Leita í fréttum mbl.is

Skiptar skoðanir um Magna

Mér fannst Magni skila Starman betur heldur en Bowie sjálfur. Það var gott að hlusta á hann og ég er svo sammála Supernova um raddflutning lagsins. Magni ræður vel við öll þau lög sem hann hefur spreytt sig á.

Nú fer að skipta máli að allir sem vettlingi geta valdið kjósi og kjósi. Ég hef nú reyndar efast af og til um það hvort að atkvæði kjósenda séu yfir höfðu notuð. Það er auðvitað ósanngjarnt að láta okkur halda það ef svo er ekki, en hvergi er hægt að sjá dreifingu atkvæða. Hvað eru Lúkas og Dilana t.d. að fá mörg % atkvæðanna?

Ef að fans ráða mestu um það hverjir lenda í botn þremur þá lenda þau aldrei þar, alveg sama hvað þau gera af sér. Fans eru líklegri en allir aðrir til þess að fyrirgefa goðinu sínu þegar það gerir mistök. Þetta kom greinilega í ljós þegar Lúkas grillaði textann fyrir tveimur vikum síðan :)

Ég var að lesa í morgum almennar skoðanir fólks sem tjáir sig á rockband.com. Skoðanir eru skiptar eins og gengur og gerist en það sem er athyglisvert er að fólk er samt nokkuð samstíga í því hvað er gott og hvað er ekki gott.

Mikill meirihluti rómar sönginn en þeir sem eru ekki sáttir eru að tala um að hann sé ósýnilegur á sviðinu, og fataval sé vandamál. Sem sagt hreyfingarnar og fatavalið er það sem fólk er ekki sátt við. Ég get auðveldlega séð hann í topp þremur en Dilana og Lukas hafa það sem hann vantar, þó að hann sé tvímælaalust með bestu röddina af þeim öllum og sá eini sem hefur gott vald á henni. Honum gengur líka vel að túlka tilfinningalega þætti ljóðanna, það sést í andliti hans og augum þegar hann syngur. Eitthvað annað en flutningurinn hjá Patrice "Messages in aBottle" þar sem hún var skælbrosandi syngjandi texka sem ekki er nú beint  happy happy joy joy!

Ég lagði  mig fram við að rifja upp í huganum þá þætti sem búnir eru og reyna að muna sviðsframkomu og klæðnað :) Það eina sem ég mundi eftir voru ákveðin Bubba spor, ég vildi að ég ætti töfrastrokleður og gæti strokað þau út hahahahaha en annað var það ekki. Ég er sammála því að ef hann gæti breytt einhverju þarna þá myndi hann vinna á. Eitthvað kool þarf að að vera eftirminnalegt í framkomunni.

Magni þarf ekki fatnað til að vekja athygli á söngnum sínum. Söngurinn hans selur sig sjálfur. Ég fíla það. það er hins vegar alltaf gaman af sérstökum performance. Svona eins og séreinkenni listmálarans sem þú finnur í hverri mynd.

Hvað gæti Magni gert?

 


mbl.is Magna hrósað fyrir Starman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Örn

Hann getur haldið áfram að syngja eins og engill! Þetta svið býður ekki uppá einhverja kappleiki og flest uppgerð move eru bara bjánaleg. Alltof oft hafa keppendur í þessum þætti gert sig seka um tilgerðalegar æfingar sem eingöngu eru framkvæmdar til að skora stig ("... but I headbanged and everything").

Gunnar Örn, 16.8.2006 kl. 13:31

2 identicon

Hann var flottur í nótt í hvítu jakkafötum. Dilana er alltaf flott, en Lukas, hann syngur vel og er að bæta sig, en klæðnaður og framkoma, ekki alveg að kaupa mig þar. Það sést á blogginu að Dilana og Lukas fá flest comment og svo er Ryan að sækja á Magna þar. Z fær ansi mörg og þar er það ást eða hatur. Ætli Magni sé ekki komin í þá stöðu nú að hugsa,,, Í hvern ans..... hef ég komið mér í,,,,,. Honum hefur ekki komið til hugar er hann var að tala við þau í þættinum 6-7 að hann ætti eftir að standa uppi 1 af 8, því að í upphafi voru prófaðir eitthvað um 28 þús???? En það er ekki smá auglýsing sem hann er búin að fá þarna. Alveg saman hvernig þetta fer, hann er alltaf sigurvegari. Ég er líka mikið að pæla í þessum atkvæðum kveðja Sigrún

Sigrún (IP-tala skráð) 16.8.2006 kl. 14:33

3 Smámynd: Birna M

Sammála, í raun þarf hann ekki að komast lengra. Ljóst að hann fer ekki heim í kvöld, svo einn af sex bestu væri bara flott.

Birna M, 16.8.2006 kl. 19:02

4 identicon

Það eru miklar vangaveltur um 3 neðstu. Ég sá að það er 3 lög sem eru flutt og mikið pælt því að það er víst breiting frá því í nótt
The songs performed by the bottom 3 were:
Razorblade - Blue October
Celebrity Skin - Hole
Creep - Radiohead
Það er mikið pælt í hver tekur Creep????? Nú er ég orðin SPRNNT. Þetta fann ég inn á
http://www.rockband.com/forum/topic.asp?topic_id=3731
kveðja Sigrún


Sigrún (IP-tala skráð) 16.8.2006 kl. 20:23

5 Smámynd: Ester Júlía

Var að klára að horfa á þáttinn ( sá flutninginn ekki í gær) og mér fannst Dilana standa upp úr í þessum þætti, vona að hún fái uppklappið. Patrice fannst mér hinsvegar koma verst út.

Dilana var geggjuð, ég fékk gæsahúð (eins og T.Lee) sem hvarf ekki eftir að hún hætti að syngja:)

Patrice var engan veginn að gera sig, hélt ekki athygli minni og var bara "leiðinleg". Ég er búin að fá leið á henni, en hún hefur svo sem aldrei heillað mig.

Storm fór algjörlega með lagið sem hún flutti, þetta var forljótur tilgerðarlegur flutningur, en ég vona að Storm fái tækifæri því hún er með rosagóða og sterka rödd.

Zayra..jú lagið var fallegt og flutningurinn líka en ég fékk samt smá svona "söngvakeppnisfíling" við að hlusta á hana syngja lagið. Passaði eitthvað svo illa inn í þáttinn.

Magni ..já Magni stendur sig! Hann flýtur alltaf ofan á, er eins og þeyttur rjómi sem virðist aldrei klikka. "Starman" var virkilega flott flutt af honum, fannst það meira fyrir minn smekk í hans útsetningu en Bowies.

Lukas..alltaf gaman að horfa á Lukas! Er alveg að fíla hann og röddina hans. Flott hjá honum.

Tákk enn og aftur Pálína fyrir þín frábæru blogg.

Kveðja Ester

Ester Júlía, 16.8.2006 kl. 23:31

6 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

ð er ekkert smá gaman að koma að tölvunni sinni og þar bíða mín þessi skemmtilegu innlegg ykkar :) Ég fæ nú bara gæsahúð eins og sumir hahahaha.

Ég er búin að vera að vinna í allt kvöld og er að setja mig í stellingar fyrir þáttinn.

Ég er svo sammála þér Ester með Magna og Bowie. Takk fyrir hlýleg orð.

Sigrún mín þú ert nú meiri engillinn að senda mér þessar upplýsingar. Takk æðislega.

Ég hlakka til að heyra frá ykkur eftir showið eða á morgun :)

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 16.8.2006 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband