Leita í fréttum mbl.is

Flutningur Magna tilbúinn til hlustunar ;)

 Ég vil minna á skoðanakönnunina "hver verður sendur heim"? Könnunin fer í loftið klukkan 02:00 í nótt og stendur til 23:59 annað kvöld. Það var mikil þátttaka í síðustu viku og vona ég að fólk hafi enn gaman af því að vera með.

Nú er flutningur keppenda á frumsömdum ljóðum og melódíum kominn á heimasvæði Rockstar.msn.com. "Snoopy" (takk Snoopy) sendi mér upplýsingar þess eðlis og ég dreif mig þangað í morgunkaffinu og hlustaði á flutning ALLRA!!!

Mér fannst Lúkas góður, sömuleiðis Toby og Josh kom verulega á óvart. Patrice og Magni og Storm voru líka góð. Dilana olli mér vonbrigðum, Zayra svona öðruvísi eins og hún alltaf er en Ryan og Jill voru hörmung. 

En endilega drífa sig hingað, velja original Lyrics og hlusta 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl.
Ég er sammála, Lúkas er mjög góður þarna. Josh er með fallega rödd, en á ekki heima þarna en gott hjá honum. Magni, Toby og Storm góð. Ég er ekki hrifin af því sem Dilana gerir en tek það fram að hún er æðislegur tónlistarmaður og hefur aldrei stigið feilspor í þáttunum. Jill fer oftast yfir strikið í því sem hún gerir, öskrin hjá henni eiðileggja meira fyrir henni en bæta.
OG ZAYRA ??? hörmung, hún fer í mínar fínustu, en. Kveðja Sigrún

Sigrún (IP-tala skráð) 8.8.2006 kl. 15:09

2 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Sæl Sigrún:)

Ég er svo sammála þér með Dilönu, hún hefur verið "no 1! hjá mér frá upphafi. Ég hef þó tekið eftir því að sumir söngvararnir hafa miklu betri raddir eða eru þjálfaðari í að beita þeim en Dilana. Dilana er mjög töff á sviði.

Hefurðu hlustað á hana án þess að horfa á hana á sama tíma?

Stundum langar mig til þess að geta ýtt á takka og núna í lögunum sem þau voru að semja textann og melódíuna við að geta cuttað hljómsveitina út :)

hahahaha ég er auðvitað STÓRSKRÍTIN!!!!!

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 8.8.2006 kl. 16:32

3 identicon

Sæl. HA ha nei ekki ertu það. Ég var að hugsa um það sama þegar ég var að hlusta. Sérstaklega hjá Z.Var að horfa á í dag hvernig að hún beitir tungu og munni, óskaði þess þá að ég gæti cuttað hljómsveitina út ha ha, hef grun um að hún geti ekki munað texta. Það er satt, Dilana er frábær á sviði, en 12 laga CD með henni er ekki á óskalista hjá mér, hún þarf að þjálfa röddina. Hún mætti gefa Magna smá sviðæfingu, sé það á spjalli að það er sett út á sviðsframkomu hans en röddin hans sé frábær eins og hún er í raun. Mig er farið að hlakka til í nótt. Kveðja Sigrún

Sigrún (IP-tala skráð) 8.8.2006 kl. 17:10

4 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Já hæ aftur Sigrún ég sé að við erum á sömu bylgjulengd:)

Magni hefur sannarlega flotta rödd mér fannst hann aðeins ofgera í flutningum á frumsamda ljóðinu (var að hlusta núna í 17:00 kaffinu ) haha

Mikið rétt hjá þér með sviðsframkomuna. Ef til vill lærir hann af Dilönu þeim virðist koma vel saman ;)

Ég er einmitt að hamast við að læra allt sem ég þarf að klára svo að ég geti nú leyft mér að horfa í nótt!!!!!

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 8.8.2006 kl. 17:30

5 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Ég má nú til með að bæta hér við, hefurðu tekið eftir svipbrigðunum á andlitum Jasons, Gilbys og Tommy Lees?

það er nú bara kapítuli út af fyrir sig og heilmikið hægt að raða í hann. Ég var einmitt að segja við fjölskyldu mína að ég vildi helst hafa 3 skipan skjá á keppnis kvöldi. Einn með keppanda, annað með dómurum og þann þirðja með samkeppendum!!!

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 8.8.2006 kl. 17:36

6 identicon

Sæl aftur. Já það er hægt að lesa mikið út úr svipbrigðum þeirra. Ég hef mikin tíma fyrir sjálfan mig núna þar sem ég er í veikindafríi og skoða því mikið netið. Var að skoða það sem Dilana hefur gefið út hér áður fyr. Ég er ekki góð á takka eða tölvu en set hér inn spoler og kanski kemstu inn á hann, þetta er eitt af því flottasta sem ég hef fundið
http://www.youtube.com/watch?v=ODc8bTMMTC0
kveðja Sigrún

sigrún (IP-tala skráð) 8.8.2006 kl. 17:49

7 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Æ þú ert æðislegt!!! mikið er ég heppin að þurfa ekki að leita (er búin að vera í námi í allt sumar. Bara frí frá 25/8 til 1/9) Vona að þér nýtist veikindafríið vel til þess að styrkja heilsuna. Takk, takk ég ætla að hlusta á Þetta og kem svo með komment ;)

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 8.8.2006 kl. 18:12

8 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Æ þú ert æðisleg!!! Mikið er ég heppin að þurfa ekki að leita (er búin að vera í námi í allt sumar. Bara frí frá 25/8 til 1/9) Vona að þér nýtist veikindafríið vel til þess að styrkja heilsuna. Takk, takk ég ætla að hlusta á Þetta og kem svo með komment ;)

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 8.8.2006 kl. 18:26

9 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Do You Now með Dilönu sýnir betur en öll lögin sem hún hefur sungið í Rock Star SN hvernig röddin hennar er. þarna heyrist ráma röddin í grunninn einskonar undirtónn en annars bara fínir tónar. Enn sem komið er hefur hún haldið rámu röddinni á lofti. það verður spennandi að sjá hvað hún gerir í nótt ;)

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 8.8.2006 kl. 18:33

10 Smámynd: Birna M

Dilana er MJÖG sérstök, hún er sú sem ég hef fílað best í þessum þáttum, Lucas vinnur á, Jill hefur verið að tapa mér svolítið og Zayra, hún má eiga það að hún kemur alltaf á óvart þú veist aldrei hvað hún gerir en það er alltaf "show". Og svipbrigði Supernova drengjanna, hafiði tekið eftir velþóknunarglottinu yfirleitt þegar Magni er á.

Birna M, 8.8.2006 kl. 19:54

11 identicon

Já Dilana er sérstök. Og það er stundum skondið að sjá svipbrigði þeirra Supernova, ha ha angistarsvip er þeim líkar ekki og svo hvernig þeir lifna við er þeim líkar. Já Zayra ha ha Ég hef grun um að hún verði ansi lengi þarna inni, því að þetta er jú söluvara þessi þáttur???? og hún kemur alltaf á óvart, hún er ekta skemmtikraftur.Kveðja sigrún

sigrún (IP-tala skráð) 8.8.2006 kl. 21:10

12 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Þetta á víst eftir að verða fanta góður þáttur! Góða skemmtun

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 9.8.2006 kl. 00:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 71775

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband