21.7.2006 | 12:05
Þetta gerist ekki oft
Olíufélagið lækkar verð á bensíni. Ef til vill hefur þetta nú gerst áður þó að ég muni ekki eftir því. Væntanlega hefur þá sú lækkun staðið stutt. Ég man betur eftir hækkunum á bensíni.
Mikið hlakka ég til þess að rafmagnsbílar verði á viðráðanlegu verði. Frétti af einum flottum í gær sem eingöngu er seldur á Bandaríkjamarkaði ef ég man þetta rétt. Verðuið voru litlar 10 millur!!!
Ég gat nú ekki séð að það borgaði sig að kaupa svo dýran bíl, hann myndi ekki borga sig. Mig grunar nú að gripurinn sé í flottara lagi þannig að ef til vill er hægt að láta sig dreyma um minni lúxus í rafmagnsbílum og lægra verð.
Ég verð ein af þeim sem stilli mér upp í röðina til að kaupa þegar það verður stasðreynd. Velti reyndar fyrir mér hvað það þýðir varðandi raforkuna, því að þó að bílarnir framleiði rafmagn þegar stigið er á bremsurnar þá gefur það auga leið að ekki kemst maður langt ef maður er alltaf á bremsunni ;)
Olíufélagið lækkar verð á bensíni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Lífstíll, Dægurmál | Facebook
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.