10.8.2006 | 00:22
Magni og Lúkas fengu endurflutning og Magni auðvitað enn inni
Lúkas var flottur í endurflutningi sínum á Creep. Ég held bara að þetta hafi verið betra hjá honum en frumflutningurinn, það er sko eitthvað annað en þegar Ryan fékk endurflutninginn síðast.
Magni flutti lagið með hljómsveitinn flott flott flott......
Þau sem komast í gegnum þennan þátt fara í kvöld (L A tíma) í einkaþotu til Las Vegas og okkar maður fer með!!!
Þau sem voru einhvern tímann á meðan á kosningu stóð í botn þremur voru
Jill
Zayra
Patrice
Josh
Ryan
Botn þrír innihélt Jill, Josh og Ryan
En hver þeirra fer heim? Ég hendi því hér inn í færsluna á eftir.
Ok Ryan stóð sig vel og sama má segja um Jill (því miður) en Josh ég mun sjá eftir honum þó að ég viti að hann passar engan vegin við grúppuna. Mér finnst þátturinn samt hafa meiri breidd sem skemmtiþáttur ef Jill hefði farið....en er það sanngjarnt?
Það endaði þannig að Jill og Josh fóru hvorugt til Las Vegas heldur beint heim.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Tónlist, Bækur, Sjónvarp, Ljóð, Vefurinn | Breytt 13.8.2006 kl. 11:15 | Facebook
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Athugasemdir
Sæl. Ég er viss um að þeir senda Jill heim. kveðja Sigrún
sigrún (IP-tala skráð) 10.8.2006 kl. 00:44
Ekki átti ég von á að Josh færi líka, þá fer nú heldur betur að hitna þarna. En Magni var frábær í kvöld og það sást greinilega að húsbandinu líkar við hann, en ég bjóst frekar við að Dilana eða Storm færu upp með Lukasi. En þetta er alveg frábært hvað Magni er að gera. kveðja Sigrún
sigrún (IP-tala skráð) 10.8.2006 kl. 01:00
Sammála þér Sigrún þetta kom mér líka á óvænt. Allir auðvitað orðnir þreyttir á Jill og þrátt fyrir að hafa farið vel bæði með lagið í keppninni og það sem hún tók áðan þá er hún svo oft búin að klúðra þessu.
Fólk er á fullu að kjósa Zayru til að halda henni inni. Ég hef séð það á spjallborðunum. En það fer að hitna í kolunum rétt er það.
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 10.8.2006 kl. 01:09
Vá hvað ég var stolt af honum Magna þegar ég horfði á hann syngja í gær! Hef verið að "teygja lopann" sá ekki flutninginn fyrr en í gærkvöldi í endursýningunni. Hann var gjörsamlega frábær í flutningi sínum. Kom mér alls ekki á óvart að hann væri svo beðin um að flytja lagið aftur. Og ekki var flutningurinn síðri með húsbandinu. Þvílíkur kraftur í Magna!
Og úff hvað ég er fegin að Jill hafi verið send heim. Hún fór eitthvað svo í taugarnar á mér og mér leið alltaf svo í illa þegar hún var að syngja.
Josh er góður söngvari en frekar litlaus og hefði ekki hentað í "Supernova" að mínu mati.
En það kom mér á óvart að hann skyldi líka verið sendur heim. En nú er komin alvara í leikinn, hlakka til næsta þáttar :)
Ester Júlía, 10.8.2006 kl. 06:53
Veit einhver hvar ég get séð þáttinn í gærkveldi?
Náði ekki að vaka, er með lítil börn og gat ekki haldið mér vakandi eins og ég hef gert undanfarnar vikur, mjög svekkt...snökt... Veit að þetta verður sýnt í kvöld en get bara ekki beðið.
Anna (IP-tala skráð) 10.8.2006 kl. 11:41
Já við megum sko vera stolt af Magna þetta var ótrúlega flott hjá honum. Ester varstu búin að hlusta á Josh flytja frumsamda ljóðið við Supernova lagið? Það er hægt að hlusta á öll lögin í fullri lengd á síðu rockstar.msn.com Mér finnst Josh frábær þar sannarlega það allra besta sem heyrst hefur til hans. Mér fannst Patrice og Magni líka góð en ekkert var sýnt af þeim í reality þættinum
Anna þú getur farið inn á youtube.com og slegið inn rock star supernova þar er slatti af lögunum kominn inn en þátturinn er ekki þar í heild sinni. Veit ekki til þess að hann sé kominn á netið.
Það er gaman að sjá flutning Magna þegar hann er einn og svo þegar hann syngur lagið með hljómsterka sveit manna á bak við sig. Auðvitað á maður að vita þetta en..... það kom mér á óvart!
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 10.8.2006 kl. 12:36
Hæ Pálína, nei ég var einmitt ekki búin að hlusta á Josh flytja frumsamda ljóðið sitt, ætla að gefa mér tíma ( í kvöld jafnvel) og hlusta á öll lögin. En var Josh svona rosalega góður þar? hmm...þetta verð ég að heyra/sjá. Takk fyrir þetta ;)
Ester Júlía, 10.8.2006 kl. 13:21
Fóru tveir heim í gærkvöldi? Ég fór að sofa þegar ég sá að Magni væri inni
Margrét R. Jóhannsd (IP-tala skráð) 10.8.2006 kl. 14:16
Fóru tveir heim í gærkvöldi? Ég fór að sofa þegar ég sá að Magni væri inni
Margrét R. Jóhannsd (IP-tala skráð) 10.8.2006 kl. 14:16
Já.. öss þetta var svo skemmtileg vika vá!
Lukas fékk loksins encoreið.. það var mikið hehe :P
Mér fannst magni ekki eins góður í gær og hann var þegar hann söng einn, enda var fyrri flutningurinn fullkominn! það var nú samt voða mikill kraftur í honum.
Frekar hefði ég nú viljað sjá Jill fara eina heim heldur en að Josh færi líka, en auðvitað er alveg pott þétt að hann hefði farið heim sennilega í næstu 2-3 vikum svo kannski breytti þetta ekki svo miklu?
Eins og þið eruð búin að tala um.. verulega farið að hitna í kolonum sko, vá ég get ekki beðið eftir næsta þætti! alltof langt í hann :(
Fíkillinn (IP-tala skráð) 10.8.2006 kl. 15:00
Mér fannst einhvernveginn á þeim að eftirleiðis yrðu tveir sendir heim í einu.
BiddaM (IP-tala skráð) 11.8.2006 kl. 20:52
Ég er sammála Fíklinum að það hefði verið næs að hafa Josh aðeins lengur. Ég er búin að hlusta margoft á fumsamda ljóðið hans á síðunni þinni;)
BiddaM ég skildi þetta líka svona en einhver var að segja mér að síðasti þátturinn yrði 20 sept þannig að ef til vill fara tveir heim einu sinni til tvisvar enn? Ég hef hvergi séð hversu lengi kjósendur fá að hafa áhrif. Lúkas og Dilana eru örugg inni þar til að sú kosning dettur út. Ef einhver sem les þetta fréttir eitthvað af því eða veit um þetta þá þætti mér vænt um að fá línu hingað til mín PLEASE :)
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 11.8.2006 kl. 23:43
halló missti af fyrstu tveim þáttumun -of þykir það mjög miður getur einhveer hjálpað mér????BB
Berglind Berghreinsdóttir (IP-tala skráð) 12.8.2006 kl. 21:47
Takk fyrir ... mig langar svo að heyra fyrstu lögin úr þáttunum -og gaman væri að fá að heyra athugasemdirnar....
Berglind Berghreinsdóttir (IP-tala skráð) 12.8.2006 kl. 21:49
Ég hef tekið þetta upp á fyrir dætur mínar sem eru þar sem skár1 næst ekki, þannig að þetta er allt til. Var að lesa viðtal við Magna í Vikuni, þar segir hann að Josh sé sá hæfileikaríkasti tónlistamaður sem hann hafi hitt. kveðja Sigrún
sigrún (IP-tala skráð) 12.8.2006 kl. 23:02
Sæl Berglind þú getur farið á rockstar.msn.com þar finnurðu línk á episodes og getur horft á þetta allt saman. Ég lenti í vandræðum firefox vafrann en explorer virkar fínt hjá mér.
Hæ Sigrún, ég er ekki hissa á því sem Magni segir. Málið er að ég held að Josh eigi erfiðara með að syngja lög annarra heldru en það sem hann gerir sjálfur.
Ég er búin að hlusta mörgum sinnum á frumsamda ljóðið hans við supernova laginu (hægt að nálgast lög allra á rockstar.msn.com) en síða fíkilsins http://blog.central.is/addict/?page=components&id=268366&y=2006&m=8&d=9
er líka með það ( skemmtileg lifandi síða RockStar fans)
Mér finnst lagið hans Josh svo langsamlega best og hann er ekkert líkur því sem hann var á sviðinu í keppninni. Ég er bara EKKI að fattaða af hverju ekki var sýnt úr þessu lagi!!!
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 13.8.2006 kl. 11:14
halló...veit einhver hvernig þriðjudagurinn verður...-er óþolinmóð,.
Get ég nálgast /eða fengið kóparað fyrstu tvær vikurnar???
ég hef bara getað sér þá sem detta út ekki hina né commentin sem þau fá,.,...
Berglind Berghreinsdóttir (IP-tala skráð) 13.8.2006 kl. 18:37
Ekkert komið í ljós með þriðjudaginn Berglind, en ég er að vona að ég fái fréttir af því á morgun. ég var þó búin að heyra af því að einn þátttakenda myndi flytja frumsamið lag! Við verðum víst bara að anda rólega inn um aðra nösina og rólega út um hina grrrr... eða þannig :))))
Já þetta var víst einhver misskilningur í mér að þættirnir væru allir inni á síðu rockstar.msn.com en þú getur farið á youtube.com og leitað eftir rock star supernova, þá færðu upp öll lögin og í hvaða viku þau hafa verið flutt en því miðru þá er ekki um allan þáttinn að ræða heldur hvert lag fyrir sig.
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 13.8.2006 kl. 19:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.