6.9.2006 | 01:16
Mun Magni aftur sleppa við að lenda í botn 3?
Samkvæmt umræðunum á netinu um live þáttinn þá er líklegt að Magni verði í botn þremur þegar fyrstu tölur birtast. Við þurfum að muna það að þeir sem eru í salnum eiga þau atkvæði. Hver og einn áhorfandi hefur eitt atkvæði. Undanfarin tvö skipti lenti Magni ekki á botninum hjá salnum.
Það mun verða einstaklega gaman ef hann sleppur við það nú en almennir dómar um viðbrögðin í salnum benda til annars. Við notum það til þess að herða okkur í kosningunni. Þetta er síðasta tækifærið sem við höfum til þess að hafa áhrif.
Jæja þá er ég tilbúin að hlusta, horfa og að sjálfsögðu að mynda mér skoðun ;) á því sem fram fer. Mig langar til þess að Magni komist í final 4 og mun kjósa hann einan í nótt. Þegar ég hlusta á tónlist eða horfi á listsköpun t.d. svioðsframkomu, svipbrigði o.þ.h. þá sitja allir við sama borð þá er ég bara eyru og augu út frá því mun ég tjá mig.
Þið munið ef til vill eftir kommentinu sem Gilby gaf Magna um ljóðið og melódíuna. Alla vegana þá fékk hann slappa dóma hjá honum. Allir hinir 4 keppendurnir voru sýndir í þættinum en ekkert kom frá Magna. Ætli það sé gott eða slæmt?
Dilana
Behind Blue Eyes (The Who)
Allt í lagi, hún var að nota röddina sína betur en oft áður en greinilegt að hún er á niðurleið
Supersoul (original)
Ekki leist mér á lagið hennar og gat ég ekki betur heyrt en að hún sé að búa sig undir að vinna ekki keppnina.
Magni
Back in the U.S.S.R. (The Beatles)
Magni bregst ekki. Þetta er reyndar ekki neitt uppáhaldslag hjá mér en....
When the Time Comes (original)
Mér fannst þetta flott hjá honum og Dave var í háloftunum , salurinn mjög lifandi, TLee kom með enn eina hallærislegu athugasemdina " afhverju voru bæði lögin eins í flutningi?" Já ég söng þau bæði svaraði Magni þá um hæl !!!
Þá svaraði TLee "Stupid me" og allir tóku þessu vel .....
Storm
Suffragette City (David Bowie)
Dave rokkaði með henni og þau voru rosalega töff saman, bara sniðin fyrir hvort annað.
Ladylike (original)
Algjör toppur ég er nú bara eins og TLee kem varla upp skiljanlegu orði. Það flottasta frá Storm. Algjör snilld
Lukas
Livin On a Prayer (Bon Jovi)
Tja ég veit ekki hvað ég á að segja en...
Headspin (original)
Lagið fjalar um móður hans. Eg heyrði bara ekki textann og er hálf týnd í þessu hjá honum. Mér finnst mörg önnur lög sem hann hefur flutt verið betri en þessi flutningu í kvöld og var hálf hissa á því hve góða dóma hann fékk.
Mér hefur litist ágætlega á Lúkas.... Storm er best í kvöld so far.......
Toby
Mr. Brightside (The Killers)
VEnjulegt gott
Throw It Away (original)
FRÁBÆRT hann er alltaf að vaxa ohohoho..... flottir dómar
Storm var tvímælalaust best í kvöld og Toby fylgdi á eftir...
RÖÐIN
- Toby
- Lúkas
- Magni
- Storm
- Dilana
Sem sagt á botninum voru þá Dilana, Storm og Magni
Kjósa allir alveg á fullu
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menning og listir, Sjónvarp, Vefurinn, Ljóð, Bækur, Tónlist | Breytt s.d. kl. 02:04 | Facebook
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Athugasemdir
Það skildi þó ekki verða Storm eftir allt saman? Svaka fékk hún fína dóma. Hefur Magni nokkurn tíma verið í B3 í byrjun?
Sigríður Jósefsdóttir, 6.9.2006 kl. 01:36
Æææææ, skelfing er drengurinn klemmdur, ég bara er ekki að fatta fólk sem finnst hann vera góður söngvari. Frekar slöpp útgáfa af Livin´ on a prayer.
Sigríður Jósefsdóttir, 6.9.2006 kl. 01:42
Jæja, ég bý í Bandaríkjunum of við hjónin erum byrjuð að kjósa á fullu. Áfram Magni!
Davíð Hill (IP-tala skráð) 6.9.2006 kl. 02:13
Sama hér.. vonandi verður hægt að breyta klukkunni í tölvunni á Hawaiian og Ástralskan tíma svo við getum kosið fram yfir hádegi á morgun :)
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 6.9.2006 kl. 02:15
Skotgengur að kjósa!!, halda áfram að vera dugleg :)
Dagmar (IP-tala skráð) 6.9.2006 kl. 02:15
Já stormandi hjá Storm ég var hissa á að hún væri í botn 3 þarna hjá salnum. Kosningin gengur nánast snuðrulaus. Halda áfram ;)
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 6.9.2006 kl. 02:25
eru þið að ná í gegn um netið?
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 6.9.2006 kl. 02:38
ég er að ná í gegn svona mestmegnis. Er bara duglegur að slökkva á glugganum ef hann kemur ekki strax og ýta þá aftur. Þá yfirleitt poppar hann strax upp. Bara vera ágengur á þetta net. :)
Einar Ingi (IP-tala skráð) 6.9.2006 kl. 02:46
hehe Einar Ingi ég var einmitt að gera þetta var orðin smá óþolinmóð. Þetta er að ganga núna.. Frábært hvernig mAGNI SVARAÐI TLee :))))
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 6.9.2006 kl. 02:53
Já mér fannst þetta svar hjá honum alveg frábært. Storm fannst mér líka frábær en ég held að þetta sé samt allt meira og minna njörvað niður með úrslitaþáttinn. Við erum búin að sjá Dilönu, Lukas og Toby spila með hljómsveitinni og bara út frá því er ég nokkuð viss um að þau verði í úrslitaþættinum. Magni og Storm eiga það eftir og annað þeirra fer heim, á ég von á. Vildi samt sjá Dilönu fara. Fannst þetta frekar lélegt hjá henni í kvöld. Behind Blue Eyes fannst mér fínt en var ekki að fíla hitt lagið. Annars finnst mér Magni alltaf passa betur og betur með húsbandinu þannig að ég vill sjá hann spila meira með þeim. Þó svo að það að vinna þetta og fara á túr með Supernova myndi vera svo mikil og góð reynsla. Alveg sama þó þetta sé bara eitt ár og menn viti ekkert með framhaldið þá yrði þetta svo gott fyrir þann sem vinnur.
Svo finnst mér alltaf jafn skrýtið að heyra allt þetta diss á Supernova "drengina", sem ég er búinn að lesa svo mikið um á þessari síðu og fleirum. Að þeir séu bara hreint og beint rusl. Þetta eru kallar sem koma úr nokkrum af stærstu rokkhljómsveitum sem fram hafa komið og þeir hafa verið í þessum bransa í 20-30 ár. Held þeir viti alveg hvað þeir eru að tala um. Finnst samt Jason alltaf bestur. Er kannski "pínu" hlutdrægur því ég er það sem kallast Metallica fan dauðans. Já og annað sem ég hef lesið mikið um hann að hann hafi verið rekinn úr Metallica. Það er ekki rétt. Hann hætti sjálfur því hann var kominn með nóg af óréttlætinu og baktalinu sem hann varð fyrir í bandinu. Það var svo gróft á tímabili að hinir meðlimirnir nánast kenndu honum um að Cliff Burton hefði dáið. Þeir hafa aldrei almennilega komist yfir dauða hans og Jason þurfti alltaf að þola þetta samanburðartal og slíkt og á endanum fékk hann nóg. :) Vildi bara að þetta kæmi fram líka.
Núna er bara að halda áfram að kjósa og koma Magna í úrslitin.
Einar Ingi (IP-tala skráð) 6.9.2006 kl. 03:24
Einar Ingi takk fyrir þetta innihaldsríka innlegg þitt. Jason er líka sá sem ég ber virðingu fyrir. Ég las það einhver staðar að hann hefði ekki fengið að semja mikið hjá þeim og það hafi verið þáttur í því að hann hætti. Hann var aldeilis ekki rekinn enda mátt þola ýmislegt fyrir að hafa hætt og yfirgefið þá eins og sumir hafa orðað það.
Mér finnst samt lítið varið í þau lög sem enn hafa heyrst frá þeim.
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 6.9.2006 kl. 03:32
Ég er alveg búin og er búin að vera á fullu að kjósa, bæði á netun og senda sms. Ég ætla bara að segja við þá sem ætla að vaka gangi ykkur vel en ég er farin að sofa. Þarf að mæta í vinnu kl 8 og er ekki tilbúin að endurtaka eins svo síðast svaf þá 2 tíma og vara að deyja úr þreyttu allan daginn. Gangi ykkur vel og Áfram Magni:)
Rannveig (IP-tala skráð) 6.9.2006 kl. 04:23
GAman að heyra frá þér Rannveig. Það verður spennandi að sjá hvernig þetta fer á morgun. Ég er komin með samtals 550 það gengur mjög hratt núna á netinu
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 6.9.2006 kl. 04:28
Já þetta er að ganga fínt núna. Var að skríða í 330. Bara gangi öllum vel að kjósa. Er samt alveg sammála þér Pálína að ég er ekki að fíla þessi lög sem fram hafa komið hjá þeim félögum.
Einar Ingi (IP-tala skráð) 6.9.2006 kl. 04:31
Ég er kominn í 450, konan í 500 en hún er farin í rúmið. Hefur einhver heyrt hvernig kosninga þátttakan er núna miðað við síðustu viku?
Davíð Hill (IP-tala skráð) 6.9.2006 kl. 04:44
Nei Davíð engar fréttir af því. Sambandið hefur verið miklu betra en síðast. það var aðeins í upphafi sem e´g þurfti að bíða eða að server væri busy, en nú gengur þetta bara í gegn á þeim hraða sem fingurnir ráða við að pikka inn stafina.
Hvernig er þetta hjá ykkur? Sambandið verið í lagi?
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 6.9.2006 kl. 04:51
Gaman að heyra Einar Ingi þetta er að ganga flott
Nei Davíð engar fréttir af því. Sambandið hefur verið miklu betra en síðast. það var aðeins í upphafi sem e´g þurfti að bíða eða að server væri busy, en nú gengur þetta bara í gegn á þeim hraða sem fingurnir ráða við að pikka inn stafina.
Hvernig er þetta hjá ykkur? Sambandið verið í lagi?
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 6.9.2006 kl. 04:53
Sambandið er búið að vera fínt hjá mér. Aðeins í upphafi eins og þú segir vesen en annars bara frábært. Var að detta í 400. Fer sjálfsagt að segja þetta gott bráðlega. þarf að mæta í vinnuna eftir 3 tíma. Öss :)
Einar Ingi (IP-tala skráð) 6.9.2006 kl. 04:56
Takk fyrir spjallið, ég ætla að kíla inn eins mörgum og ég get til 6:00. Gangi ykkur öllum vel í vinnu og skóla á morgun bara muna ekki borða þungan mat fyrr en þið getið farið að sofa og koffíndrykkir redda mani nú alltaf frá syfju (þó þeir séu ef til vill ekki skynsamlegir) en hvað er svo sem skynsamlegt við þetta ;)
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 6.9.2006 kl. 05:01
Gat ekki hætt alveg, varð að senda nokkur í viðbót. Annars er kerfið eitthvað sló núna, að ég kemst ekki inn eins fljótt og áður.
Rannveig (IP-tala skráð) 6.9.2006 kl. 05:03
Þetta er líka að gerast hjá mér. Ætli það sé skýringin að sumir hafi farið að sofa og séu nývaknaðir og byrjaðir að kjósa?
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 6.9.2006 kl. 05:07
Takk fyrir það, maður veitir ekki af því. Kefið er orðið fínt og gangi þér vel:)
Rannveig (IP-tala skráð) 6.9.2006 kl. 05:08
Takk sömuleiðis fyrir spjallið. Þetta er alltaf gaman þrátt fyrir þreytu og viðbjóð sem því fylgir. :) Er búinn að vera að skoða aðeins kommentin á supernovafans.com og það eru rosalega skiptar skoðanir um allt. Flestir eru samt á því að Dilana hafi ekki verið góð og ég er sammála því og líka því að um leið og það kemur smá mótlæti þá brotnar hún. Virðist vera þannig. Var í þremur neðstu síðast og kom með lélegt performance og sömuleiðis fannst mér þetta lélegt í kvöld. Lukas aðdáendur eru á bak við sinn mann en menn annaðhvort elska eða hata þessa útgáfu hans á Living on a Prayer. Mér fannst hún crap. Elska orginalinn. Það eru alls ekki allir á því að Storm hafi verið eins góð og kom fram í þættinum. Samt fleirum sem fannst hún rokka feitt og ég er þar meðtalinn. Finnst hún samt ekki passa fyrir bandið. Toby virðist vera að síga inn og flestum fannst þetta mjög gott hjá honum þó svo að skiptar skoðanir hafi verið um orginalinn hans. Flestum fannst það samt bara mjög gott. Mér fannst hann mjög góður og finnst hann vera sá sem passar bandinu best. Að vísu eigum við eftir að heyra Magna og Storm syngja með þeim en þetta er mín tilfinning. Flestum fannst þetta nú bara allt í lagi hjá Magna, ekkert frábært en ágætt samt. Svo koma sumir inn á milli sem fannst þetta frábært hjá honum og so on. Vill sjá Dilönu fara á morgun. Fíla Toby og Storm mjög vel og náttúrulega okkar mann líka. Hef alltaf svona lúmskt gaman að Lukas en ég er ekki að fíla Dilönu. Hún er mjög góður performer og allt það. Veit ekki með hæfileika hennar til að semja, miðað við þetta lag sem hún kom með. Vona að þau fjögur verði í úrslitum. :) En takk fyrir nóttina. Þetta er búið að vera gaman. Gangi þér vel að kjósa og ykkur öllum hinum líka sem enn eru vakandi. :) Vonum að Magninn hafi það í úrslitin.
Einar Ingi (IP-tala skráð) 6.9.2006 kl. 05:14
Ótrúlegt hvað við höfum líkan smekk á þessu. Dilana var reyndar í uppáhaldi hjá mér fyrstu 3-4 vikurnar en hún er alveg dottin út. Mér finnst gaman af Lúkasi, það er eitthvað við hann.
Takk fyrir þessar fréttir. Nú er ég búin að senda 763 atkv. og er hætt. Ætla að fá mér smá kríu áður en ég geng út í daginn í dag og þá sérlega til þess að einbeita mér að hugfræði ;)
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 6.9.2006 kl. 06:09
Flott viðtal á Sögu áðan:) þú stendur þig frábærlega Pálína!
Dagmar (IP-tala skráð) 6.9.2006 kl. 10:03
Ég stillti klukkuna á 4:30 og get kosið núna
Sigurður sveinsson. (IP-tala skráð) 6.9.2006 kl. 10:32
Toby var með gott lag ég vaknaði með þetta o-ó-o-ó-o-ó suðandi í hausnum í morgun og það gerðu fleiri meðlimir minnar fjölskyldu. Þeir vilja það Supernova menn. Dilana er downright bitur og ekkert gaman að henni lengur. Hún má vel fara núna enda finn ég að þrátt fyrir hve góð hún er eru SN ekki alveg eins heitir fyrir henni. Sjáum hvað við höfum getað gert fyrir M. Annars er enginn núna sem hefur verið oftar í B3 en annar þarna.
Birna M, 6.9.2006 kl. 11:54
Takk Dagmar, þetta var BARA skemmtilegt ;)
Gott að heyra Sigurður að menn eru duglegir að kjósa
Já Birna Toby er orðinn svo grípandi. Mér fannst þessi partur í laginu hjá honum alveg sérsmíðaður fyrir SN. Það sem þú ert að tala um varðandi botn 3 á það ekki frekar við um botn 4-5?
Lúkas hefur aldrei verið í botn 3, Dilana einu sinni, Storm einu sinni, Toby 2 svar og Magni tvisvar ef ég man þetta rétt ;)
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 6.9.2006 kl. 12:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.