Leita í fréttum mbl.is

Nútímalífsstíllinn er varasamur , en er eitthvað til bóta?

Ég tel nokkuð víst að áhyggjur af heilsuspillandi lífsstíl sé svipaður í hinum vestræna heimi. Bretar gerðu könnun á því hvaða þættir voru að valda fólki mestum áhyggjum. Eftirfarandi er brot úr greininni. 

"Fólkið var m.a. beðið um að nefna nokkra heilbrigðisþætti sem höfðu valdið þeim mestum áhyggjum á undanförnum þremur mánuðum og nefndu 48% þátttakenda að þeir hreyfðu sig ekki nóg. 42% nefndu svefnleysi, 34% þreytu, 29% tannlæknaþjónustu og 27% streitu. Það vakti athygli að einungis 15% nefndu óbeinar reykingar og 12% nefndu áfengisdrykkju. Þá nefndu um 25% aukaefni í matvælum."

Það kom mér reyndar á óvart að streita væri ekki hæsti flokkurinn heldur hreyfingarleysi, svefnleysi og þreyta. Ef til vill eru þessir þættir þó innbyrðis tengdir eins og til dæmis svefnleysi gæti verið vegna timaleysis sem gæti valdið streitu ?

Ég hef stundum rennt yfir innlegndar og erlendar fréttir og tekið eftir því að mikill meirihluti frétta eru fréttir af erfiðara taginu eins og  slys, árásir, innbrot, svik, hryðpjuverk, stríð o.þ.h. Engar þessara frétta auka vellíðan, eftirvæntingu, gleði, hamingju, frið og aukin lífsgæði heldur draga þær fram kvíða, streitu, hneikslun, reiði ofl. erfiðar tilfinningar.

Hvers vegna vill markaðurinn frekar lesa efni sem hefur slík áhrif? Þetta er orðið daglegt brauð í nútímalífi eru þá ekki hinir þættirninr (gleðifréttirnar) einmitt orðið fréttnæmt? 

Fyrir nokkrum dögum fékk ég póst frá Mind and Life Instidude þar sem fjallað var um grein í  Psychology Today um áhrif hugleiðslu á líf fólks og þá ekki síst til þess að auka l+ifsgæði fólksins. Greinin er afar áhugaverð. Hér er linkur á hana í heild sinni.


mbl.is Almenningur með miklar áhyggjur af nútímalífsmátanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind Berghreinsdóttir

Blessuð Pálína...

'Eg var að fikta og reyna að lappa uppá síðuna mína og setti óvart inn einhverjar myndir sem ég á ekkert í ----hvernig get ég reddað því???? Please --geturðu hjálpað mér???? kv.Berglind

Berglind Berghreinsdóttir, 9.9.2006 kl. 12:43

2 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Sæl Berglind

Hvar settirðu myndirnar inn? í almbúm, í hausinn, höfundinn eða í færslu?

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 9.9.2006 kl. 12:49

3 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Athugið að ég var að bæta link á áhugaverða síðu neðst í bloggfærsluna:)

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 9.9.2006 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband