21.7.2006 | 10:18
Ja nú þarf ég að sæta lagi.....
Sólinni hefur tekist að lokka fram fíkn mína í að liggja í leti og baða mig í henni. Í morgun óskaði ég þess eins að það væru svalir austan megin á húsinu þannig að ég gæti sest út með kaffibollan og fréttablaðið sem aldrei þessu vant var bara komið.
Eftir að hafa lokið venjubundnum morgunverkum og skilað bíllyklinum inn á verkstæði þannig að "bílalæknirinn " geti nú hlúð að honum og sérstaklega þá að selja bílnum hugmyndina um að það sé í lagi að treysta mér, ég sé ekki að stela honum... hahahahaha, já en hvað ætlaði ég að fara að skrifa hér????.................... já einmitt, þá dreif ég mig í að endurskipuleggja daginn svo að ég gæti leyft mér að baða mig í sólinni eftir hádegi þegar hún er mætt á suðvestursvalirnar ;)
Það verður því sett í fimmtagírinn og seinnipartsverkefnin flutt á fyrri partinn og unnin á margföldum hraða. Ég tek svo Tölfræðina bara úti í sólinni eins og í gær. Já mér líst vel á daginn. Ég er tilbúin með Lime toppinn vel kældan, jarðarber, epli, greip og gulrætur til að svala mér á. Sólkremið og derhúfan eru á sínum stað þannig að um leið og sólin kemur á svalirnar þá svíf ég inn í sælu dagsins. Það er sko ekki lítið að hlakka til.
Vonandi hrannast ekki skýin upp um hádegisbilið því þá verð ég vonsvikin yfir því að hafa breytt dagskránni á þann hátt sem ég hef verið að gera í stað þess að fara bara út að hjóla, drífa mig í Laugardalinn sem hampar oft hæsta hitastiginu hér í Reykjavík að mati fróðra manna ;)
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Bækur, Matur og drykkur, Lífstíll | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.