5.9.2006 | 07:09
Toby vinnur á með hressleikanum
Hann er svo mikill sprelligosi. Lýsing Magna á keppendum er svo í takt við álit mitt á þeim að það er bara ekki fyndið ;)
Þetta hljómar að vera hinn skemmtilegasti þáttur. Það bætti nú heldur betur gráu ofan á svart fyrir Dilönu að meiða sig á fæti nokkrum klukkutímum fyrir keppnina. Það hallar stöðugt undan fæti hjá henni, enda þurfti hún að sitja á stól allan þáttinn. Magni lét nú samt vel af því hvernig hún hefði staðið sig.
Mikið er ég feginn að hafa mikið að gera í dag.
Magni sáttur með eigin frammistöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menning og listir, Tónlist, Dægurmál, Sjónvarp, Ljóð | Facebook
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Athugasemdir
Halló allir! Er að hressast, orðin tölvufær (enda ekki seinna vænna fyrir kvöldið). Lagðist semsagt í hálsbólgu og skemmtilegheit. Það er viðtal við Magna á Rás 2 á eftir í þættinum brot úr degi. Vildi bara láta vita af því svo allir geti verið rétt stilltir. Muna svo bara að kjósa mikið í kvöld!! Kveðjur, Sigga
Sigríður Jósefsdóttir, 5.9.2006 kl. 08:31
Úff eins gott að þú ert að hressast Sigga:) Hvernig var viðtalið? Nú var ég í skólanum og gat því ekki hlustað :(
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 5.9.2006 kl. 13:31
Var ekki fínt í skólanum? Fyrri hlutinn var milli 11 og tólf, bara gott hljóð í honum, varð hálf hissa þegar hann heyrði af kosningaæðinu sem rann á Íslendinga þarna síðast. Seinni hlutinn er núna eftir klukkan tvö ásamt viðtali við Eyrúnu. Svo er það bara Skjár 1 klukkan hálf tólf, upphitun með Guðrúnu og Felix, og stanslaust fjör eftir þáttinn til að halda okkur við efnið í atkvæðagreiðslunni. Kveikja á útvarpinu ekki seinna en núna. Góða skemmtun, Sigga
Sigríður Jósefsdóttir, 5.9.2006 kl. 14:03
Nýjar upplýsingar: Viðtalið við Eyrúnu núna milli tvö og þrjú, Magni milli þrjú og fjögur.
Sigríður Jósefsdóttir, 5.9.2006 kl. 14:09
Takk Sigga mín, æðislegt að fá þessa hjálp. Skólinn er auðvitað STÓRI DRAUMURINN minn. Rosaleg gaman að hitta krakkana aftur eftir sumarið :)
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 5.9.2006 kl. 14:17
Er hún ekki alveg dásamleg? Hann Magni er sko heppinn að eiga hana að. Vona að hún komist út, og við sjáum sko um það að hann komist áfram.
Sigríður Jósefsdóttir, 5.9.2006 kl. 14:47
Já ég man eftir því í 4 viku þá var mér svo mikið hugsað til hennar og mér var svo mikill léttir að heyra hvað hún var jákvæð. Hún er það enn. Það væri svo gaman fyrir þau ef hann kæmist í final.
Ég var að hlusta á Magna og hann lét nú bara vel af sér. Hann sagði nú reyndar að það sama væri að gerast hjá þeim og öllum öðrum sem taka þátt í reality þáttum. Skapið er orðið viðkvæmt og bitnar bæði á hlutum og öðru. Þau myndu seniilega drepa mann ef þau þyrftu að vera 3 vikur í viðbót.
Það er eins gott að það er bara vika eftir hehe....
Já við gerum það sem í okkar valdi stendur til að koma honum áfram.
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 5.9.2006 kl. 15:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.