23.7.2006 | 12:48
Glataði einu sinni öllum gögnunum mínum
Svona er að búa í mötunarsamfélagi, nota imbakerfi og þurfa sem minnst að eiga frumkvæði. Enign furða að ég sé á móti þessu og í hlutastarfi við það að lifa sem frumkvæður einstaklingur;)
þegar ég las um Tivoli þá glaðnaði nú samt yfir mér. Hér er enn ein leiðin til þess að lifa áhyggjulausu lífi (eða þannig). Tívoli sér nefnilega um að taka afrit af gögnunum þínum alltaf þegar þú gerir breytingar á þeim.
Það er skelfileg lífsreynsla að missa gögnin sín. Ég hef einu sinnu lent í því en það stóð nú sem betur fer bara yfir í tvo sólarhringa. Þannig var mál með vexti að ég hafði ekki frekar en venjulega tekið afrit af gögnunum mínum. Sum þessara gagna er hluti af handriti sem ég hef verið að vinna að um langt skeið.
Ég keypti mér nýja tölvu og spurði að því hvort þeir gætu afritað harða diskinn yfir á nýju tölvuna sem þeir voru að setja upp fyrir mig. Þeir játuðu því þannig að ég tók ekkert afrit. Þegar ég fæ síðan tölvuna og er að tékka á því að allt sé til staðar sem ég hafði beðið um þá finn ég hvergi neitt af gamla disknum.
Skelfingin helltist yfir mig, það er jafnvel hræðilegt að rifja þetta upp. En þeim sem sagt tókst að kippa þessu í liðinn þó að það tæki marga klukkutíma. Ég lofaði sjálfri mér bót og betrum og eftirleiðis ætlaði ég alltaf að taka afrit af gögnunum.
Tíminn leið og ég lifi lífinu frekar hratt, nema á meðan ég hugleiði og slaka á en er þá upptekin við það ;), ég vista gögnin mín en tek ekki afrit. Nú þegar ég las um Tivoli þá hrkk ég upp við það að enn er ég að taka sénsinn á því að glata allri vinnunni minni, hjúkk......
Ég ætti auðvitað að vista allar mínar upplýsingar á lokuðu svæði á vefnum. Ég held bara að ég óttist að einhver muni hakka sig inn á það svæði og það er ekki gott ef að þú ert með bitastætt efni sem þú vilt ekki að aðrir komist í og geri að sínu ;)
þannig að nú þarf ég aðeins að pæla í Tivoli og sjá hvort það er lausn fyrir mig.
Afritunarvaki kemur í veg fyrir gagnatap | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Tölvur og tækni, Vefurinn, Bækur | Facebook
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 71768
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Athugasemdir
Takk Rabbi fyrir þetta. Er ekki bloggið algjör snilld ;)Hvar náðirðu í þetta forrit? Er þetta shareware?
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 23.7.2006 kl. 21:38
Það er líka gott að hafa harðann disk á svokölluðum flakkara og afrita gögnin sín þangað reglulega, ásamt því að geyma bíómyndir ;-)
Sigurjón, 23.7.2006 kl. 21:54
Takk Sigurjón góð ábending, ekki er nú verra að eiga góðar bíómyndir hefði ekkert á móti einni slíkri núna strax! Þá er nú bara stóri vandinn minn sem er sá að venja mig á að taka afrit reglulega hum.....
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 23.7.2006 kl. 22:07
Takk fyrir þetta Rabbi alveg frábært að hafa svona bloggara í nágrenninu :)
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 24.7.2006 kl. 07:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.