30.7.2006 | 15:15
Einkennilegir dagar og ótrúleg heppni eða var það bara tilviljun :)
Dagurinn í gær var vægast sagt stórskrítinn. það nærri sauð á heilanum í mér yfir tölfræðinni svo að ég ákvað að bjóða manninum mínum á kaffihús (það besta á Íslandi "Kaffitár") í Kringlunni. Árni verslaði kaffibaunir og pantaði kaffi handa okkur.
Hann lenti á smáspjalli við einn af starfsmönnunum sem tjáði honum að fólk hafi yfir höfðu verið annað hvort hálfslappt eða lightheaded svona eins og við höfðum verið heima um morguninn. Við drukkum kaffið en nutum þess ekki eins vel og oft áður.
síðan fórum við í Bónus og versluðum fyrir vikun svona eins og við gerum venjulega. Fólk var eitthvað svo sofandi og stefnulaust. Ekki vorum við neitt betri og nokkrir hlutir sem ég ætlaði mér svo sannarlega að kaupa bara hreinlega gleymdust.
Við yfirgáfum síðan Kringluna frelsinu fegin en ákváðum að nýta okkur ágætis tilboð á sneiddu lambalæri í Krónunni :) Þar var nákvæmlega það sama upp á teningnum. Hitti þar kunningja og eina vinkonu mína, það var auðvitað gaman af því.
það var fáliðað starfsfólkið í Krónunni og við hjónin vorum bara ekki að fíla það að versla. Ákváðum að hætta þessari vitleysu og að minnsta kosti drífa okkur út í bíl (vonuðum að það væri auðveldara að hugsa þar). Við vorum ekki enn kominn að neinni niðurstöðu með það hvað við ætluðum að borða um kvöldið!
Það rættist síðan úr þessu öllu hjá okkur og komumst við heil heim og nutum þess sem eftir var af deginum án teljandi verkja og engra slysa sem betur fer. Við ræddum þó aðeins um þetta einkennilega ástand á fólki þar sem svo margir virtust syndandi og algjörlega einbeitingarlausir.
Í morgun vaknaði ég á nokkuð hefðbundnum tíma og tók til við tölfræðina. Nú rétt áðan var ég að standa upp og lá við stórslysi. Ég sat upp í rúmi með upptökutækið tengt og þegar ég stíg framúr þá tekst mér að smella tánum sitt hvoru megin við snúruna á upptökutækinu!
Mér verðu rað sjálfsögðu fótaskortur og stingst af miklum krafti yfir herbergið, tækið skellur í gólfið og ég á útdregna tölvuborðið sem semllur að sjálfsögðu in í skápinn og ég á eftir!!! Sem betur fer þá var tölvan mín inn í skápnum því að annars hefði hún dottið á gólfið.
Ég slapp fyrir horn og þurfti ekki að hringja á sjúkrabílinn hjúkk!!!!! er samt aum í maganum :( Ég get nú samt ekki varist þeirri hugsun að ef ég hefði séð þetta í sjónvarpinu þá hefði ég brjálast úr hlátri!
Óvenjumikið um sjúkraflutninga á höfuðborgarsvæðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Vísindi og fræði, Lífstíll, Tölvur og tækni, Leiðin að markmiðinu, Vinir og fjölskylda, Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:51 | Facebook
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.