19.7.2006 | 17:16
Árekstur í rjómablíðu
Þvílíka rjómablíðan :) Ég er nú líka búin að njóta hennar. Við hjónin brugðum okkur í sund og þar var ég bæði böðuð í vatni og sól, síðan var ekið í næstu ísbúð og kæling tók við. Þetta var allt yndislegt. Það er loksins komið sumar hér í Reykjavík.
Ég þurfti síðan að bregða mér í stuttan skottúr. Leið móin lá um eitt hringtorganna hér í Reykjavík. Ég ók í rólegheitunum í innri hringnum og var að aka út úr honum þegar bíll sem var að aka inn í hringtorgið ekur í veg fyrir mig.
Ósjálfráðu viðbrögðin tóku við, fóturinn á bremsuna og hendin á bjölluna. Mér tekst að stöðva bílinn enda á lítilli ferð en fæ þá annan aftan á mig sem var á leið inn í hringtorgið. Sem betur fer meiddist nú enginn en bíllinn sem ók aftan á mig skemmdist ótrúlega mikið. Ég var eiginlega mjög hissa því að ég fann ekki svo mjög fyrir högginu og skemmdirnar á mínum bíl voru bara á stuðaranum.
Mér varð hugsað til þess að ég ek um þetta hringtorg á hverjum einasta degi og stundum nokkrum sinnum á dag. Í sumar hefur rignt og rignt en aldrei man ég eftir óhappi á þessum stað.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda, Ferðalög | Facebook
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Athugasemdir
Sú sem var þarna fyrir framan okkur hefur bara verið að flýta sér aðeins of mikið, og kannski sú sem var fyrir aftan líka? eða var það maður kannski? ég sá það ekki.. leit ekki einu sinni við þegar ég steig út úr bílnum heheh
ég fann nú fyrir högginu verð ég að segja og beltið er það asnalegt að ég fékk smá verk í hálsinn þökk sé beltinu :S en hver veit.. kannski hefði ég slasast meira annars? haaa ég veit ekki.
Briet (IP-tala skráð) 19.7.2006 kl. 19:59
Já beltin bjarga, engin spurning. Það er ekki gott að segja en sú sem ók í veg fyrir okkur sá ekki stefnuljósið, enda mikil sól sem gæti hafa verið truflandi, hin hefur væntanlega verið að fylgjast með hvort aðrir bílar væru í hringnum á eftir mér.
Þetta gerðist svo fljótt eins og aftanákeyrslu gerast oftast held ég. Ég vona að þú sért búin að ná þér í hálsinum?
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 20.7.2006 kl. 09:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.