5.9.2006 | 16:52
Magnavaka á Ská 1 frá 23:35 - 02:30
Þá er komið að loka átakinu hjá okkur . Í nótt ætlum við að kjósa og kjósa sem aldrei fyrr.
Sumir þora að taka þátt einu sinni en missa svo kjarkinn. Mér hefur þótt afar áhugavert að fylgjast með umfjöllun um Rock Star SN þáttinn og keppendurnar. Það sem hefur komið mér mest á óvart er hvað fólk er þroskað í tjáningu sinni (svona yfir höfuð). Menn hafa mátt eiga sitt uppáhald án þess að aðrir séu með dónaskap eða einhverskonar skítkast og ég verð nú baraz að viðurkenna að ég átti ekki von á því.
Niðurstaða síðustu viku hefur hins vegar vakið skrímslið víða upp. Harðari skot, grimmari gagnrýni og minner bestur en þinn er verstur með alls konar flúri hefur farið vaxandi meira að segja á Rockband.com en þar hafa stjórnendur engu að síður haldið vel um taumana.
Sama má segja um rokkarana (keppendur) þeir hafa verið góðir vinir og talsvert mál að etja þeim upp á móti hverjum öðrum. Þetta er eitthvað til að vera verulega stoltur af !
Nú skiptir miklu máli að allir sem hafa vilja til kjósi.
Viðbót við færslu vegna Magnavöku :)
Í kvöld verður Magnavaka á skjá 1 frá 23:35 og fram að Performance þættinum, síðan heldur vakan áfram til klukkan 02:30. Hvet ég alla til að sameinast í henni, en byrjið samt að KJÓSA KLUKKAN 01:50. kOSIÐ Á ROCKSTAR.MSN.COM
SIMINN FYRIR SMS ER 1918 texti í skeytið ROCK 2
Það verður farið í þetta á Magnavökunni, um ða gera að hafa stillt á Skjá 1 vera með blað og penna eða fartölvuna og ðunkta hjá sér. Það má líka henda inn spurningum hingað ég geri mitt besta til að svara og svo er fullt af góðu fólki sem kíkir hér inn og hellir úr brunni visku sinnar. Allir sem einn að styðja Magna í Final 4
síðustu viku þá myndaðist spjallumhverfi hér á blogginu hjá mér, mér til mikillar ánægju. Ég var sú eina á heimilinu sem gat leyft mér að vaka alla nóttina og það var ótrúlega skemmtilegt að kommentast á hér á blogginu.
Ég býð alla velkomna til að endurtaka þann leik núna í nótt. Útvarp Saga verður með einhverja umfjöllun tengda Rock Star á morgun og á ég von á símtali frá þeim upp úr 09:00 í fyrramálið. Það væri nú gaman af því ef þið fréttið af umfjöllun um keppnina hér í islenskum fjölmiðlum að þið mynduð henda hér inn smá kommenti um það. Svona eins og Sigga gerði hér í dag. Það var henniað þakka að ég náði viðtalinu á Rás 2 seinni partinn. Takk Sigga, sannur stuðningsmaður lætur ekki sitt eftir liggja ;)
En rifjum aðeins upp hvað hægt er að gera til að auka kosningaþátttöku........
- Þú gætir til dæmis horft á þáttinn
- Ef þú hefur ekki áhuga á því þá gætirðu lesið t.d. umfjöllun Laxguy (ein af fyrri færslum frá deginum í dag). Ef til vill færðu þá áhuga eða finnur löngun til senda einhver atkvæði til Magna.
- Sagt öðrum frá þættinum
- Horft á performance þáttinn klukkan 01:00 á skjá1 eða klukkan 02:00 skjá 1+
- Þú gætir kosið og kosið og kosið og kosið í allt að fjóra klukkutíma ;)
- Ef að þú ert með fartölvu og borðtölvu þá geturðu kosið á báðar í einu
- Þú gætir smitað aðra með því að tala um eitthvað sem þér finnst hafa verið svo æðislegt í flutningi hjá Magna að.............................
- Þú gætir minnt á kosninganóttina þegar þú kommentar hjá öðrum á bloggsíðum :)
- Þú gætir sent email
- hringt í vini og vandamenn
- Boðið fólki heim í partý í kvöld
- Fært helgina inn í miðja viku ;)
- Byrgt þig upp af kaffi, ég mæli með Kaffitárs kaffi :)
- Þú þarft á því að halda í nótt og á morgun
- Sleppt því að borða rautt kjöt í dag og á morgun og borðað frekar fisk, kjúkling eða grænmetisrétti
- kommentað hér og komið með nýjar uppástungur
Smá ábending varðandi kosningarnar. Til að spara þér tíma. Ef netsambandið verður erfitt strax að loknum þætti, reyndu þá að senda sms ( þú gætir ákveðið fyrir fram hvað þú ert tilbúin/n að láta mikinn pening í það) Í síðustu viku ákvað ég að senda allt að 50 sms og restina á tölvunni.
Þegar leið á nóttina þá varð tölvusambandið svo gott að ég þurfti ekkert að bíða. Í upphafi gekk netsamband ekki eða mjög hægt og þá sendi ég sms. Þegar þú kýst á netinu, velur Magna ;) þá kemur upp gluggi með tölu- og bókstöfum sem þú stimplar inn og sendir. Þú munt fá staðfestingu en ekki bíða eftir henni farðu frekar aftur í VOTE Magni ;))))) þá opnast nýr gluggi og þú gerir það sama. Þessu heldurðu áfram þar til að þú ert komin/n með 50 glugga. Þá ferðu niður í taskbarinn og velur að loka öllum gluggum í einu.
Opnar svo bara vafrann aftur og endurtekur sama leik t.d 10 - 20 sinnum hehe.... Þetta er mikil vinna en það var svo sætur sigur að sjá Magna sitja. Hann á að mínu mati jafnmiklar líkur á því að lenda ekki í botn þremur eins og Dilana, Storm og Toby. Vonandi verður það Lúkas að gefa Magna FIVE fyrir að syngja með SN í Elimination þættinum á morgun.
Að lokum ....Strákurinn okkar alltaf að hjálpa öðrum... eða er hann að fikta í græjunum hum???
Ég kem svo með fréttir í nótt um leið og þær renna í gegnum taugafrumunetið
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menning og listir, Dægurmál, Tónlist, Vefurinn, Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 23:13 | Facebook
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Athugasemdir
Þú ert svo frábærlega jákvæð Pálína og ég er sannfærð um að Magni fer áfram í lokaþáttinn, sérstaklega ef fólk sleppir sér ekki í svartsýnisrausi. Það eina sem þarf er að fólk leggi eitthvað á sig og það er bara svo gaman að uppskera árangur erfiðisins. Ég var sjálf að koma heim úr skólanum eftir laaaangan dag en ég ætla samt að vaka og kjósa, það kemur bara ekkert annað til greina. Held ég hafi meira að segja náð að smita nokkra samnemendur mína og hvetja þá til dáða:o) Sjáumst á spjallinu í nótt !
Dagmar (IP-tala skráð) 5.9.2006 kl. 21:27
Hlakka til að hitta þig á spjallinu hér í nótt ;) Það er vaxandi umræða í gangi um að HB vilji Magna með sér. Sumir segja að Dave hafi kommentað í þá átt aðrir segja ða Jason hafi gert það hahahaha. En auðvitað er það eina sem skiptir máli að einhver hafi sagt það hahaha
Strákurinn okkar á það bara skilið að komast í final, við verðum líklega syfjaðar í skólanum á morgun en hva, maður lifir það nú svona einu sinni!
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 5.9.2006 kl. 22:28
http://trymbill.is/magni/um.php
ég hef efasemdir að þetta virki út af staðfestinarkóðanum en....
Páll (IP-tala skráð) 5.9.2006 kl. 23:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.