Leita í fréttum mbl.is

Keppnin í nótt sú lakasta þó að Magni, Storm og Ryan ....

hafi öll staðið sig vel. Ég veit ekki hvað veldur. Svaf auðvitað á þessu og þegar ég vaknaði í morgun samt enn drullusyfjuð og var að ræða við dóttur mína um þetta þá kom í ljós að ég var ekki ein um þessa skoðun. Ég hef komist að niðurstöðu fyrir mig:)

  •  Fá af lögunum sem flutt voru í gær voru í uppáhaldi hjá mér
  • Söngvararnir  alltaf að nálgast hvorn annan í gæðum (tveir hópar)
  • Ég þreyttari en venjulega eftir sólbað gærdagsins :)
  • Væntingastuðullinn of hár hjá mér

Smá úttekt á þvúi hvernig mér fannst þau standa sig.

Ryan var að gera það besta sem hann hefur gert só far. Skrítið ef hann fær ekki encore. Yndislegur flutningu hjá Storm, hún var að sýna alveg nýja hlið á sér. Magni stóð sig vel að vanda, hvorki betur eða verr. (yndislegt augnablik þegar Tommy Lee tilkynnti honum að það væri verið að fljúga með Eyrúnu og Marinó litla til hans)

Josh var fínn þó ég sjái ekki hvernig hann geti passað með Supernova, flutningur hans var því fyrir mig ekki hluti af keppninni. Ég dáist engu að síður að því að hann veit hvað hann vill og er fylginn sjálfum sér í því.

Patrice gerði þetta vel en einhvern veginn er flutningur hennar alltaf svo líkur, en samt er ekki beint hægt að setja út á hann. Svipaða sögu má segja af Toby.

Mér fannst þetta lakasta frammistaða Dilana (sem ég er svo heilluð af)en hún hefur verið óaðfinnanleg að margra mati og fékk fína dóma og allt en við sem horfðum á þetta saman hér vorum öll sammála um að þetta væri lakast hjá henni

Dana og Zayra eru sannarlega að reyna nýja hluti, út af fyrir sig gaman af því en þær eru ekki hátt skrifaðar hjá mér :)

Jill var hörmuleg og Lúkas í algjöru klúðri, sneri bakinu í áhorfendur megnið af tímanum, gekk í áttina að hljómsveitinni. Mér heyrðist hann eitthvað vera að tala um að hann hefði ekki munað textann og fundist öruggara að beita þessari sviðframkomu vegna þess. Það var alveg augljóst að hann var miður sín yfir þessu. Ég tók líka eftir því þegar Ryan flutti sitt lag að Lúkas var svekktur.

Ég held að margir hafi reiknað með því að hann fengi encore núna en það gerir hann alveg pottþétt ekki.

þegar ég les yfir það sem ég hef skrifað þá lítur út fyrir að þátturinn hafi nú bara verið allt í lagi. Ætli ég hafi bara ekki orðið fyrir vonbrigðum með Dilana hún hefur heillað mig og heillað en það gerðist ekki í gær.

Ég er nú samt spennt fyrir að vita hverjir lenda á botninum og hver verður sendur heim, svo vona ég bara að lagavalið verða meira fyrir minn smekk í næstu viku.

Könnunin er uppi núna ef þú hefur áhuga á að taka þátt. Hún er auðvitað eins og áður hin ófaglegasta og sá ég það í nótt þegar ég henti inn smá bloggi eftir keppnina að einhver/jir hafa kosið nokkrum sinnum.

Það má geta þess svona til gamans af því að ég er í æfingabúðum tölfræðinnar þetta sumar að aðalveikleiki netkannana (og þá er nú verið að tala um þær sem eru þannig hannaðar að fólk getur bara kosið einu sinni) er sá að þeir sem eru á móti því sem könnunin fjallar um eru líklegastir til að kjósa.

Ég vona samt að þeir sem hafa gaman af þessu verði með ;) 

 


mbl.is Magni fékk hrós frá Supernovu-mönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Reyndar fannst mér þetta gott í heildina, alveg ágætt. Yndislegt að þeir skyldu hafa gert þetta fyrir strákinn. Skemmtilega ný hlið á Dilönu, mér líkaði þetta vel.

BiddaM (IP-tala skráð) 2.8.2006 kl. 10:58

2 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Tja ég er bara alveg hlessa á sjálfri mér eða þannig;) Svo er ég ekki alltaf sammála Supernova en það er auðvitað annar handleggur. Ætli ég hafi ekki bara verið svona "steikt" eftir sólina í gær hum?? Bara í sjokki....

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 2.8.2006 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband