9.9.2006 | 17:03
Þátttakendur í Rock Star fá skyr !
Skyr, lambakjöt (væntanlega læri, uppáhaldsmatur Magna) og grænar baunir verða á borðum hjá þátttakendum í Rock Star SN í næstu viku :)
Völundur snær mun kokka handa þeim. Það þyðir ekkert minna þegar kóngurinn er kominn í lokaþáttinn en að hann fái að snæða uppáhalds matinn sinn og með grænu baununum (væntanlega frá ORA ) sem hann hefur saknað mikið.
Ég hélt nú að hugmyndin hefði kviknað hér heima en svo var ekki . Ferðamálaráði Íslands í Bandaríkjunum (Icelandic Tourist Board - North America) átti hugmyndina. Þetta er auðvitað bara snilld!
Íslensk matarveisla í Rock Star: Supernova | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Menning og listir, Matur og drykkur, Sjónvarp, Tónlist, Ferðalög | Facebook
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Athugasemdir
Geggjað, engin smá landkynning.
Birna M, 9.9.2006 kl. 21:28
Já þetta er frábært sem þarna er að ské. Ég hef líklega hitt á að heyra í Dave Nevarro á einni útvarpstöð hér, þar var hann að tala um rockstar en ég náði ekki samhengi, það er alveg óþolandi að það eru alltaf auglýsingar, allt slitð í sundur hvort sem það er í sjónvarpi eða útvarpi. En hann var að tala um hljómleikatúrinn. En ég verð komin heim á þriðjudagskvöld og verð við tölvuna að kjósa.
Sigrún Sæmundsdóttir, 10.9.2006 kl. 01:40
Það rifjuðust upp hjá mér minningar um skyrið okkar og útlendingana. Nokkrir sem voru saman á ferð tóku tal við Íslendinga og skildu bara ekki hvernig í ósköpunum þeir gætu borðað þetta. Hvernig matreiðið þið skyr eiginlega? Við erum búin að reyna að sjóða það og steikja en ojojoj....
Það er nú engin hætta á slíkum slysum nú hehe
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 10.9.2006 kl. 10:25
Skyr, lambalæri og grænar baunir!!!!!!! Þetta er sko ekkert minna en frábært.
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 10.9.2006 kl. 11:26
Einmitt hehe ég ætla að hafa lambalæri, grænar baunir ofl. í kvöld en við ætlum nú að sleppa skyrinu ;)
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 10.9.2006 kl. 13:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.