20.7.2006 | 08:44
Niðurstöðir í samræmi við skoðanakönnunina
Magni "Iceman" Magni..........ficent var kátur og átti vel efni á því en snúum okkur að niðurstöðum skoðunarkönnunarinnar. Það var gaman af þessu. Ég mun setja inn nýja skoðanakönnun næstkomandi þriðjudag um það hver muni verða sendur heim næsta miðvikudag og hafa hana uppi til miðnættis þann dag.
Í þessari tóku alls 14 þátt (sem er auðvitað mjög lítið ;)) Flestir töldu að annað hvort Jenny eða Zayra yrðu sendar heima eða 28;6% í báðum tilfellum. Þar næst var Dana með 14;3% síðan fylgdu á eftir Toby, Ryan, Magni og Josh
Dana 14,3%, Dilana 0,0%, Jill 0,0%,Jenny 28,6%,Josh 7,1%,Lukas 0,0%,Magni 7,1%,
Patrice 0,0%, Phil 0,0%, Ryan 7,1%, Storm 0,0%, Toby 7,1%, Zayra 28,6%
Ég var alveg hissa að einhver héldi að Magni yrði sendur heim nema ef að landar hvers söngvara kjósi bara sinn söngvara sama hvernig hann stendur sig, þá hefur Magni ærna ástæðu til þess að vera áhyggjufullur um niðurstöður kosninganna, en þetta er engin Eurovision keppni. Það er greinilegt að Lukas á stóran aðdáenda hóp það sér maður hér
Vinstra megin á síðunni eru nöfn söngvaranna og umræður almennings um þá. Ég hafði áhyggjur af því að það yrði Magna eða Iceman eins og hann er kallaður núna, ekki til tekna að koma frá lítilli þjóð. En það eru áreiðanelga fleiri en Íslendingar að kjósa hann og gaman að lesa það sem um hann er skrifað.
Eftirtaldir fimm söngvarar lentu í botn þremur einhvern tímann á talningatímanum. Þeir voru Jenni, Josh, Dana, Ryan og Zayra. Þetta eru einmitt nöfnin sem áheyrendum fannst standa sig lakast. Þannig að þeir sem eru að blogga og spjalla um þetta spegla væntanlega niðurstöðu Það verður spennandi að fylgjast áfram með því, sama má segja um spá mína hér.
En þau þrjú sem enduðu í botn þremur voru einmitt Dana, Jenny og Josh.
Þrátt fyrir að vera lélegasti söngvarinn þá var Zayra ekki send heim í þetta sinn. Mér fannst hún líka standa sig betur en Jenny aðalkvöldið og engin spurning hún stóð sig mun betur í gærkvöldi við endurflutninginn. Það var líka ótrúlegur kraftur í söng Dönu. ef hún breytir sviðsframkomunni og lúkkinu þá á hún möguleika á að komast lengra áfram. Það sem ég er að segja er að hún ætti ekki að þurfa að falla á röddinni. Stelpan getur sannarlega sungið en hún virðist ekki vera "rokkari"
Jenny var alveg flöt , hún ætti líklega betur heima í þjóðlagasöng, minnir mig á Joan Bayes. Það er að koma enn betur í ljós að söngurinn fer batnandi, sviðsframkoma og lúkkið er það sem þátttakendur þurfa að bæta sig í ef þeir ætla að eiga séns.
Magni í stuði í Rockstar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Vinir og fjölskylda, Dægurmál, Sjónvarp, Tónlist | Breytt s.d. kl. 11:19 | Facebook
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.