Leita í fréttum mbl.is

Mig grunar að Supernova fíli Magna mjög vel því að...

athugasegmdirnar snúast um smáatriði sem samt skipta miklu máli að söngvari grúppunnar hafi í lagi og séu hugsaðar til þess að fínstilla hann. Magni hefur ekki klikkað. Margir vilja sjá hann líflegri á sviðinu og ef til vill í öðruvísi outfitti, en söngurinn hefur ekki klikkað. 

Þeir tóku það einmitt fram í gær að það hefði ekkert verið athugavert við sönginn heldur er það sambandið við áhorfendur og hversu lifandi líkamstjáning hans er. Mig grunar að þeir sjái hann sem valkost og vilja þess vegna gera það sem þarf til að smáatriðin komist í lag! Mér fannst nú allt í lagi að hann væri með gítarinn í svona rólegu lagi.

Það gæti hins vegar orkar tvímælis hvernig hann brást við dómnum. "ég er ekki að syngja fyrir ykkur núna heldur fyrir manneskju hinu megin á hnettinum" Sumum finnst þetta æðislegt, einlægt en ef til vill vilja áhorfendur að hann sé að syngja  fyrir þá.

Við megum ekki gleyma því að sumir dómarnir í gær virkuðu rosalega jákvæðir, en voru samt gefnir söngvurum sem eiga ekki mikinn séns t.d. Jill og Dana. Þær voru báðar að bæta frammistöðu sína en komast samt ekki með tærnar þar sem Magni er með hælana ;)

Við erum vön svo góðu með Magna að það er svolítið sjokkerandi þegar hann fær DÓM, ég held að Magni sé alveg pottþéttur áfram og enn í 3-5 bestu sætunum ;)

 


mbl.is Magni fékk misjafna dóma frá Supernova
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Magni stóð sig ágætlega að vanda og fór vel með þetta lag. Hljómsveitin hafði nokkuð til síns máls hvað varðar sviðsframkomuna, allir sönghæfileikar í heimi skipta ekki máli í þessu ef maður er ekki tilbúinn til þess að sleppa sér alveg á sviðinu. Annars er stóra breytingin sem ég tók eftir bæði í raunveruleikaþættinum og söngatriðinu í gærkvöldi sú að Magni sýndi að hann er ekki bara þessi "næs" gaur sem við höfum séð hingað til heldur getur hann líka svarað fyrir sig ef þörf krefur. Ég held að gaurarnir í Supernova séu líka hrifnir af því, hef enga trú á að þeir vilji einhverja dyramottu til að fara fyrir sveitinni. Magni er öruggur áfram í þetta skiptið og ég er alltaf að verða bjartsýnni á að hann komist nokkuð langt í þessu, 3-5 manna úrslit hljómar ekki ólíklega.

Hvað varðar aðra keppendur kvöldsins þá held ég að það sé engin spurning hver stóð sig best, eða hver kom mest á óvart öllu heldur. Það var auðvitað Storm Large. Dilana og Toby eru í hvað mestu uppáhaldi hjá mér og stóðu sig líka mjög vel. Ég vil helst sjá Zayru fara heim í kvöld, hún á í raun ekkert erindi í þetta. Hverskonar múndering var þetta líka? Ég er þó býsna hræddur um að hún hangi inni áfram, þeir Supernova-menn virðast eitthvað skotnir í henni.

Bjarki (IP-tala skráð) 26.7.2006 kl. 12:55

2 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Takk fyrir kommentið Bjarki :)

Ég sé að við höfðum líkar skoðanir í þessu.

"Annars er stóra breytingin sem ég tók eftir bæði í raunveruleikaþættinum og söngatriðinu í gærkvöldi sú að Magni sýndi að hann er ekki bara þessi "næs" gaur sem við höfum séð hingað til heldur getur hann líka svarað fyrir sig ef þörf krefur. Ég held að gaurarnir í Supernova séu líka hrifnir af því, hef enga trú á að þeir vilji einhverja dyramottu til að fara fyrir sveitinni."

Þessir punktar eru skemmtilegt innlegg í þessar pælingar. Ég held einmitt að nú fari að reyna meira á persónuleika söngvaranna. Sigurvegarinn þarf jú að geta þolað að syngja með bandinu, eiga samskipti við meðlimina. Hvað felst í því?

Að geta tekið gagnrýni

Að vera samvinnuþýður án þess endilega að gefa bara eftir ( dyramottan)

Að þola álag

Fyrir utan það sem við höfum séð nú þegar með söngrödd, sviðsframkomu og tengsl við áheyrendur (fans)

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 26.7.2006 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 71765

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband