðstur
Ég vil bara minna á að niðurstaða fyrstu talna eru atkvæði þeirra sem í salnum voru. Það var augljóst að mikið af Toby-fans voru á svæðinu (öll spjöldin) og Dilönu-fans. Mun minna bar á spjöldum frá Lúkasar-fans og ekki sá ég neitt sem minnti á Magna eða Ísland.
Salurinn var hins vegar í mesta stuðinu þegar að Magni flutti lagið sitt. Eitthvað virðist TLee ekki vera að fíla Magna nema þegar hann kallaði hann Magnificent. ég vildi að ég vissi hvað réði þessu en þetta hefur verið áberandi eins og þættirnir eru klipptir til.
Það var gott að sá þáttur þar sem TLee svarar púi salarins með því að segja salnum að syngja þá brot úr lagi Magni sem salurinn gat ekki hafi verið klippt út. Þetta er frekar leiðinlegt að fá framan í sig svona á síðasta kvöldinu.
Það er nú svo skrítið að þó að keppandi vilji ekki detta snemma úr keppni þá sviður manni mest undan því að lenda í 2 sæti. Þá er maður svo nálægt því að vinna og öll efin sem skjótast upp í kollinum á manni (já ég þekki það af eigin reynslu)
Þegar ég vaknaði eftir stuttan blund þá hljómaði lagið hans Magna (gítarstefið) í kollinum á mér. Fyrst var ég ekki viss um hvaða lag þetta var og hélt áfram að raula mig inn í daginn og þa´allt í einu vá......... þetta er lagið hans!!!
Lagið venst vel og eldist áreiðanlega einna best af þeim. Mér finnst Head spin Lúkasar líka venjast vel.
Nú er bara að sjá hvað gerist í nótt
Skemmtilegur lokasprettur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ljóð, Dægurmál, Menning og listir, Sjónvarp | Facebook
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Athugasemdir
Það er heila málið. Lag Magna var eftirminnilegast og besta grúvið í því. Ég myndi segja að það sé það sem heldur lögum í hausnum á mér frekar en textarnir. Þannig man ég bara Tobys o-o-o-o-o en ekkert af afgangnum, hvorki texta né lagi. Svo það sem TLee og fél virðast vera að fara finnst mér vera tittlingaskítur.
Birna M, 13.9.2006 kl. 13:34
Einmitt Birna. Ég var að keyra heim úr skólanum áðan og raunlandi lag sem ég í fyrstu var ekki að spá í hvaða lag væri. Maður er auðvitað hálfsofandi hehe SVO ......... kviknaði skyndilega á perunni hjá mér þetta var lagið hans Magna. Ég er meira að segja farin að læra smá af textanum. Gítar-rifið festist svo vel í mér eins og fleirum. Ég var nú einmitt að hugsa um það í bílnum að það mætti nú semja nokkra mismundandi texta við lagið og sjá til. Mig grunar nú að það se´alltaf vænlegast að semja frekar á tungumálinu heldur en að reyna að þýða ljóð úr einu tungumáli yfir á annað. Ekki það að þetta hefur svo sem oft verið gert með fínum árangri.
Magni fékk slatta af sympathy votes vegna þess hve andstyggilegar TLee var að margra mati. Sumir hafa þó tekið upp hanskann fyrir hann og telja að hann sé bara að benda á að það vatni smá húkkara í viðlagið ;)
Fínt mál svo sem ef Magni fékk slatta af atkvæðum út á þetta og strákurinn er sannarlega með íslenskt bein í nefinu og munninn þar fyrir neðan! Hann svarar snilldarvel fyrir sig
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 13.9.2006 kl. 14:18
Einmitt Birna. Ég var að keyra heim úr skólanum áðan og raulandi lag sem ég í fyrstu var ekki að spá í hvaða lag væri. Maður er auðvitað hálfsofandi hehe SVO ......... kviknaði skyndilega á perunni hjá mér þetta var lagið hans Magna. Ég er meira að segja farin að læra smá af textanum. Gítar-rifið festist svo vel í mér eins og fleirum. Ég var nú einmitt að hugsa um það í bílnum að það mætti nú semja nokkra mismundandi texta við lagið og sjá til. Mig grunar nú að það se´alltaf vænlegast að semja frekar á tungumálinu heldur en að reyna að þýða ljóð úr einu tungumáli yfir á annað. Ekki það að þetta hefur svo sem oft verið gert með fínum árangri.
Magni fékk slatta af sympathy votes vegna þess hve andstyggilegar TLee var að margra mati. Sumir hafa þó tekið upp hanskann fyrir hann og telja að hann sé bara að benda á að það vatni smá húkkara í viðlagið ;)
Fínt mál svo sem ef Magni fékk slatta af atkvæðum út á þetta og strákurinn er sannarlega með íslenskt bein í nefinu og munninn þar fyrir neðan! Hann svarar snilldarvel fyrir sig
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 13.9.2006 kl. 15:05
Ég held að það hafi verið að besta fyrir Magna að vera neðstan því að það var svo mikið talað um þetta að kjósa hann ekki því að viðkomandi vildi ekki að hann færi í fyrstasæti en með því að sjá hann þarna hefur stoltið hjá íslendingnum vaknað og það sést á margföldun sms skeyta. Mér hefur oft fundist 2 SN-gæjar vera að fara út og suður, upp og niður með dóma, og ekki skilið sjálfir hvað þeir voru að segja stundum. Jason hefur borið af, hann virðist vita hvað hann er að tala um.
Sigrún Sæmundsdóttir, 13.9.2006 kl. 16:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.