Leita í fréttum mbl.is

Þetta er nú ljóta ástandið á blaðaútburðinum

Í gær fékk ég hvorki Moggann né Fréttablaðið og Blaðið kemur seinni part dagsins með póstinum. Ég er að vísu ánægð með mbl.is því að oftsr en ekki streyma sömu fréttir þar inn og birtast seinna í blöðunum.

Ég hafði nú samt ákveðnar væntingar um að geta æft mig í hraðlestrinum á Mogganum :( Það er erfiðara að æfa hraðlestur á netinu. Fréttir les ég alla daga og því gráupplagt að slá tvær flugur í einu höggi! En það eru nú bara engar flugur til að slá núna, þegar ekkert blað kemur inn um lúguna.

Ég hringdi í moggann í gær og sagði þeim að þetta væri nú ekki besti tíminn til þess að segja já takk við kynningaráskrift ( Hraðlestrarskólinn) þar sem blaðið kæmi bara alls ekki. Konan sagðist myndu senda blaðið um hæl n það er ekki enn komið. Kannski hællinn sé svona stór ;)

Eftir að hafa tölfræðst svolítið þá skaust ég niður í kaffi og viti menn FRÉTTABLAÐIÐ var KOMIÐ!!!! Aldrei hefði mér dottið í hug að ég yrði hissa á því klukkan rúmlega 16:00 Lítillát ljúf og kát tyllti ég mér á eldhússtólinn með dýrgripinn sem síðan innihelt afskaplega lítið af nýjum fréttum.

Ég rakst þó á viðtal við föður Magna og fleiri fjölskyldumeðlimi á Borgafirði eystri. Þar sem að ég er svolítið high af keppninni og orðin útúr-rokkuð þá gleypti ég hana í mig. Ég skildi nú enn betur hvers vegna söngvurunum leiðist og finna jafnvel fyrir söknuði og heimþrá.

Þeir mega sem sagt hringja heim tvisvar í viku í 15 mínútur í senn. Ég man að Dilana var eitthvað að tjá sig um þetta og það að allt væri tekið upp sem þau segja. Þetta hlýtur að taka á taugarnar??? Faðir Magna hafði ekki heyrt í honum síðan 20 júní! En hann sagði að ef Magni kæmist langt þá mættu nokkrir fjölskyldumeðlimir heimsækja hann.

Ég held að það yrði rosa gaman fyrir fjölskyldumeðlimina en fyrir söngvarana bæði gaman og síðan mikill söknuður í kjölfarið. Líklega eykur það á tilfinningaflæði sem getur bæði verið hið besta mál og hið versta.

Þetta minnir á Survivour, ótrúlega margt líkt. Mér finnst skipta máli að vita þetta og mun leggja mig  jafnmikið eða meira fram við að styðja Magna svo lengi sem hann hefur áhuga á að komast lengra. Síðasta bloggfærslan hans virkaði á mig eins og krafturinn væri búinn. Hún var skrifuð einum eða tveimur dögum fyrir "Heroes".

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband