6.8.2006 | 18:18
Ætli það sé eitthvað að marka svona upplýsingar?
Ég man ekki eftir því að hafa áður lesið frétt um hvernig bensínverð muni þróast á næstu vikum :) Ekki veit ég hvort eitthvað er að marka slíkar "spár" en það er nú gaman að fylgjast með þessu.
Nú er bensínverð hér á Íslandi um 131 kr.líterinn og mun líklega haldast þar til 20. ágúst en þá mun koma hækkun. Best er því að kaupa ekki bensínið sitt frá 20. ágúst til 5 september þar sem að líklega sé verðið hærra á þeim tíma.
Ég velti nú samt fyrir mér hvort að óróinn í Miðausturlöndum muni ekki hafa áhrif. Íranar búnir að gefa yfirlýsingu um að þeir ætli ekki að hætta auðgun á úrani.
![]() |
Ekki líkur á að bensínverð breytist mikið í bráð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Lífstíll, Ferðalög | Facebook
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Athugasemdir
Við treystum bara á að Bandaríkjaþing setji aukinn drifkraft í vetnis- og metanbílarannsóknir! Þá missa helvítis múslimarnir í OPEC tangarhaldið á okkur (eða við á þeim? ;)
Anna Pála Sverrisdóttir, 6.8.2006 kl. 19:32
Anna Pála eitt aðalumræðuefni okkar hjóna hefur verið að hætta að nota bensín eða olíuknúna bíla, en so far þá eru rafmagnsbílarnir dýrir og óhentugir hér (vantar innstungur :))
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 6.8.2006 kl. 21:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.