Leita í fréttum mbl.is

Magni eignast fleiri og fleiri fans

Ég er rétt að jafna mig eftir vökuna í nótt ;)

Umfjöllun um Magna er jákvætt vaxandi. Margir voru hrifnir af því sem Magni sagði áður en hann hóf sönginn þ.e.a.s. kosningaáróðurinn. Fólki fannst þetta fyndið hjá honum sérstaklega það að hann hefði lært ensku vegna þeirra hahahaha

Talað er um að hægt sé að klóna hann svo að allir geti fengið eintak.  Það var einstaklega gaman að lesa kommentin á rockband.com þar sem fjallað er um performance þáttinn.

Mikið hefði nú dóttir mín verið glöð ef að menntaskólarnir í Reykjavík hefðu gefið frí í fyrsta tímanum eins og gert var á Egilsstöðum gott hjá þeim! 


mbl.is Magna hrósað fyrir frammistöðuna í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Góðan daginn Pálína mín! Þú hefur nú aldeilis átt það skilið að hvíla þig. 747 atkvæði, ekkert smá það. Ég held að þú eigir skilið að fá Magnaorðuna fyrir vikið. Ég var bara nokkuð stolt af mínum 100, þrátt fyrir erfiðleika við að kjósa í nótt. Reyndar prófaði ég að henda inn nokkrum atkvæðum um hálf átta í morgun, og viti menn, þau fóru í gegn. Nú er bara að horfa í kvöld, og safna svo kröftum fyrir næstu törn. Bestu kveðjur, Sigga

Sigríður Jósefsdóttir, 30.8.2006 kl. 10:34

2 identicon

Enn hægt að kjósa !
ef þú stillir Time zone á HAWAI þá er enþá hægt að kjósa Magna.
Til að gera það þarftu að tvísmella á klukkuna í hægra horni niðri og velja Time zone og scrolla þar á Hawai og gera OK og kjósa.

Rock Star (IP-tala skráð) 30.8.2006 kl. 10:39

3 Smámynd: Sigrún Sæmundsdóttir

Góðan dag. Ég tímdi ekki að fara frá kosningu og inn á spjall í nótt, loksins er ég fór að geta kosið, talvan var að stríða mér, en ég gat kosið slatta á milli 8 og 10, en í nótt var ég með eitthvað um 400. OG ef það sem við gerðum hér getur ekki komið Magna upp, þá segjum við bara eins og Einar Nælonpabbi::: þetta er lögreglumál::: ha ha Annars er ég að vona að Toby nái þessu, hann var flottur í nótt, og Magni fái Húsbandið, þá væri þetta fullkomið

Sigrún Sæmundsdóttir, 30.8.2006 kl. 10:46

4 Smámynd: Sigrún Sæmundsdóttir

Ég ætla að setja link hér inn sem fylgdi e-mail frá skjá1 í gær, ég setti þetta inn á Magna-fans-spjallborðið en það er til mikils að vinna svo að prófið.

http://www.leto.is/clients/anon/magni/preview.asp?fromName=Jón%20Þór%20Þorleifsson&

Sigrún Sæmundsdóttir, 30.8.2006 kl. 10:50

5 Smámynd: Birna M

Kerfið krassaði og ég veit ekkert hvað mikið af sms komust í gegn ég veit ekki einusinni hvað ég semdi mörg, hef ekki tölu á því. En ég bætti upp áðan fyrir nóttina beð því að breyta tímasvæðinu á tölvunni og var að enda við að senda einhvern helling í gegnum msnið. Á Hawaiian tíme.

Birna M, 30.8.2006 kl. 11:10

6 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Já svei mér þá mér finnst bara að ég eigi að fá Magnaorðuna fyrir þetta ;)

Gaman að heyra hvað þið eruð útsjónarsöm. Þið eruð sannarlega tegundin sem lifir af!

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 30.8.2006 kl. 11:21

7 Smámynd: Árný Sesselja

Ég náði að senda hátt í 500 í nótt.... og hátt í 300 núna í dag..... hann á þetta svo sannarlega skilið!

Árný Sesselja, 30.8.2006 kl. 13:16

8 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Svo sammála þér Árný. Þið eruð frábær og takk fyrir að deila þessu hér með mér. Nú hlakka ég til kvöldsins og vonandi hefur átak okkar allra skilað árangri

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 30.8.2006 kl. 13:41

9 Smámynd: Árný Sesselja

Ég bíð spennt..... get varla beðið..... er að vona að Magni fá tækifæri til að syngja með SN í kvöld, þó reyndar að það séu svolitlar líkur á að Lucas fái að sygja í kvöld...

Árný Sesselja, 30.8.2006 kl. 14:19

10 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Já mér finnst líka líklegt að Magni syngi með þeim.

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 30.8.2006 kl. 14:23

11 Smámynd: Árný Sesselja

Ég var að prufa að stilla klukkuna í tölvunni á 3 að nóttu til og viti menn þá opnaðist vote glugginn á rockstar.com :o)))) en nú er orðið svo seint á daginn liðið ætli það komist til skila ??

Árný Sesselja, 30.8.2006 kl. 14:34

12 identicon

Hæ þið sem lesið. Ég bakkaði klukkunni í tölvunni minni og viti menn það er hægt að kjósa,-- og ég er að á fullu!!!!!!!
Setti klukkuna á 4.00

Gunnlaug (IP-tala skráð) 30.8.2006 kl. 16:43

13 identicon

Hæ þið sem lesið. Ég bakkaði klukkunni í tölvunni minni og viti menn það er hægt að kjósa,-- og ég er að á fullu!!!!!!!
Setti klukkuna á 4.00

Gunnlaug (IP-tala skráð) 30.8.2006 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband