30.8.2006 | 15:40
Atkvæðin sem ráða því hverjir lenda í "early bottom three" eru frá....................
þeim sem mæta á upptökuna á sunnudagskvöldið. Ef við spáum aðeins í þetta þá var Magni ekki í botn 3 í síðustu viku fyrr en öll atkvæði voru talin. Fólkið í salnum fílaði framlag hans. Það var síðan í höndum allra hinna sem kjósa á etinu eða með sms sem endanlega réðu niðurstöðunni.
Sagt var að þá hafi munurinn verið nokkrir tugir atkvæða. Það sama er að gerast núna. Fólkið í salnum kaus Magna af botninum eða réttara sagt fílaði flutninginn hans og mig grunar að það hafi nú munað um atkvæðin sem aðdáendur og tryggir stuðningsmenn Magna sendu inn.
Ég var svolítið hissa á því að Lúkas væri á botninum, þar sem mér fannst þetta mjög kjarkað hjá honum og flott á sinn hátt. ég hef líka tekið eftir því að þeir sem eru mikið fyrir Nirvana eru mjög vandlátir á þá sem leyfa sér að reyna við lögin þeirra. Það gæti ef til vill útskýrt kosninguna sem Lúkas fékk, sumir hafi líklega hugsað hvernig gat hann vogað sér........
Það hefði verið gaman að vita þetta fyrr því að þetta segir eitthvað þó ekki sé það mikið um hvernig vinsældir flytjenda þróast. Ég hef líka verið hissa á því hve litlar breytingar hafa verið á botn 3 jafnvel þegar 5 voru á einhverjum tíma í þeim sporum.
Nú ég get svo sem dundað mér við að horfa á þetta aftur út frá þessu sjónarhorni en upplýsingar um þetta fékk ég á rockband.com umræðum um performancið.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menning og listir, Vefurinn, Sjónvarp, Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:44 | Facebook
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Athugasemdir
Það er ennþá opið fyrir kosningu á MSN messenger hjá mér - alveg án allra klukkubreyinga og þ.h. Er búin að vera að kjósa á fullu.
B
Birgitta, 30.8.2006 kl. 15:45
Ég hef lítið farið inn á spjallrásir og blogg frá því í gær, en var aðeins og skoða núna. Ég held að Dave Navarro sé með Dílönuæði á heilanum. Mér fannst flest vera þrusugóð í nótt, Ryan ekki alveg upp á sitt besta, en ég bar það saman við Magna fluttning, svo að það er kanski ekki að marka mitt álit á honum núna, og Storm var með of erfitt lag og þar sem Toby tók heilmikla athygli frá henni, er ég hrædd um að hún verði næst
Sigrún Sæmundsdóttir, 30.8.2006 kl. 15:54
Hjartanlega sammála þér Galdrameistari - tók meira að segja eftir þessu í flutningnum hennar í gær - alveg flöt!
Þetta verður ferlega spennandi í kvöld, veit ekki hvort ég þori að horfa :s.
B
Birgitta, 30.8.2006 kl. 16:35
Þessu er ég sammála, ætlaði að skrifa um það áðan en kunni ekki við það, því að ég er ein af þeim sem dýrkaði hana fyrst, en er svo alltaf að dala með það, en kenni því meira í brjóst um hana. Mér fannst hún flott í nótt, en svo í morgun fór bóndinn að horfa á og ég hlustaði bara með öðru eyra. Bæði Ryan og Dilana er svona, einhvern vegin hjóma þau öðvísi í ,,hlustun,,. Þarna sér maður hvað sjóið gerir mikið. Eins með Storm, mér fannst er ég hlustaði að hún væri að pína sig svo, mér fannst eins og hún réði bara alls ekki við það. Ætlaði að skoða þetta aftur, en fjölskyldan er farin að hafa áhyggjur að ég sé búin að gleima að við værum að fara út í fyrramáli.
Sigrún Sæmundsdóttir, 30.8.2006 kl. 16:56
Hæ hæ gaman að fylgjast með hér?????
En við hér á heimilinu erum búin að kjósa 200 sinnum bæði í nótt og í dag í gegnum tölvuna og eitthvað fiff í klukkunni....
Hlakka til í kvöld vona bara að þetta hafi gert eitthvað öll þessi atkvæði:)
AÐ LOKUM ÁFRAM MAGNI......
HNH, 30.8.2006 kl. 17:41
sat i klst i nott og labbadi i vinnuna sms-andi gekk a hvad sem fyrir var en vona a[ tad skili einhverju
inga (IP-tala skráð) 30.8.2006 kl. 17:49
Mikið til í þessum pælingum ykkar að hlusta án þess að horfa. Ég var lveg heilluð upp úr skónum af Dilönu fyrstu 3 vikurnar. Mér finnst hún enn hafa sjarmerandi sviðsframkomu en ég er ekki nógu ánægð með raddsviðið hennar.
Það er annað sem ég sé í þessu líka það er hvað siðsframkoma er mikilvæg ef að eistaklingur sem syngur ekki nægjanlega vel getur fengið topp einkunn bara út á framkonu.
Velkomin á síðuna HNH og Inga alltaf gaman að fá gesti :) svo fer það þannig að þegar fólk kemur reglulega í heimsókn þá fer maður að sakna þess þegar það kemur ekki hahahahaha
Nú er ég að fara að vinna en kem inn aftur í kvöld vonandi verulega spennt.
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 30.8.2006 kl. 18:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.