Leita í fréttum mbl.is

Nú eru keppendurnir orðnir svo jafnir í Rock Star að

það verður sífellt erfiðara að velja á milli. Mér fannst Topy og Ryan standa upp úr í kvöld, ef til vill var það action jaction, en þau stóðu sig öll vel. Ég segi nú eins og SN nú bíð ég eftir þessu EXTRA SPECIAL, því sem ég get aldrei gleymt ;)

Patrice - Beautiful Thing - Original song
Dave sagði að framlagið hennar væri líkt og framlag Zayru, myndi njóta sín betur sem sólóisti. Hún lendir nokkuð örugglega í botn þrem og líklega verður hún send heim.


Magni - Smells Like Teen Spirit - Nirvana

Þetta var flott hjá honum og athugasemd TLee um gítarinn var ekki svona mikið mál eins og kom fram hjá þeim sem tjáðu sig á Rockband. Þegar hann sagðist vilja sjá hann brjóta eitthvað þá spurði Magni hvort hann mætti gera það næst.

Ryan - Back of your Car - Original song

Hann var rosa góður,bæði lagið flutningurinn , salurinn tók vel undir og SN voru ánægðir með hann. Ég gat ekki betur séð en að þeim fyndist hann passa fyrir SN?

Storm - Cryin'Aerosmith

Vantar þetta extra special sagði Gilby en að öðru leyti allt vel frambærilegt hjá henni. Mér fannst hún gera þetta vel. Hún getur sungið hvað sem er það er ekki hægt að segja annað.

Dilana - Every Breath You Take - the Police

Ég var ekki að fíla þetta en þetta er jú eitt af uppáhaldslögunum mínum
Toby - Layla - Eric Clapton

Mér fannst Toby rosa flottur í þesu. Sn voru líka mjög ánægðir hann sérstaklega sviðsframkomuna

Lukas - All These Things That I've Done The Killer

Var allt í lagi en stóð ekki upp úr. Þeir virtust þó ánægðir

Í botn þremur voru Storm, Patrice og Toby 

    Mér finnst alltaf gaman að lesa og SKOÐA síðu Fíkilsins, þar eru komnar nýjar myndir tengdar keppninni.

Þá er bara að kjósa og kjósa og svo má maður alls ekki gleyma að KJÓSA!!!!!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Það verður forvitnilegt að sjá hverjir verða endanlega á botninum. Ég vona að margir geti kosið og helst að þeir geti líka kosið mikið ekki veitir Magna af.

Ég yrði svo sem ekkert hissa þó að hann endi á botninum bara vegna þess að sumir keppendurnir eru með þvílíka fjöldann af aðdáendum sem ætla sér að halda sínum keppanda frá botninum. Þar trjóna þau hæst Dilana og Lúkas.

En rosalega væri nú gaman að hafa rangt fyrir sér og þó, botninn gefur jú auka tækifæri á flutningi og þá gæti Magni e.t.v. smashað einn gítar eða svo ;)

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 23.8.2006 kl. 03:46

2 Smámynd: Sigrún Sæmundsdóttir

Ryan og Toby voru flottir, og auðvita Magni, flott hjá honum miða við að hann er enn með flensuna. Dilana og Lukas eru bæði að dala hjá mér. Þessar sviðshreifingar hjá Lukas er hálf fáránlegar, en þetta er víst flott er sagt. Dilana er orðin þreitt, ekki eins góð og hún var. Ætli að P fari heim ásamt Storm ?????? Það er að heyra að það þurfi að senda 2 heim í einu, svo að það hlítur að verða núna eða eftir viku.

Sigrún Sæmundsdóttir, 23.8.2006 kl. 03:46

3 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Ég vil líka minna á að á rockstar.msn.is er hægt að kjósa hvaða lag af fjórum keppandi á að flytja, mig minnir að það hafi verið fyrir botn 3 eða var það annars encore? Ég ætla að fara að sofa núna búin að kjósa Magna (sinnum 50)tékka á hinu á morgun.

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 23.8.2006 kl. 03:48

4 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Úff heldurðu að tveir verði sendir heim??????

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 23.8.2006 kl. 03:49

5 Smámynd: Ester Júlía

Ekki ótrúlegt að tveir verði sendir heim þar sem nú er búið að flýta þættinum um tvær vikur. Ef ekki fara tveir núna, þá næst. Jæja en ég er alla vega búin að kjósa Magna 30x;).

Ester Júlía, 23.8.2006 kl. 06:42

6 Smámynd: Birgitta

Einhver spurði Dave Navarro að því (á blogginu hans) hvort það þyrfti ekki að senda 2 heim í einhverjum þætti en hann svaraði að líklega yrðu þau 3 eða 4 í lokaþættinum!

B

Birgitta, 23.8.2006 kl. 08:28

7 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Gott hjá þér Ester ;)

Birgitta mig minnir einmitt að ég hafi lesið það einhversstaðar að ekki væri líklegt að tveir færu heim núna en það væri þó aldrei að vita. Þau sem eftir eru standa sig nokkuð jafnvel þegar á heildina er litið. Lúkas og Dilana eru meira fyrir augað en Magni en mér finnst hann tvímælalaust langhæfileika ríkasti söngvarinn.

Það er því úr vöndu að ráða fyrir SN hvað á að hafa forgang.

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 23.8.2006 kl. 08:43

8 identicon

Ég vona að fólk hafi kosið Magna þó að þættinum hafi seinkað. Ég hef ekki kosið á netinu en eitthvað hef ég heyrt af því að fólk hafi ekki getað kosið í morgun. Getur einhver sagt mér hvernig ég á að kjósa á netinu. Og ég spyr eins og fávís kona, kostar eitthvað að kjósa á netinu.
En það er ekki spurning Magni er lang, lang bestur.
Inga Dóra

Inga Dóra Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 23.8.2006 kl. 11:46

9 Smámynd: Sigrún Sæmundsdóttir

Það kostar ekkert. Ferð inn á rockstar.msn.com Ferð inn á VOTE sem er til hægri, þar geturðu fengið uppl. En þegar keppni er búin þá kemur upp á síðunni vote open og þar ferðu inná og klikkar á Magna, þar kemur upp gluggi, þú þarft að skrifa niður kóða sem eru nokkrir stafir og tölur, þá á senda .

Sigrún Sæmundsdóttir, 23.8.2006 kl. 13:02

10 identicon

Takk fyrir upplýsingarnar. Verð tilbúin að kjósa í næstu viku. Ég á reyndar eftir að horfa á þáttin í heild í kvöld en hef enga trú á að hann detti út í kvöld. Mér finnst komin tími á P-ið að detta út í kvöld.

Inga Dóra (IP-tala skráð) 23.8.2006 kl. 14:07

11 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Frábært að heyra. Ég er sammála þér með P-ið. Þó að hún sé með góða söngrödd þá er hún einhvernvegin alltaf eins. Sigrún er ómetanleg hjálparhönd, takk Sigrún :)

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 23.8.2006 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband