Leita í fréttum mbl.is

Magni á toppnum grunsamleg kosninganiðurstaða eða hvað?

þegar ég var að gleypa fréttablöðin í mig í morgun (að sjálfsögðu að æfa mig í hraðlestrinum) þá datt ég niður á smágrein í Fréttablaðinu (Magni slær öllum við í Rockstar). Ég varð auðvitað hissa, næst ánægð og svo efins?????

Ég skellti mér síðan inn á heimasíðuna sem þeir vitnuðu í og er svo ánægð þegar pistalhöfundar hafa þetta með í greinum sínum. Ég sá fljótlega að þessi síða er lík rockband síðunni. Ég birti hér nýjustu niðurstöður kosninga um hvaða söngvari verði á endanum söngvari grúppunnar. 

 

Which rocker will front Supernova?

Dana Andrews0 %0 %0 % 0.20% (14)

 

Dilana Robichaux

11 %11 %11 % 11.10% (784)
Jill Gioia0 %0 %0 % 0.18% (13)
Josh Logan0 %0 %0 % 0.55% (39)
Lukas Rossi6 %6 %6 % 6.03% (426)
Magni Asgeirsson77 %77 %77 % 77.58% (5478)
Patrice Pike0 %0 %0 % 0.37% (26)
Phil Ritchie0 %0 %0 % 0.75% (53)
Ryan Star0 %0 %0 % 0.35% (25)
Storm Large1 %1 %1 % 1.15% (81)
Toby Rand1 %1 %1 % 1.73% (122)
Zayra Alvarez0 %0 %0 % 0.41% (29)

Total Votes: 7061 

 
Ég tek undir orð sumra á síðunni þess eðlis að eitthvað sé óeðlilegt við þessa kosningu. Því miður þá er í sumum tilvikum og ef til vill þarna hægt að kjósa aftur og aftur. það eyðileggur auðvitað hið raunverulega landslag skoðana þátttakenda sem er leiðinlegt.  Magni er samt alltaf að verða betri og betri. Enn finnst mér Dilana líklegust, Storm kemur líka sterklega til greina þ.e.a.s. ef grúppan er tilbúin til að velja konu sem söngvara. Ég óttast að það sé hins vegar ekki staðreynd en vona að ég hafi rangt fyrir mér.
Magni er að mínu mati pottþéttur í eitt af 5 efstu sætunum, jafnvel eitt af 3 efstu sætunum. Röddin er fín, hann skilar tilfinningunni vel í gegn en það er eins og það nái ekki alveg til limaburðarins. Mig grunar að ef hann geti sleppt líkamanum inn í hljómfallið og leyft hreyfingunum bara að koma og rokkað aðeins upp klæðnaðinn þá á hann enn eftir að toppa það álit sem fólk hefur á honum nú þegar;)  
Á rockband síðunni fengu Dilana og Lukas lélega dóma frá Tsung (skrifar annars ágæta dóma), þegar ég las að Dilana fengi lága einkunn fyrir frumleika þá var mér allri lokið. Frumleiki er einmitt það sem Dilana hefur mikið af. Mig grunar að hrjúfa röddin hennar fari eitthvað illa í Tsung og að pönkaða lookið á Lukas og Dilana verði til þess að einkunnir þeirra verði lakari.Það er einkennilegt að sá almenningur sem hefur áhuga á að fylgjast með þessu og er væntalega líka efnilegir viskiptavinir rokkara hafi svona ólikan smekk og Tsung sem er raddkennari eða raddgreinir.
Væntanlegar vinsældir hljómsveitarinnar fylgja líklega skoðunum "fans" frekar en t.d. Tsung. Lukas fellur þó væntanlega vegna þess hve erfitt hann á með að taka leiðsögn. Svolítið upptekinn af sjálfum sér og ekki víst að gott sé að vinna með honum. Rockbandið hlýtur að spá talsvert í það. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur N. Sigurðsson

Lukas er glataður.. hann er bara svona one trick pony.. hann syngur alltaf eins finnst mér og er me' frekar takmarkaða rödd.

Dilana hinsvegar er rótsvöl og hefur aldrei klikkkað að mínu mati.

Þessi kosning er náttúrulega soldið dularfull, eflaust einhverjir villtir íslendingar tekið smá trylling á henni..

Annars held ég með Phil Ritchie og Magna.

Ólafur N. Sigurðsson, 22.7.2006 kl. 16:48

2 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Ég missti af reality showinu á miðvikudagskvöldið (buhu er alltaf að vinna þá) en var að horfa á þetta áðan. Þar kom vel í ljós hve glataður Lukas er. Veistu hvort tölur úr kosningunni koma einhvers staðar fram?

Magni er allur að koma til ég er alveg pottþétt á því að hann verður í 5 eftstu ef ekki 3 efstu ef ekki 2 efstu ef EKKI.....EFSTA!!!!

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 22.7.2006 kl. 18:42

3 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Hver þarf umfjöllun frá Tsung þegar maður getur lesið frábæra umfjöllun á palinaerna.blog.is :)

Annars er ég ennþá voða hrifin af Storm, finnst hún töff. Ég er sammála því að Magni mætti hreyfa sig aðeins meira, er frekar "stiff" þarna.. en stendur sig eins og sönn hetja!

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 22.7.2006 kl. 19:38

4 Smámynd: Ester Júlía

Ég er hundrað prósent sammála þessu hjá þér Pálína.

Takk fyrir skemmtilegt blogg ( og skemmtileg blogg).

Mér finnst Dilana frábær..langskemmtilegasti og frumlegasti keppandinn, með mikla útgeislun, en svo er spurning hvort gömlu rokkhundarnir vilji fá söngkonu í bandið sem myndi væntanlega stela algjörlega senunni frá þeim ;).

Magni kemur mér svo sannarlega á óvart, átti ekki von á því að hann væri svona góður, en ég er sammála þér með tilfinningarnar og limaburðinn. Hann er ekki mjög "hreyfivænn" á sviðinu.

Lukas finnst mér eiginlega bara leiðinlegur.

Annars hef ég bara séð síðustu tvo þættina þar sem ég var erlendis en ég ætla svo sannarlega að fylgjast með þessum þáttum, finnst þeir frábærir..ekki síst vegna Magna.

Ester Júlía, 22.7.2006 kl. 20:10

5 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Takk fyrir kommentin ykkar stelpur ;) Það er alltaf gaman að fá viðbrögð við pælingum sínum.

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 22.7.2006 kl. 22:23

6 Smámynd: Birgitta

Málið er að mbl.is birti um morguninn pistil um að Magni og Dilana væru nánast jöfn að stigum á þessari síðu. Nokkrum mínútum seinna var Magni rokinn upp í efsta sæti með nokkur þúsund atkvæði yfir Dilönu.

Held að það þurfi engan Sherlock Holmes til að sjá að lesendur mbl.is eiga heiðurinn að þessu ofurforskoti Magna.

Hér er fréttin http://www.mbl.is/mm/folk/frett.html?nid=1213523.

B

Birgitta, 23.7.2006 kl. 11:27

7 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Þetta fór nú alveg framhjá mér ;) takk fyrir linkinn Birgitta Já ég tek undir það með þér að það þarf engan Sherlock Holmes til að leysa þessa þraut.

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 23.7.2006 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband