Leita í fréttum mbl.is

Líklega var engin strategía í gangi hjá Supernova

"I had a horrible feeling about this Tommy Lee comming to OC thing.......I wish I was wrong.......But, after talking to someone close to Lennex, it has been said that the Newpaper on Dave's Lap Had an article in it about how Phil was on RS SN for promoting Lennex, That's why he was axed and the whole questioning of his commitment. I read the article, he does say "I'm not stoked about the music SN is putting out" Why oh Why did he say that."

Þessar línur koma af umræðuvef áhugasamra um RS SN.

Alir 15 þátttakendurnir sem komust í úrslit gera sér grein fyrir að það er bara einn sem vinnur. Líkurnar á því að komast ekki áfram eru auðvitað miklu meiri en þær að standa upp sem sigurvegarinn (ég er einmitt að lesa um líkindareikning ;))

Að taka þátt í keppni (þekki það af reynslu) er tilfinningaleg áreynsla og margt líkt með því og að spreyta sig á prófi. Þegar þér gengur vel þá þakkarðu hæfni þinni en þegar þér gengur illa þá finnur þú blóraböggul :) Þetta hefur verið skoðað með prófárangur. Lágri einkunn er skellt á þungt próf, ósanngjarnan kennara eða aðrar ástæður.

En hvað með þessa keppni? Við erum farin að heyra það hjá keppendum að þeir eru byrjaði að undirbúa jarðveginn (að falla á prófinu) með því að tala um hina keppendurnar og hvernig þeir eru að bregða fæti fyrir þeim.

Ef við gefum okkur að tilvitnunin sem ég byrja pistilinn á sé sönn þá þarf hún ekki að þýða að Phil hafi í upphafi ætlað eingöngu að taka þátt til þess að auglýsa grúppuna sína. Hann gæti alveg eins hafa sagt þetta vegna þess að hann var farinn að gruna að hann ætti ekki séns á að sigra.

Supernova gaurarnir stjórnast líka af því sem að þeim beinist og ef tilvitnunin er rétt þá skil ég afhverju þeir sendu hann heim. Mér fannst Phil ekki hafi sýnt það neitt frekar en sumir aðrir en að láta hafa þetta eftir sér í viðtali úbbs það er ekki gott.

Nú er ljóst að þátttakendur þurfa að gá að því hvað þeir segja því að hvernig sem allt fer þá er auglýsingin alltaf góð og þegar kemur að því að fara heim (ef þú vinnur ekki ;)) þá er skynsamlegt að gera það með jákvæðum stæl því þannig nýtist auglýsingin þér áfram sem meðbyr.

Já það er vandlifað í honum heimi!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Ég hef mikla trú á Magna. Hann er kúl karakter, æsist ekki auðveldlega upp þó að Jill hafi nú sannarlega reynt á hann. Ég hef verið að lesa bloggin hjá þátttakendum og þar kemur sitt hvað í ljós.

Magni virðist vera vel liðinn af flest öllum, spurning hvort kommentið um bláa gallann hennar Zayru breyti einhverju þar um.

Áheyrendur tóku því eins og hann væri að gera grín að henni en það þarf samt ekki að vera. Á umræðunum stingur einhver upp á að það hafi bara verið samlíking til að sýna hve fáránlegt það hefði verið að flytja "Heroes" með einhverju villtu brölti ;)

Ég held að það sé skynsamlegt að blanda ekki öðrum keppendum í varnarræðurnar.

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 27.7.2006 kl. 11:59

2 identicon

Reyndar var klippt út úr þættinum að hann sagði: no offence to Zayra. Og enginn keppandanna virtist taka þessu sem móðgun við Zayru.

Adda (IP-tala skráð) 29.7.2006 kl. 00:39

3 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Góð viðbót Adda. Það er annars alveg ótrúlegt hvað orð geta orkað tvímælis. Auðvitað nefndi hann aldrei Zayru heldur bara bláan galla en þetta sýnir hve mikið álag þetta er fyrir keppendur. Magni lenti alla vegana ekki í botn 3 (enda á hann það engan vegin skilið) þannig að þetta virðist ekki hafa skaðað hann.

En annars hvar sástu þetta með No offence to Zayra?

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 29.7.2006 kl. 10:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 71768

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband