29.8.2006 | 10:23
Rosalega gott hljóð í Magna
Uppfært :)
Já strákurinn okkar er hress. Hann á von á að lenda í botn þremur en hefur ekki trú á að hann verði sendur heim. Þeyys er rétta attitjúdið ! Hann sagði að þau hefðu öll verið að standa sig svo vel og vá þetta yrði rosa rosa fínn þáttur.
XXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXXX
Þetta fann ég á rockband.com comment frá einstakling sem var á svæðinu!
Auðvitað hlýtur það að vera taugatrekkjandi að vera kominn svona langt og hafa lent 2svar í röð í botn 3. Magni veit líka hvað klukkan er hér heima á Íslandi og að kosningin fer fram í miðri viku. Það er því ekkert skrítið við það að vera að missa bjartsýnina og baráttukraftinn.
En getur þú gert eitthað til þess að hjálpa honum?
Í kvöld verður þátturinn 6-7 á skjá 1 tileinkaður Magna og keppninni.
- Þú gætir til dæmis horft á þáttinn
- Sagt öðrum frá þættinum
- Horft á performance þáttinn klukkan 01:00 á skjá1 eða klukkan 02:00 skjá 1+
- Þú gætir kosið og kosið og kosið og kosið í allt að fjóra klukkutíma ;)
- Ef að þú ert með fartölvu og borðtölvu þá geturðu kosið á báðar í einu
- Þú gætir smitað aðra með því að tala um eitthvað sem þér finnst hafa verið svo æðislegt í flutningi hjá Magna að.............................
- Þú gætir minnt á kosninganóttina þegar þú kommentar hjá öðrum á bloggsíðum :)
- Þú gætir vakið máls á þættinum í vinnunni hjá ættingjum í röðinni í Bónus :)
- Þú gætir sent email
- hringt í vini og vandamenn
- Boðið fólki heim í partý í kvöld
- kommentað hér og komið með nýjar uppástungur
Ég vil þó að gefnu tilefni taka það fram að árásir á persónuleika fólks sem kommentar eða skrifar hér á þessu bloggi verður eytt. Sama má segja um dónaskap í garð Magna. Bloggið mitt er hugsað sem stuðnigur við hann.
Ekki láta þetta gerast aftur..............................
Það besta sem við getum gert í stöðunni er að styðja Magna með því að kjósa hann. Ef hann sleppur við að lenda í botn þremur þá gæti honum vaxið kraftur og hugrekki og þannig fengið sem mest út úr hverjum degi sem eftir er af ævintýri hans.
Hver dagur sem Magni fær til viðbótar er auglýsing sem er margföld í gildi miðað við heila viku sem undan er gengin. Fyrir þig og mig þá er Magni að auglýsa land og þjóð. Ég vil líka benda á þá einstaklinga (Íslendinga) sem hafa verið að tjá sig á t.d. rockband.com að þeir hafa líka lagt mikið af mörkum í að koma Íslandi enn betur á kortið. Ef einhver af þeim sem þar kommenta lesa þetta hér þá langar mig að segja takk fyrir :)
Hann hjálpar hinum.................... Við hjálpum honum..................... Kjósa, kjósa og kjósa.......
Dave Navarro er búinn að blogga um síðasts þátt og segir m.a. þetta
"At this point, it is up to you to vote and decide who the final four will be. Someone is gone on Wednesday and someone is gone on the following Wednesday... Unless, of course, there is another dreaded double elimination."
Í eldir færslu taldi hann ekki Magna upp sem líklegan til að lenda í botn 3.
Svo er hér enn ein lýsingin á Magna í þættinum sem verður í nótt
Að lokum Hollywodd slúðursíða er komin með sigurvegara keppninnar ??????
Sumir segja að Dave Navarro sé svo pissed að hann ætli að loka bloggsíðunni sinni, en þetta er að sjálfsögðu eins og annað slúður líklega lítið að marka það þó að það leynist nú væntanlega sannleikskorn í því!
Nei ég held að Magni sé alls ekki búinn að gefast upp. Hann er góður strákur og það virðist hafa verið búin til sápa úr hegðun Dilönu sem mér þætti ekki ólíklegt að hafai haft áhrif a´hann. Orð hennar ef til vill slitin úr samhegni og eitthvað fleiri miðað við það hvernig Jason tjáði sig á sunnudagskvöldið. það verður forvitnilegt að sjá þáttinn því að mér þykir líklegt að sör Jasons verði klippt úr.
Ég veit bara að mér myndi þykja það hræðilegt að horfa upp á vini mína setta upp í ýktu drama til þess að auka áhorf. Ætli realityshowið eða þau brot sem þátttakendur fá að sjá séu ekki l+íka að hafa áhrif á þau eins og þau hafa áhrif á mörg okkar?
Styrkjum Magna með því að kjósa hann !!!!
Nýtt símanúmer 1918................... vegna lækkunar úr 99,90 krónur í 19,90 krónur alla vegna hjá Símanum ég hef ekki séð fréttir af OgVodafone
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ljóð, Sjónvarp, Vefurinn, Tónlist, Trúmál og siðferði, Bækur, Tölvur og tækni, Menning og listir, Vinir og fjölskylda, Matur og drykkur, Stjórnmál og samfélag, Vísindi og fræði, Leiðin að markmiðinu, Lífstíll, Kvikmyndir, Ferðalög | Breytt s.d. kl. 20:28 | Facebook
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Athugasemdir
Já nú er að vaka og kjósa. Ég læt ekki mitt eftir loggja og er komin með liðsauka.
Birna M, 29.8.2006 kl. 10:28
Frábært Birna, ég hef líka verið að smita fólk ;)
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 29.8.2006 kl. 10:48
Þú ert nú engum líkur GALDRAMEISTARI :))))
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 29.8.2006 kl. 10:48
ójá, tölvur, ostar, hvítvín, snakk og alles
Birna M, 29.8.2006 kl. 10:56
Jæja já, verði þeim að góðu. Ég vil samt koma Magna í lokaþáttinn, en ég held að ég vilji ekki sjá hann með Supernova. Sorry Pálína mín, ég vona samt að þú hendir þessu commenti ekki út. Þetta eru svoddan hallærisgaurar, allir verið reknir úr hljómsveitunum sem þeir spiluðu með. Þ.e. Mötley Crüe, Metallica og Guns ´n Roses. Ég mun nú samt ekki láta mitt eftir liggja, og kjósa af mér puttana í nótt. Hvar á ég að mæta?...... hehehehe. Kjósum og kjósum og kjósum, og kjósum svo meira. Baráttukveðjur, Sigga
Sigríður Jósefsdóttir, 29.8.2006 kl. 11:23
That´s the spirit ostar og alles hahahaha
Ekkert Sorry Sigga mín :) en hætti Jason ekki sjálfur og lenti svo í því versta þunglyndi sem hann nokkurn tímann hefur lent í? Fullt af fólki fúlt út í hann fyrir að hafa hætt í Metallicu.
Jason kann líka að meta alvöru tónlistarhæfileika og ekki er nú verra að hann virðist dýrka Magna!
Sumir eru að segja að Lúkas sé valkostur TLee, Dilana sé Gilby´s og Magni sé Jason´s ................
Það myndi þýða að Magni kæmist í FINAL tralalalalalalala
Ég er svo stolt af honum....
ES...
þetta með að ég muni deleta færslum tengist bara því að fólk sé að dissa hvort annað persónulega eða með dónaskap í garð Magna allt annað er leyfilegt eða þannig :)))))))
Baráttukveðjur.............................
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 29.8.2006 kl. 11:44
Muna bara að leggja sig eftir kvöldmat og vera svo ferskur í nótt og kjósa og kjósa og kjósa...
Dagmar (IP-tala skráð) 29.8.2006 kl. 11:47
Einmitt DAgmar...borða ienhvern þungan mat og leggjast svo á meltuna hum.....dreyma............. dreyma og rinnnnnNGGGGG
horfa og KJÓSA...
mér líst ljómandi vel á það ;)
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 29.8.2006 kl. 11:49
Málið er bara að koma honum eins langt og mögulegt er! Það er nokkuð pottþétt að þeir senda hann heim ef hann er í B3 þessa vikuna - alla vega miðað við lógíkina sem þeir hafa notað undanfarið - og það er undir okkur komið að sjá til þess að það gerist ekki!!!
Maður er duglegur að breiða út fagnaðarerindið, ótrúlegasta fólk sem ég er búin að smita og ætlar að vaka í nótt - jibbí!
Þar sem ég hef aldrei kosið áður (shame on me!) langar mig að spyrja:
Tekur svona langan tíma að senda inn atkvæði að maður þarf að vera með fleiri en eina tölvu? Er maður ekki fljótari að hamra bara á einni?
Fyrir ykkur sem eiga ekkert líf og hafið ekkert betra að gera ;) þá mæli ég með að renna gegnum gömlu reality þættina - ekkert smá fyndið! Sérstaklega að fylgjast með dramadrottningunni.
B
Birgitta, 29.8.2006 kl. 13:29
Takk fyrir að galdra fram þetta innlegg. Já þetta eru skrautlegir gaurar, en Jason er klassi. Mig minnir að ég hafi heyrt það að samherjar hans í Metalicu hafi ekki viljað leyfa honum að semja. Gott væri að fá það staðfest ef eihver sem ratar hér inn veit það ;)
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 29.8.2006 kl. 13:33
Já er líka hrædd um að ef þeir taka Lukas eða Dilönu að þetta verði stutt drama hjá SN, en ég held að bæði Toby og Ryan gæti haldið þeim við efnið. Ég vona að við náum að halda Magna frá B3. Við getum ekki þakkað honum betur fyrir, fyrir alla þessa frábæru skemmtun sem við höfum haft af þessu, landkynninguna sem þetta er búið að vera, og bara allt. Magni er alveg frábær listamaður
Sigrún Sæmundsdóttir, 29.8.2006 kl. 13:33
Hef alla mína visku úr eiginmanninum hvað þetta varðar, hann er rokkarinn í fjölskyldunni, þar til frúin fór, öllum að óvörum, að fylgjast með Rockstar. Annars er bróðir minn ansi liðtækur, og eigandi gítarsins sem Magni skartaði í Eurovision undankeppninni í vor. Hehe.... Kjósið krakkar mínir, kjósið mikið... Kveðjur, Sigga.
Sigríður Jósefsdóttir, 29.8.2006 kl. 14:07
Gerði mjööööög merka uppgötvun - er inni á síðunni minni!!!
Smelli henni hérna líka svo sem flestir sjái:
Hjó eftir commenti á Rockband - þar er einn frá Ástralíu og talar um að þeir fái ekki að sjá þáttinn fyrr en 10 tímum eftir USA og geta þá kosið í 2,5 tíma eftir það. Málið er að þeir geta LÍKA kosið eftir beinu útsendinguna í USA - semsagt geta kosið tvisvar!
Þetta gæti þýtt að við hér á Íslandi gætum LÍKA kosið AFTUR 10 - 11 tímum eftir að þátturinn er sýndur hér eða um klukkan 11 í fyrramálið.
Ekki spurning að það er þess virði að prófa!!!
Láið þetta endilega ganga á alla þá sem geta komist í tölvu klukkan 11 í fyrramálið!
Birgitta, 29.8.2006 kl. 14:41
Er málið ekki bara það að þeir eru 10 tímum á eftir Bandaríkjunum í Ástralíu, þ.e. tímamismunurinn er 10 tímar????? Spyr sá sem ekki veit. Kannski að Galdrameistarinn geti svarað þessari spurningu? BKv, Sigga
Sigríður Jósefsdóttir, 29.8.2006 kl. 14:53
Læt þetta koma hér. Ogvodafone búin að lækka. SMS í síma 1918 rock 2 og þetta er komið. skoðið linkin
http://www.leto.is/clients/anon/magni/
Sigrún Sæmundsdóttir, 29.8.2006 kl. 14:55
Hérna er kommentið frá Ástralanum:
JonSnow: Australia is roughly 14 hours AHEAD of the US. But, we don't get to view the episodes until 10 hours after the US ET viewing on TV!
Can you now see the US advantage?
But because we didn't know any better, we can log onto the OS 10 hours before we view it and start voting from then, as well as vote 10 hours later for 2.5 hours.
Don't you just love the world times!
Birgitta, 29.8.2006 kl. 14:59
Takk,takk, takk,takk, takk... hef ekki verið við tölvu í svolítinn tíma ;)
Þið reddið mér bara alveg engin spurning! Ég er ekki alveg að fatta þetta hjá Ástralanum. Ef að ég skil tímamun rétt þá erum við á sama augnablikinu alls staðar þó að það se´dagur á einum stað og nótt á öðrum. Það meikar ekki sens að þeir geti kosið tvisvar hum???? Þetta er smá ráðgáta?
Ég er að undibúa þungan kvöldverð sem verður etinn strax að loknum þættinum 6-7 en eins og þið munið þá fjallar hann eingöngu um Rockstar SN og Magna. Ekki missa af því þetta er áreiðanlega góð upphitun fyrir nóttina.
Svo þegar ég er búin að borða ÞUNGA kvöldverðinn þá ætla ég að leggja mig svo að ég geti nú vakað í alla nótt og kosið og kosið og kosið þið skiljið ekki satt?
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 29.8.2006 kl. 16:04
Takk,takk, takk,takk, takk... hef ekki verið við tölvu í svolítinn tíma ;)
Þið reddið mér bara alveg engin spurning! Ég er ekki alveg að fatta þetta hjá Ástralanum. Ef að ég skil tímamun rétt þá erum við á sama augnablikinu alls staðar þó að það se´dagur á einum stað og nótt á öðrum. Það meikar ekki sens að þeir geti kosið tvisvar hum???? Þetta er smá ráðgáta?
Ég er að undibúa þungan kvöldverð sem verður etinn strax að loknum þættinum 6-7 en eins og þið munið þá fjallar hann eingöngu um Rockstar SN og Magna. Ekki missa af því þetta er áreiðanlega góð upphitun fyrir nóttina.
Svo þegar ég er búin að borða ÞUNGA kvöldverðinn þá ætla ég að leggja mig svo að ég geti nú vakað í alla nótt og kosið og kosið og kosið þið skiljið ekki satt?
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 29.8.2006 kl. 16:05
á bara 2 orð yfir þetta: ÁFRAM MAGNI...
Ólafur fannberg, 29.8.2006 kl. 16:23
Það var viðtal við kappann á Popplandi á Rás 2 í dag. Náði einhver því viðtali sem getur deilt því með okkur hvernig hljóðið var í Magna eða veit um slóð til að hlusta á það? ég finn það ekki á ruv.is/poppland
Páll (IP-tala skráð) 29.8.2006 kl. 16:24
Jú, sko, þeir eru 14 tímum á undan USA. Þeir eru greinilega með einhvern samning þar sem þeir fá að kjósa seinna en aðrir og það er ekki spurning um að nýta sér það.
Sakar ekki að prófa alla vega :).
B
Birgitta, 29.8.2006 kl. 16:45
Ég var að hlust á viðtalið það er á netinu á ruv.is. Það var gott að hlusta á Magna. Josh var besti vinur hans, Dilana er það núna en annars segir hann að þau séu öll góðir vinir. Hann dásamar hæfileika Lúkasar á allan hátt og finnst hann líklegur sigurvegari.
Magni talar líka um að Lúkas sé í uppáhaldi á TLee, Filby sé ástfanginn af frammistöðu Dilönu en Jason sé eins og lokuð bók.
Hann talar um að hann hafi sjálfur vaxið og þroskast sem söngvari , gítarspilari og manneskja, segist m.a. vera sálfræðingur Dilönu.
Eitt finnst mér mikilvægt að komi hér fram og að þið hjálpið við að koma til skila. Bloggið um það talið um það o.s.frv.
Magni var í viðtali hjá Vikunni, þar kom víst fram að hann hefði engan áhuga á því að vinna. Hann var frekar ósáttur við þetta sagðist aldrei hafa sagt neitt þessu líkt.
Sumir hafa því fengið ranga mynd af stöðu hans í keppninni.
Í lokin var hann hress og auðmjúkur þakklátur Íslendingum fyrir allan þann stuðning sem verið er að veita honum...
Hann var líka rosalega ánægður með frammistöðu sína á sunnudagskvöldið sem við fáum að sjá í nótt. Hann er númer tvö í röðinni og Lúkas var víst algjör killer.....
Magni tók því á ö-llu sem honum datt í hug og ég hlakka til að horfa á hann í nótt.
Áfram Magni!!!!
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 29.8.2006 kl. 17:11
Æðislegt að heyra þetta. Svo er annað, ég er að bíða eftir e-maili, það eru breitinar á dagskrá skjásins í kvöld, SVO PÁLÍNA, ÞÚ FERÐ EKKERAT AÐ LEGGJA ÞIG GÓÐA MÍN
Sigrún Sæmundsdóttir, 29.8.2006 kl. 17:26
VAR AÐ SENDA GALDRAMEISTARA E-MAIL
SKOÐA BLOGG HJÁ HONUM
OS SVO Á http://193.109.17.56/supernova/ Eftir smá stund.
Sigrún Sæmundsdóttir, 29.8.2006 kl. 17:53
VAR AÐ SENDA GALDRAMEISTARA E-MAIL
SKOÐA BLOGG HJÁ HONUM
OS SVO Á http://193.109.17.56/supernova/ Eftir smá stund.
Sigrún Sæmundsdóttir, 29.8.2006 kl. 17:53
Það er líka hægt að kjósa á MSN messenger, sjá frétt http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1221024 Búin að finna það hjá mér. Ætla að leggja mig núna, vinsamlega ónáðið ekki, flottur þáttur hjá Guðrúnu og Felix, búin að panta sms klukkan tvö. Verðum í bandi krakkar mínir, Sigga.
p.s. muna að kjósa!!!!!
Sigríður Jósefsdóttir, 29.8.2006 kl. 19:21
Það er líka hægt að kjósa á MSN messenger, sjá frétt http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1221024 Búin að finna það hjá mér. Ætla að leggja mig núna, vinsamlega ónáðið ekki, flottur þáttur hjá Guðrúnu og Felix, búin að panta sms klukkan tvö. Verðum í bandi krakkar mínir, Sigga.
p.s. muna að kjósa!!!!!
Sigríður Jósefsdóttir, 29.8.2006 kl. 19:21
Ótrúlega gaman að sjá stuðningin við Magna hér! Þið eruð alveg frábær! Nú er bara að kjósa og kjósa...
Ester Júlía, 29.8.2006 kl. 19:49
Microsoft á Íslandi hefur komið því þannig fyrir að nú geta notendur í Bandaríkjunum og á Íslandi kosið þátttakanda í sjónvarpsþættinum Rockstar Supernova í gegnum skilaboðaforritið MSN Messenger. Til þess að þetta sé hægt þurfa notendur að endurræsa forritið. Þá kemur í ljós flipi á vinstri hönd með mynd af stjörnu á. Ef ýtt er á hann kemur kosningavalmyndin í ljós.
Ég er búin að endurræsa forritið hjá mér og þetta lítur vel út. Það má búast við miklu álagi á síðunni hjá þeim, því að mig grunar nú að fleiri en Íslendingar séu að sækja í sgi veðrið með kosningaþátttöku
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 29.8.2006 kl. 20:19
Já hver kom í heimsók á Mansion nema ..........SILVÍA NÓTT oh my GOD
Ætli það hafi ekki verið einhverjar myndavæelar í gangi og það væri nú gaman að sjá gelluna í þessu umhverfi hum.....
Magni hafði svo gaman af þessu hahahahaha
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 29.8.2006 kl. 20:22
já ég hefði viljað sjá Lukas og Silvíu saman, það er líklega næsti frægi kærasti ha ha ha þau væru flott sama, sama lúkkið ha ha
Sigrún Sæmundsdóttir, 29.8.2006 kl. 20:43
Stelpur mínar, farið að halla ykkur, við verðum að vera ferskar í nótt til að geta kosið........heyri ykkur þá. Það verður allavega hellt upp á mjööööög sterkt kaffi hér um eittleytið. Kveðjur, Sigga
Sigríður Jósefsdóttir, 29.8.2006 kl. 20:54
Hvar fékkstu þessar fréttir með Silvíu Nótt ???
Íris Hlín (IP-tala skráð) 29.8.2006 kl. 22:00
Áfram Magni........tékkið á þessu: http://trymbill.is/magni/um.php
Ozzlady (http://www.theladystardust.blogspot.com/) (IP-tala skráð) 30.8.2006 kl. 00:29
Ég spyr nú eins og fávís bjáni, Pálína, ert þú búin að sjá þáttinn á undan okkur hinum? Er honum sjónvarpað í USA dögum áður en við fáum að sjá og var ekki búið að segja að þetta væri í beinni? Ef ekki, hvers vegna er þetta ekki á öðrum tíma?
Ég botna bara ekkert í þessu öllu en þið sérfræðingar ættuð að geta upplýst mína tæplegu sextugu sál, sem nota bene er utan áhorfendahópsins. Vaki ég þó og kýs eins og vitlaus manneskja úr síma fyrirtækisins. Já svo vaki ég grútsyfjuð og haldiði að ég hafi ekki verið með stillt á + ogmissti af Magna fyrir vikið. Verð að bíða til að heyra í honum. En getið þið sett hér inn slóð beint þar sem ég get kosið á netinu?
Takk fyrir fróðlegt blogg Pálína sem heldur mér þokkalega upplýstri og samræðuhæfri í vinnunni
Vala
Vala (IP-tala skráð) 30.8.2006 kl. 01:49
Sæl Vala og velkomin :) Þátturinn var tekinn upp á sunnudaginn og það er búið að fjalla mikið um hann á netinu af þeim sem voru á staðnum. Þannig hef ég fengiði upplýsingar. Raunveruleikaþátturinn er alltaf aðgengilegur á mánudögum og ég var búin að horfa á hann.
Þetta með beinu útsendinguna. Þættinum er sjónvarpað á sama tíma hér og í USA þess vegna er hann á þessum tíma.
Takk fyrir hlý orð.
slóðin er rockstar.msn.com þar velurðu vote og að sjálfsögðu Magna þú þarft síðan að slá inn 8 tölum/bókstöfum
gangi þér vel að kjósa. Sambandið hefur verið erfitt
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 30.8.2006 kl. 02:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.