Leita í fréttum mbl.is

Áhrif tónanna smugu inn í sál mína þegar Magni söng Creep

Nú er þetta búið að snúast við. Elimination þátturinn skemmtilegri en keppnisþátturinn. Í gærkvöldi horfði ég ekki á raunveruleika þáttinn (var reyndar búin að berja hann augum á netinu) og var að vinna í gærkvöldi og kom ekki heim fyrr en rétt fyrir 23:00.

Ég hefði getað hroft á skjar 1+ en hafði ekki áhuga. Mér fannst mörg laganna frekar leiðinleg í þessari viku;). Þetta var auðvitað skrítið en svo settist ég tímanlega fyrir framan kassan til að horfa á Elimination þáttinn.

Ég henti inn smá bloggi í nótt sem er færslan hér á undan. Það sem ég hef verið að velta fyrir mér eru atkvæðin sem Magni er að fá. ég var farin að óttast það að þetta gæti komið fyrir. Núna hafa þau öll lent í botn 3 nema Dilana og Lúkas.

Dilana og Lúkas eru með stærsta aðdáenda hópinn og það er nokkuð pottþétt að þau lenda aldrei í botn 3. það verður gaman að fylgjast með því. Magni sýndi svo um munar hvað hann getur. Ég var djúpt snortin að hlusta og horfa hann. Ég gleymdi stund og stað og áhrif tónanna smugu inn í sál mína, hjartað barðist í brjósti mér......

En ég var fain að hafa áhyggjur af því að þrátt fyrir þa´miklu hæfileika sem Magni hefur þá er hann ekki mjög þekktur fyrir utan þá auglýsingu sem þættirnir hafa veitt honum. Varla duga þeir Íslendingar sem vaka til að kjósa hann? Þeim fer líka áreiðanlega fækkandi þar sem þátturinn er sýndur svo seint og það er erfitt að fara að vinna eftir 4 tíma svefn.

Það má því búast við að Magni eigi eftir að verma botn 3 í næstu þáttum annað hvort þangað til hann vinnur eða þangað til SN ákveður að senda hann heim. Hann mun því líklega gefa allt í þá þætti sem eftir eru og fá enn meiri auglýsingu en áður.

Það er ekki slæmt að lenda í botn 3 þegar þú ert kominn svona langt. Málið er að þú færð að syngja tvisvar í vikunni og því er sjónvarpað til milljóna  manna. Nú er um að gera að gera sitt besta og fá sætan sigur í laun sama klukkan sá sigur .... í næstu viku eða 13.sept ;) 

viðbót

Ef að þú ert tengdur Magna eða fjölskyldu hans kíktu þá á þetta 


mbl.is Magni meðal þeirra sem fæst atkvæði fengu en heldur áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég átti erfitt með að horfa á þetta í gær, gat ekki trúað því að Magni væri í 3 neðstu en ég lifi alveg á því sem Jason sagði við Magna, "you are so far away from going home"! Ég róaðist ágætlega við þetta, er að vísu alveg búin að ákveða að vaka í næstu kosningu og kjósa á fullu. Tók einhver eftir "handleggsskrautinu" sem Brooke Burke var með? Það var líklega svona "svitaband" með íslenska fánanum (´´,) Hún er kannski leyndur aðdáandi Magna, ekki skrýtið.
By the way, flott síða hjá þér, heimsæki þig á hverjum degi

Steina (IP-tala skráð) 17.8.2006 kl. 08:17

2 Smámynd: Árný Sesselja

Mar verður að viðurkenna það að mar fékk smá sjokk að heyra hann kallaðann niður í 3 neðstu. EN hann er að gera mjög góða hluti og trúum þessum orðum "you are so far away from going home" Spennandi að sjá næstu viku :o)

Árný Sesselja, 17.8.2006 kl. 09:48

3 Smámynd: Sigrún Sæmundsdóttir

Þegar ég sá á spjalli LAXGUY að Creep yrði tekin og vangavelturnar um hver það yrði, þá fór að fara um mann.En það sem Magni gerði í gærkvöld, sýndi og sannaði hvað hann er mikill listamaður, sviðsframkoma var frábær og alveg ótrúleg túlkun. Sáuð þið hvað Dilana táraðist??´Miðað við það sem er í gangi á spjalli þarna úti þá verður Magni ekki í 3 neðstu næst, því að hann eignaðist marga aðdáendur í nótt, og mikið spjallað um að þetta komi ekki fyrir aftur. En ég komst ekki í tölvu til að kjósa eitt kvöldið og sendi sms á 1900 en fékk í 2 klukkutíma að það næðist ekki samband, svo að það þarf að skoða það. kveðja Sigrún

Sigrún Sæmundsdóttir, 17.8.2006 kl. 09:50

4 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Steina fyrir hlý orð í garð síðunnar. Það er auðvitað enn skemmtilegra að skrifa þegar svona er sagt við mann hahahaha.

Vonandi að ég drekki nú fólki ekki í texta ;)

Ég tók ekki eftir þessu hjá Brooke takk fyrir að benda á það. Ég ætla að horfa á þetta allt aftur á laugardaginn og þá mun ég fylgjast með þessu. Einhver var líka að tala um að allir keppendur hefðu staðið upp þegar SN og Dilana fluttu original lagið (ömurlega ) nema Lúkas. Ég missti líka af því. Aðrir töluðu um svipinn á Lúkasi og Magna mig minnir einum enn af strákunum eins og þeir væru bara ekki að ná þvi hvað SN væri að fara með slíku lagi og vildu bara æstir komast heim. Ég missti að sjálfsögðu líka af þessu. Nú svo má ekki gleyma tárinu sem nokkrir tóku eftir á hvermi Lúkasar þegar Magni söng Creep ... Neibb ég sá það ekki heldur.

Þannig að þó að ég sé komin með Dúmbó eyru, augu eins og hundarnir í Eldfærunum þá dugar það ekki þannig að núna ætla ég að uppfæra athygli mína. Vonandi verður hún HUGE ;)

Ég man þetta ekki með Storm Sonja Dögg. Við vorum að ræða þetta í nótt og þá fannst okkur allir hafa lent þar nema Lúkas og Dilana.

Sammála þér Árný ég fékk líka smásjokk.

Sigrún ég var að lesa umræðurnar á rockband í morgun og já það er greinilegt að aðdáendum hefur fjölgað.

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 17.8.2006 kl. 10:20

5 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Takk Steina fyrir hlý orð í garð síðunnarminnar :) Það er auðvitað enn skemmtilegra að skrifa þegar svona er sagt við mann hahahaha.

Vonandi að ég drekki nú fólki ekki í texta ;)

Ég tók ekki eftir þessu hjá Brooke takk fyrir að benda á það. Ég ætla að horfa á þetta allt aftur á laugardaginn og þá mun ég fylgjast með þessu. Einhver var líka að tala um að allir keppendur hefðu staðið upp þegar SN og Dilana fluttu original lagið (ömurlega ) nema Lúkas. Ég missti líka af því. Aðrir töluðu um svipinn á Lúkasi og Magna mig minnir einum enn af strákunum eins og þeir væru bara ekki að ná þvi hvað SN væri að fara með slíku lagi og vildu bara æstir komast heim. Ég missti að sjálfsögðu líka af þessu. Nú svo má ekki gleyma tárinu sem nokkrir tóku eftir á hvarmi Lúkasar þegar Magni söng Creep ... Neibb ég sá það ekki heldur.

Þannig að þó að ég sé komin með Dúmbó eyru, augu eins og hundarnir í Eldfærunum þá dugar það ekki þannig að núna ætla ég að uppfæra athygli mína. Vonandi verður hún HUGE ;)

Ég man þetta ekki með Storm Sonja Dögg. Við vorum að ræða þetta í nótt og þá fannst okkur allir hafa lent þar nema Lúkas og Dilana.

Sammála þér Árný ég fékk líka smásjokk.

Sigrún ég var að lesa umræðurnar á rockband í morgun og já það er greinilegt að aðdáendum hefur fjölgað.

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 17.8.2006 kl. 10:20

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 17.8.2006 kl. 10:23

6 identicon

Já Pálína. það er greinilegt að við erum svo uppteknar að Magna að við missum að mörgu. Ég var að horfa á þetta aftur áðan. Brooke er með á hægri hendi stóra leðuról með íslenska fánanum og líklega skjaldarmerkinu. Lúkas stendur upp og klappar er Magni gengur upp á sviðið, en hann stríkur bara vinstri handlegg eftir söngin hjá Magna, klappar ekki þá, hann stendur við hliðina á Dilönu og það er greinilegt að honum er brugðið. Ég tók ekki eftir þessu í nótt ha ha, en þetta er áberandi þegar þetta er skoðað, ég tók bara eftir Dilönu þurka tárin. En húsbandið og Magni hafa greinilega tekið þetta lag áður því að það var svo flott hjá þeim, alveg geðveikt. Sigrún

Sigrún (IP-tala skráð) 17.8.2006 kl. 13:28

7 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Hahahahahaha við erum nú meiri rokk gellurnar ;) ég þarf heldur betur að horfa á þessi mikilvægu ;) atriði á laugardaginn

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 17.8.2006 kl. 15:02

8 identicon

Var að senda spoler til dóttur minnar svo að hún gæti séð Creep með Magna og hún lét mig vita að viðhengi við hann væru allar 7 vikurnar og hún fékk video þar sem sést er kærasta Ryans kemur, og miklu meira en ég hef fundið ha ha. Og ég sem hélt að ég væri góð í þessu. Sigrún

Sigrún (IP-tala skráð) 17.8.2006 kl. 17:59

9 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Sigrún hvar náði hún í það?

Ég veit ekki til þess að hægt sé að nálgast þáttinn í heild en eitthvað af honum kemur inn á rockstar.msn.com svo verður þett allt endursýnt á laugardaginn og þá ætla ég að horfa AFTUR

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 17.8.2006 kl. 18:19

10 identicon

Ég fór inn á rockstar.msn.com, þar inn á watch episodes, þar fór ég inn á latest performance hjá Magna (það kemur upp er örin fer á Magna) þar kom upp video msn og ég inn á e-mail this og sendi á e-mailið hennar. Hún fékk þá síðu senda sem allar vikurnar 7 eru inni og þar er víst allt sem hefur komið og meira til. kveðja Sigrún

Sigrún (IP-tala skráð) 17.8.2006 kl. 18:40

11 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Takk Sigrún þetta eru aldeilis fínar upplýsingar fyrir þá sem vilja horfa á þetta :)

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 17.8.2006 kl. 19:01

12 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Þátturinn frá því í gær er endursýndur á skjá einum í kvöld klukkan 21:30 og á skjár1+ klukkutíma síðar :) Svo er auðvitað heildarendursýning á allri vikunni, raunveruleikaþættinum, keppniskvöldinu og elimination allt í einum pakka einhvern tíman um miðjan daginn.

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 17.8.2006 kl. 21:06

13 Smámynd: Björn Sighvatsson

Er það bara ég, eða er Lukas einn sá leiðinlegasti? Fyrir utan auðvitað Magna, þá væri Dilana sú eina sem ég myndi borga mig inn á tónleika til að sjá.

Björn Sighvatsson, 17.8.2006 kl. 22:47

14 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Það er margir fleiri sem fíla ekki Lúkas og þá sérstaklega fans Dilönu. En Lúkas og Dilana virðast eiga stærsta aðdáendahópinn.

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 18.8.2006 kl. 07:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband