Leita í fréttum mbl.is

Bara komin með mar :(

Ég veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta. Kannski að ég brosi bara í gegnum tárin ,) Málið er að ég brá mér í Útilíf í gær, en þar var boðið upp á hlaupagreiningu. Ég setti mig í stellingar og tók sprettinn í búðinni ekki minna en tvisvar sinnum.

Þetta var þræl sniðugt. Mynd af fótstiginu birtist á tölvuskjánum og þar kom vel fram hvar mesti þunginn lenti. Ég varð sannarlega hissa. Málið er að fæturnir á mér eru ekki alveg eins flestir fætur;) tábergsig, ilsig og skakkir hælar hahahaha ..... þetta er nú frekar ófögur lýsing. Ég reyni bara að brosa fallega þá tekur enginn eftir fótaburðinum hahaha

fótstigið hjá mér var samt aðallega á jarkann og það hefði mér aldrei dottið í hug. Maðurinn sagði líka við mig að ég mætti alls ekki nota innlegg hum.... þá varð verulega hissa því að það er einmitt það sem ég átti alltaf að gera en var frekar óþekk við sem krakki (geymdi þau bara í vasanum) Í dag dauðskammast ég mín fyrir þennan kjánaskap og ekki síst að hafa svarað mömmu játandi þegar hún oft kallaði á eftir mér "ertu með innleggin"?

Ég var nú fróðari og veit nú hvernig skór henta mér best. Ég keypti mér síðan töff adidas bol á útsölunni hjá þeim og þegar ég var að borga hann rek ég augun í bolta í hillunni hinu megin við' búðarborðið (þau standa stundum langt út úr höfðinu á mér;)

Þessi forláta bolti er líkur gaddakylfu en rosa fallega blár á litinn. Þetta er víst einhverskonar nuddtæki, ekkert rafmagn eða batterí. Ég skellti mér á einn í orðsins fyllstu merkinu. Loksins var ég komin í boltann! Ég hamaðist með hann um kvöldið á meðan ég var að horfa á mynd.

Hvað heldurðu að hafi gerst? Þegar ég vaknaði í morgun þá var ég bara kolblá við annað hnéð en ég var einmitt svo aum þar. Ég hélt nú samt áfram af og til í dag. ég hef nú tekið upp sið hrossa nema hvað ég legg gaddaboltan á milli baksins og veggjarins og svo nudda ég mér bara upp og niður þar til hnén á mér þola bara ekki meir. Þa tók nú ekki betra við nú er ég komin með harðsperrur í lærir ....... hihiihihihihi

Ja margur er knár þó hann sé smár. Lófastór bolti í fallegum lit á innan við 500 kall ..... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 71768

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband