26.7.2006 | 08:57
Hver verður sendur heim í kvöld?
Skoðanakönnunin :) er uppi í dag, lokast klukkan 23:59.
Mig grunar að fimm eftirfarandi lendi í botn 3 einhvern tímann á meðan kosning stóð yfir.
Zayra
Josh
Phil
Dana
Jill
Af þessum myndi ég setja Zayra, Josh og Phil á hinn endanlega botn.
Zayra verður send heim. Hún er bara ekki að meika það. Dana og Jill voru að standa sig betur en þær hafa gert áður en það er svo sem ekki víst að sú framför nái til kjósenda. Phil virðist eiga slatta af aðdáendum en mér finnst hann orðinn litlaus og fylgi Dönu hefur minnkað mikið.
Ef þú hefur skoðun endilega taktu þá þátt í könnuninni minni ;)
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Sjónvarp, Vefurinn, Dægurmál, Tónlist, Ljóð, Vinir og fjölskylda | Facebook
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.7.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Athugasemdir
Mér er það lífsins ómögulegt að skilja hvers vegna Zayra er ekki löngu, löngu farin heim. Manneskjan er laglausari en ég og hefur að mínu mati ekki verið að gera neitt sérstakt. Hún er kannski svaka kroppur að mati Tommy Lee og hinna kallanna, en kommon...
Magni var ekkert smá flottur! Fékk gæsahúð allan hringinn bara og skil ekkert í þessum dómum.. Hef þó engar áhyggjur, enda er Magni hetjan :)
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 26.7.2006 kl. 09:19
Ég er svo sammála þér með Zayru. Skil ekki hvernig hún komst í keppnina. Mig grunar að þeim lítist vel á Magna og þetta hafi verið til að fínstilla performansinn hans. Ég var að lesa bloggið hans, söknuður og heimþrá reynir á hetjuna núna.
Raunveruleikadæmið, sambúðin á setrinu, fjarlægðin við ástvinina, þetta er að reyna á suma söngvarana núna. En hvernig leist þér á Storm?
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 26.7.2006 kl. 09:39
Já, gæti verið að þeir séu eitthvað aðeins að dangla í hann svo hann fínstilli sig..
Varðandi Storm, þá er það eitthvað við hana sem ég er voða skotin í. Ég fíla þessa djúpu seiðandi rödd sem hún er með og geðveikisglampann í augunum þegar hún syngur. Fólkið sem var með mér að horfa í gær var ekki á sama máli :) En Storm er mín kona.
Dilana var þokkalega flott í gær maður... hrikalega á hún eftir að vinna þessa keppni!
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 26.7.2006 kl. 10:37
Já Storm var eins og Risa Köttur í vígahug í nótt. Mér leist þrælvel á hana.
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 26.7.2006 kl. 17:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.