3.8.2006 | 10:24
Þá er komið að niðurstöðu könnunarinnar
Magni lenti að sjálfsögðu ekki í botn þremur enda hafði hann fengið klassa dóma hjá Supernova fyrr flutning sinn á Coldplay´s Cloks. Ryan fékk endurflutninginn enda lvar þetta flott hjá honum:)
Þau sem á einhverjum tímapunkti lentu í botn þremur voru Jill, Zayra, Toby, Patrice og Dana.Þegar öll atkvæði voru talin voru eftir á botninum Jill(Heart´s Alone) sem hún tók glimrandi vel Supernova stóðu upp fyrir henni allir sem einn! Dana (Animal´s House of the rising sun) og Patrice sem tók Jeff Buckley´s Eternal Life. Dana var síðan send heim.
Það kom í ljós í þessum þætti að aðdáendahópurinn skiptir máli. Lukas tjáði sig um það að hann ætti skilið að lenda í botn þremur. Þegar komið var í ljós hverjir höfnuðu þar þá tók Dave undir þetta með Lukasi og sagði að hann hefði haft gott af því að standa á meðal þeirra sem væru í botn þreumr, en viti menn svo varð ekki.Þetta sýnir hve miklu það skiptir að eiga stóran aðdáendahóp.
Hver verður sendur heim í Rock Star Supernova í kvöld?
Þá er komið að niðustöðu kosninganna fyrir viku 5. Ég var ekki eins viss og síðast en vildi þó gjarnan losna við Jill þrátt fyrir að hún hafi mikla rödd. Eins og komið hefur fram þá var hún í botn þremur en tókst að bjarga sér.
þetta skrifaði ég fyrir viku síðan um Zayra
"Ahorfendur eru búnir að sýna það að þeir hafa ekki áhuga á Zayru!!! Supernova kemur hins vegar alltaf til með að ráða því hver FER! Einu áhrifin sem áhorfendur geta haft er að gefa Supernova ekki færi á að senda sinn rokkara heim með því að KJÓSA."
Nú fór það svo að margir vilja hafa hana inni svona til skemmtunar,sorglegt ef að stelpan gerir sér ekki grein fyrir því að það hefur ekkert með sönghæfileika hennar að gera sem eru frekar litlir. Áhorfendur kusu hana því frá botninum.
Það voru nærri 100 manns sem kusu hér á síðunni minni fyrir viku síðan en 145 tóku þatt í könnuninni í þetta sinn (takk fyrir öll sömul ;)) Þátttakan u.m.b. sjöfaldaðist frá viku þrjú til fjögur og nú var þátttökuaukningin tæp 45%. Það er því alveg pottþétt að ég mun setja inn könnun fyrir næstu viku á sama tíma að viku liðinni :)
Niðurstöðurnar voru þessar
Dana 9,0%, Dilana 4,1%, Jill 24,1%, Josh 6,9%, Lukas 4,8%, Magni 25,5%
Patrice 1,4%, Ryan 1,4%, Storm 2,8%, Toby 2,1% og Zayra 17,9%
145 höfðu svarað könnuninni :)
Lítum þá á niðurstöðurnar af Rockband.com
Poll Question: Who do you think is going home this week? | |||||
Results: | |||||
Dana | [5%] | 7 votes | |||
Dilana | [0%] | 0 votes | |||
Jill | [63%] | 91 votes | |||
Josh | [4%] | 6 votes | |||
Lukas | [1%] | 2 votes | |||
Magni | [0%] | 0 votes | |||
Patrice | [2%] | 3 votes | |||
Ryan | [1%] | 1 votes | |||
Storm | [0%] | 0 votes | |||
Toby | [0%] | 0 votes | |||
Zayra | [24%] | 34 votes | |||
|
Hvað er athyglisvert. Röðin í minni könnun er Magni Jill, Zayra, Dana og Josh í þessari röð. á síðu Rockband.com eru það Jill, Zayra, Dana, Josh og Patrice atkvæðafjöldinn var nánast jafn 145/144. Það sem er einkennilegt er að 25,5% töldu að Magni yrði sendur heim í minni könnun en enginn á Rockband.com.
Niðurstaða með Dönu og Josh er svipuð í báðum könnunum þ.e.a.s. fleirum þótti líklegt að Dana færi heim en Josh.
Takk öll fyrir að taka þátt og endilega veriði með aftur í næstu viku. Það væri auðvitað gaman að sjá hversu nösk við erum að átta okkur á vilja kjósenda í fyrsta lagi (hverjir lenda í botn þremur) og síðan á strategíu Supernova. Því þeir eiga jú síðasta orðið ;)
Mér fannst samt lélegt af Gilby að segja við Zayru að þeir vildu sjá hvort hún gæti verið söngkonan í grúppunni þeirra. Mér fannst það koma það vel fram að hún væri notuð sem skemmtiatriði. Enginn veit jú upp á hverju hún tekur næst!!!
Dave bað um mínútu til að ná áttum á flutningi hennar þegar kom að þeim að leggja dóm sinn fram og Tommi Lee bætti um betur og bað um sex mínútur. Í fyrsta sinn var því gert auglýsinga hlé eftir flutning lags áður en dómar voru látnir falla um það.
Var að lesa umfjöllun hjá "favorite" bloggara sem er með videoclips frá því í gær
Magni heldur áfram í Rock Star | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Vefurinn, Menning og listir, Sjónvarp, Bækur, Tónlist | Breytt s.d. kl. 12:54 | Facebook
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.