25.7.2006 | 07:57
Magni verður sjötti í röðinni með lagið Heroes (Bowie)
Að lesa fréttirnar yfir fyrsta kaffibolla dagsins er eins og að lesa ævintýri. Öskubuski ;) mun nú sýna á sér nýja hlið. Ég kvíði því ekki að Magni taki Bowie lag. Ég heillaðist af honum í rólegu lögunum og hef verið að bíða eftir því að hann tæki lag í rólegri kantinum. Haft er eftir honum að hann hafi ekki þurft að læra neinn af textunum so far ;)
það verður að vísu spennandi að sjá hvernig hann útfærir Heroes, setur sinn svip á lagið. Ég þarf að hafa mig alla við í dag til þess að halda mig að verki. Mér þóttu það fréttir að Magni hafi rifið upp kassagítarinn sinn og tekið nokkur lög með Supernova í úttekt á þættinum í síðustu viku sem tímaritið USA today gerði.
Allt er þetta hin besta auglýsing fyrir Iceman. En afhverju öskubuski gæti einhver spurt? Afhverju ævintýr? Magni er frá Borgafirði Eystri sem telur innan við 160 manns. Þar er bræðslan (gömul skemma) sem var notuð til að geyma rusl í nokkra áratugi.
Í fyrra sumar var henni breytt í tónleikahöll. Íslensk söngkona hélt tónleika þar með stæl. Nú er skoska hljómsveitin Belle & Sebastian með tónleika þar. Mér finnst nú bara svolítill ævintýrablær á þessu öllu og rosa gaman af því ;)
En áfram Magni!!! Ég minni á ófaglegu ;) könnunina hér á blogginu mínu sem hefst strax að lokinni keppni næstu nótt eða frá klukkan 02:00-23:59.. Hver verður sendur heim næst?
Ég vil benda fólki aftur á heimasíðu rockband.com þar getur hver og einn bara kosið einu sinni og ég held að tölurnar þar séu nær raunveruleikanum (niðurstöðu þáttarins) þó að ég vildi nú gjarnan sjá hærri % tölu hjá Magna
þetta er staðan í morgun á því hver er líklegastur til að standa eftir sem sigurvegari í lokin
Poll Question: Based on what you've seen so far this season, who do you think will win and be named the new lead singer of Supernova? | |||||
Results: | |||||
Dana | [1%] | 1 votes | |||
Dilana | [14%] | 10 votes | |||
Jill | [0%] | 0 votes | |||
Josh | [0%] | 0 votes | |||
Lukas | [36%] | 27 votes | |||
Magni | [5%] | 4 votes | |||
Patrice | [3%] | 2 votes | |||
Phil | [4%] | 3 votes | |||
Ryan | [12%] | 9 votes | |||
Storm | [19%] | 14 votes | |||
Toby | [3%] | 2 votes | |||
Zayra | [3%] | 2 votes | |||
|
Þar er kosið um nokkra mismunandi þætti og hvet ég áhugasama Íslendinga að skrá sig inn og vera með í leiknum ;)
Magni syngur Heroes" með David Bowie í kvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ljóð, Dægurmál, Tónlist, Vinir og fjölskylda, Bækur, Menning og listir | Breytt s.d. kl. 09:20 | Facebook
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Athugasemdir
Hvar sem Magni endar að lokum, þá hefur hann staðið sig vel!!!
Takk fyrir innlitið.
Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 25.7.2006 kl. 08:38
Ég var nú svo sifjuð síðastliðinn miðvikudag, aðallega vegna þess að ég gat ekki sleppt því að horfa á beinu útsendinguna þar sem hann stóð sig bara fantavel að ég var bara ekki syfjuð og þreytt þarna um nóttina.
Ég ætlaði nú ekki að endurtaka þetta en komst að því í gærkvöldi að ég tímdi bara alls ekki að missa af beinu útsendingunni ;)
Ég fór því óvenju snemma í háttinn í gær svona til að hafa vaðið fyrir neðan mig ;)
Gaman að kíkja inn hjá þér Ragnheiður Ása :)
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 25.7.2006 kl. 08:59
Ég var nú svo syfjuð síðast liðinn miðvikudag, aðallega vegna þess að ég gat ekki sleppt því að horfa á beinu útsendinguna. Magni stóð sig bara fantavel að ég átti nú bara erfitt með að sofna.
Ég ætlaði því ekki að endurtaka þetta en komst að því í gærkvöldi að ég tímdi bara alls ekki að missa af beinu útsendingunni ;)
Ég fór því óvenju snemma í háttinn í gær svona til að hafa vaðið fyrir neðan mig ;)
Gaman að kíkja inn hjá þér Ragnheiður Ása :)
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 25.7.2006 kl. 09:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.