Leita í fréttum mbl.is

Loka kosningaþátturinn, hver lendir í botn 2 ?

 

Kjósa og kjósa eins mikið og þú getur.. 

Jæja þá erum við komin í loka kosningaþáttinn með final four. Ryan varð hlutskarpastur í endurkomunni með frumsamda lagið sitt. Ryan var ekki að gera það gott bara meh... ér fannst salurinn ekkert sérstaklega lifandi á meðan hann var að syngja. Hann fékk svo að launum Hondu eins og Toby!

Ég var nú svolítið spæld þar vegna þess að ég gat hvergi fundið hvenær var hægt að kjósa þann sem við vildum fá í lokaþáttinn.Á rockband umræðunum var einhver að tjá sig um þetta og taldi að það hefði bara verið hægt að kjósa á sama tíma og við vorum að kjósa Magna. Ef svo er þá er ég alveg sátt því að ég hefði ekki viljað skipta tímanum á milli hans og einhvers annars ;)

En snúum okkur þá að flytjendum kvöldsins. Ég mun senda upplýsingarnar inn í auglýsingapásunum því ekki má ég vera að því að skrifa eftir að kosningatíminn byrjar! 

Toby
Karma Police (Radiohead)

Æj,æj þetta var ekki nógu gott hjá honum, hann er miklu betri í hröðu lögunum


Throw It Away (original)

Toby var flottur í þessu en Magni spilaði með honum og var alveg stórkostlegur með honum. Toby skrifaði EVS á hnakkann á Magna og þeir léku á alls oddi. Ef þú sást þetta ekki þá máttu bara ekki missa af endursýningunni :)

Fullt af spjöldum með EVS í salnum en salurinn heldur rólegri en venjulega 

Lukas
Fix You (Coldplay)

Allt í lagi en þó ég ræð ekki alveg við hann þegar röddin er svona mjóróma

Headspin (original) {acoustic}

Lúkas spilaði orginalið sitt einn og óstuddur það var sérstakt Ég held að mér hafi fundist það flottara en síðast en þarf að hlusta á það aftur.

Dilana
Roxanne (The Police)

 Það sem hún söng úr laginu var mjög vel gert. Það sem ég hjó sérstaklega eftir var hve falleg og tær röddin hennar var í upphafi lagsins. Hún söng ein, engin hljóðfæri í upphafi og röddin var  æðisleg, bara eins og Magni væri að syngja. Strákarnir sungu allir með henni sem bakraddir :)

Supersoul (original)

svipað og síðast ekkert sérstakt lag en gott svo langt sem það náði

Magni
Hush (Deep Purple)

Algjör snilld.. vá  að sjá hann og Rafe spila saman og syngja saman. Magni naut sín í ræmur. Það var gaman hjá honum og hann söng frábærlega eins og alltaf.

En hann og húsbandið, jabb þeir eru bara sniðnir saman. 

When the Time Comes(original)

Lagið hans venst vel en síðan ég las spoilerinn  og það sem TLee sagði þá hef ég verið að reyna að læra eitthvað úr textanum og það hefur ekki gengið hratt fyrir sig.

Hefði verið gott að hafa stutt viðlag með grípandi texta en....

Mjög gott lag með innihaldsríkum texta.

Magni fékk mestu viðbrögðin hjá salnum en þegar fyrstu tölur voru komnar þá hafði Dilana fengið mest næst kom Toby svo Lúkas og Magni var á botninum

Nú er bara að kjósa og kjósa 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Sæmundsdóttir

Sammála þér með fluttning Toby á Karma Police, ekkert sérstakt. En hann fór á kostum í Throw It Away (original) og Magni var flottur.

Lúkas var æðislegur í Fix You (Coldplay) og original var flottara hjá honum núna.

Roxanne (The Police) Geðveikt hjá Dilönu og strákarnir í bakrödunum , æðislegt. Og það frumsamda flott.

Sigrún Sæmundsdóttir, 13.9.2006 kl. 01:42

2 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Svo er bara að kjósa áfram á fullu....

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 13.9.2006 kl. 02:41

3 Smámynd: Sigrún Sæmundsdóttir

Ég sé að það hefur dottið út það sem ég skrifaði um Magna en hann var æðislegur, og ég varð bara fúl út í TL. En Magni og Húsbandið eru bara alveg frábært par, Þeir passa allir svo vel saman, það er alveg unun að horfa á þá og hlusta. Við verðum bara að koma þeim í Egilshöll, sama hvað tautar og raular. Kanski við ættum tvær að flytja bandið inn og fá Magna í kompaní með okkur???

Sigrún Sæmundsdóttir, 13.9.2006 kl. 03:08

4 identicon

Jæja núna er klukkan orðin 6 og ég er búin að vera kjósa frá síðan þátturinn var búin. Ég hef aldrei verið svo þreytt í restina, var farin að slá vitlaust inn þegar ég var að kjósa. Ég veit ekki hvað ég er búin að senda mörg athvæði eða sms. Núna er bara fylgjast með þessu á miðnætti á morgun og sjá hvort þetta dugði honum Magna. Góða nótt:)

Rannveig (IP-tala skráð) 13.9.2006 kl. 06:06

5 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Leiðinlegt að heyra að ummæli þín um strákinn OKKAR hafi dottið út. Mér fannst líka þessi athugasemd sem TLee kom með alveg óþörf. Keppendur sem eru komnir svona langt nánast í lokaþátt eiga ekki slíka gagnrýni skilið að mínu mati. Ekkert miður var sagt um Lúkas eða Dilönu en Toby var dissaður fyrir að hafa ekki alveg verið með lagið eða textann á hreinu í upphafi (Gilby) en lagaðist síðan þegar líða tók á lagið. Ég tók reyndar ekki eftir þessu en átti erfitt með að skilja það sem Toby var að syngja.

Þetta var svona eins og þeir væru að undirstrika það að Lúkas og Dilana ættu að fá topp 2

Góð hugmynd hjá þér Sigrún með Egilshöll!

Rannveig ég lenti í þessu í síðustu viku. Þá var ég orðin mjög þreytt í fingrunum og reyndar öllum handleggnum og vitleysurnar jukust eftir því sem lengra leið á nóttina.

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 13.9.2006 kl. 08:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband