Leita í fréttum mbl.is

Magni kominn í final 4

Magni hress og kátur kemur sér í stellingar til þess að syngja með SN. Enn eru lögin þeirra lítið spennandi fyrir minn smekk. Magni og Jason voru fínir saman en það var einkennilegt samband eða sambandsleysi þegar Magni var að reyna einhverskonar samspil við hinna sérstaklega Gilby.

Það var eins og þeir væru á sitt hvorri plánetunni þrátt fyrir að vera nánast ofan í hvor öðrum. Rosalegur munur að sjá Magna og HB saman. Sá sem fær Encore fær líka bíl og það var Toby sem hlaut hnossið. Toby var rosagóður en mér fannst nú samt Storm eiga að fá encorið hún var svo einstök svo stórkostleg.Toby átti hins vegar salinn og það gerðist heldur betur aftur núna.

Öll fimm voru einhvern timan í botn þremur. Storm var fyrst á sviðið, söng fallega og tárin trilluðu niður andlitið á henni. Dilana fylgdi á eftir gerði það vel en ég er bara búin að missa áhugann á henni. Það er svolítið skrítið að upplifa þetta þar sem mér fannst Dilana vera svo rosalega góð í upphafi og trúði því að hún myndi vinna keppnina. 

Þriðji þátttakandinn í botn þremur var Lúkas og flutti hann originalið sitt Head Spin. Mér fannst þetta betra hjá honum núna heldur en í gær, miklu betra.

Þegar Brooke var að búa sig undir að kalla á Lúkas þá kallaði hún fyrst á Magna og hann ætlaði bara að drífa sig upp en nei hann var kominn í final Strákurinn okkar var kominn í final!!! Toby var þá nefndur næstur og honum sagt að fara til Magna :) Þetta var sætur sigur og það munaði víst bara handful of votes.

Ég er svo stolt og ánægð með alla sem sátu og kusu og þegar þeir voru búnir að kjósa þá drifu þeir sig í að kjósa meira og meira, með uppbrettar ermar og skálmar :))))

Okkur ásamt öllum erlendum aðdáendum Magna tókst að halda honum frá botninum

Lúkas fékk að setjast niður. Storm var látin fara því miður en Dilana fór í final 4. Að sumu leyti skil ég þetta því að hún var í botni í 3ja sinn.

Hún kvaddi með stæl og var kvödd með stæl.


mbl.is Magni í úrslitaþáttinn - Storm send heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þetta er frábært hjá Magna. Góður sigur og þetta lyftir mér upp að sjá að Magni hafði komist áfram, eftir að horfa leikinn Ísland-Danmörk sem við töpuðum:( (ekki skemmtilegur leikur). Það sýndi það að vaka svona fram eftir nóttu og kjósa. Ég veit ekki hvað ég sendi mörg sms og á netinu en það dugði. Ég er mjög stolt af honum Magna og ég held að Íslendingar er mjög stoltir af þessu afreki hjá honum Magna. Núna hlakkar maður til að horfa á úrslita þáttin.

Svo annað þú átt svo HRÓS skilið fyrir þessa frábæru umfjöllun um rockstar supernova og um hann Magna. Það er svo gaman að kíkja inn á bloggið hjá þér og sjá hvað þú hafir skrifa um Magna og keppnina. Takk æðislega Pálína:)

Rannveig (IP-tala skráð) 7.9.2006 kl. 01:23

2 Smámynd: Birna M

Frábært - bara frábært. Til hamingju með að hafa komið stráknum alla leið öllsömul. Toby átti bílinn skilið.

Birna M, 7.9.2006 kl. 02:13

3 identicon

Til hamingju með árangurinn. Ég er farin að fara á hverjum degi inn á síðuna hjá Pálínu og lesa það sem er spjallað þar.
Þetta er búið að vera ótrúlega spennandi og skemmtilegt að fylgjast með þessari keppni og árangri Magna undanfarnar vikur. Sjálf kaus ég 300 sinnum í fyrrinótt og 200 sinnum um morguninn á breyttum tíma svo ég eigna mér nú smá af þessum atkvæðafjölda.

Gunnlaug (IP-tala skráð) 7.9.2006 kl. 10:28

4 Smámynd: Birna M

Enn ein kosningin framundan. En við látum ekki okkar eftir liggja frekar en fyrri daginn.

Birna M, 7.9.2006 kl. 11:00

5 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Hæ öll gaman að heyra frá ykkur. Ég sit hér í smáeyðu upp í skóla. Já ég hélt að þetta væri síðasta kosningin en það er enn ein eftir. Ég tek þátt í því eins og þið harðjaxlarnir :)

Gaman að heya frá þér Gunnlaug.

Fannst ykkur Toby ekki töff þegar hann setti bíllyklana bara nánast upp í sig. Þetta var svona eins og að bíta í gullpening til þess að vita hvort hann sé ekta.

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 7.9.2006 kl. 14:44

6 identicon

Ég hef byrjað að kjósa á netinu þegar síðasti söngvarinn er á sviðinu, af einhverjum ástæðum hafa þeir þá þegar opnað fyrir kosninguna. Vildi bara benda á þetta svo að fólk geti byrjað aðeins fyrr þar sem að vandamálin með tölvuna byrja ekki fyrr en seinna.

Bjarni Gun (IP-tala skráð) 7.9.2006 kl. 15:37

7 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Bjarni takk fyrir þetta. það er nú fátt skemmtilegra en öll þessi samvinna og samstaða. Ég ætla mér sannarlega að gera það næst.

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 7.9.2006 kl. 20:48

8 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Rannveig takk fyrir hlý orð í minn garð. Þetta er búinn að vera soddan dagur hjá mér. Ég vaknaði full seint í morgun og var að reyna að keyra allt áfram á sjötta gírnum sem ég hef samt ekki...hum fattaði það auðvitað ekki ;) Lengisti skóladagur vikunnar eða frá 8:20 til 17:00 og heilinn á mér orðinn þokkalega heitur eftir daginn.

það er notalegt að lesa innleggin ykkar allra svona almennilega núna þegar dagurinn er nánast allur hehe

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 7.9.2006 kl. 20:52

9 Smámynd: Sigrún Sæmundsdóttir

Sæl öll sömul. Þetta var flott hjá Magna. Það er ekki eins gott að komast í tölvu hér úti eins og maður hélt svo að ég fékk mér kort í síman og kaus með sms hér úti. Það var nú meira vesenið er ég var að komast heim í gærkvöld, fyrst lentum við í þvílíku hagli, sem varð svo að þeirri mestu rigningu sem ég hef séð, og líklega þá klaufalegustu áreksta sem hægt er að hugsa sér. Ég gisti í Keystone upp í Black Hills, svo að það tók smá tíma að komast á leiðarenda, en það tókst og mér tókst að sjá þáttinn. Eg er nú samt búin að sakna smá að komast ekki hér inn og lesa og sjá hvað væri að ské, en þetta er að koma.kveðja

Sigrún Sæmundsdóttir, 8.9.2006 kl. 02:47

10 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Mikið er gaman að heyra frá þér Sigrún :)

Ég er sannarlega líka búin að sakna kemmentanna frá þér. Já ferðin þín hljómar eins og hvert annað ævintýri. É er nú ekkert smá stolt af svona staðföstum Íslendingi sem finnur bara leiðina til að kjósa og kjósa.

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 8.9.2006 kl. 08:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband