27.7.2006 | 09:24
Strategían hjá Supernova ????
Fyrstu viðbrögð mín voru HA??????? svo hristi ég mig hressilega eins og blautur köttur og henti hér inn stuttu bloggi og ákvað síðan að sofa á þessu.
Nú er ég vel vöknuð og búin að drekka eðalbollann minn (þ.e.a.s. innihaldið úr honum;) Espresso hússins Kaffitárs) heilinn kominn á fullt blast og málið krufið til mergjar ;)
Hvers vegna fór Zayra ekki HEIM????? OK hún er einn stór brandari eins og Sunna segir á sínu bloggi? Ef til vill er hún partur af prógramminu hjá Supvernova?
Ég held að þessir gaurar viti alveg hvað þeir eru að gera. Þeirra markmið er líklega eins og flestra annarra "vinnandi :)" manna og kvenna ða þéna peninga. Það skiptir því öllu máli að söngvarinn sem verður fyrir valinu hafi allt það sem þarf til þess að peningaflæðið verði sem mest.
Þættirnir eru ákveðin markaðssetning fyrir það sem koma skal. Zayra gefur þeim lit. Hún er kjaftfor t.d. þegar þeir hneiksluðust á því að hún þekkti ekki lögin sem þeir hefðu spilað og hún svaraði því til að hún hefði nú bara verði ungabarn með bleiju þegar þau voru vinsæl!
Þeir voru ekki par hrifnir en samt, þetta var góður punktur hjá henni. Mig grunar að þeir hendi henni ekki út fyrr en seint en hún á samt engan séns. Stelpan heldur ekki almennilega lagi.
Annar þáttur strategíunnar...
Hvað gerðist hjá þátttakendum eftir að niðurstaðan varð ljós? Hvernig munu þau hegða sér næstu daga? Magni gerði grín að búningnum hennar Zayru, mun það hafa einhver áhrif á samskipti þátttakenda.
Nú er eins og verið sé að etja þátttakendum saman. Hvaða þátttakendur virkilega þrá að syngja með bandinu? Ég hafði nú ekki pælt í þannig en auðvitað er það einn af mikilvægustu þáttunum fyrir Supernova. Allir þátttakendur fá mikla auglýsingu út úr því að vera með og öll vilja þau vera sigurvegarar. En er það vegna þess að þau vilja ólm vera söngvari Supernova?
Nú mun ég horfa á plús frammistöðu söngvaranna út frá eftirfarandi.
- raddsvið
- frumleiki
- sviðsframkoma (hreyfingar, klæðnaður og tengsl við áheyrendur)
- viljinn til að verða The Rocker
- leiðtogahæfni
og mínus frammistöðu út frá
- mónótóník
- hroka
- og vöntun á öllum plúsþáttunum
Supernova mun gera það sem þarf til þess að sterkur persónuleiki söngvaranna komi í ljós og veikleikar þeirra poppi upp. Því meira sem ég hugsa um það því meira vit sé ég í því að band sem spilar saman í eitt ár þarf að hafa söngvara sem aðdáendur dáleiðast af :)
Frímínútur mínar næstu vikuna mun verða notaðar til að pæla í þessu. Mannleg hegðun er jú aðal áhugamál mitt og sellurnar fóru heldur betur í gang í nótt When the Shit hit the Fan
Á þessari síðu er samantekt um þátttakendur og blogg allra þátttakenda
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Tónlist, Menning og listir, Stjórnmál og samfélag, Ljóð, Vefurinn, Vinir og fjölskylda, Bækur | Breytt s.d. kl. 14:11 | Facebook
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 71768
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Athugasemdir
Já Hrafnkell það verður forvitnilegt að fylgjast með því hvað verður með Zayru. Annaðhvort eru þeir með fanta strategíu eða að blaðaviðtalið við Phil um að hann væri bara í þessu til að auglýsa bandið sitt hefur ráðið, þá fýkur Zayra líka næst
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 27.7.2006 kl. 12:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.