17.7.2006 | 10:11
Sjálfsagt á þetta víðar við
Ég er ekki áskrifandi að Mogganum lengur en hef fengið Fréttablaðið eins og væntaslega flestir aðrir. Þetta ástand er líka til staðar á þeim bæ. Vaninn er grátbroslegur. Þannig var það þegar ég var áskrifandi að Mogganum.
Að fá sér eðalkaffibolla og lesa Moggann var opnun dagsins. Þegar Mogginn kom ekki á sínum venjubundna tíma ( var borinn mjög snemma út) þá náði ég ekki að lesa hann áður en ég lagði af stað í skólann. Dagurinn var í hálfgerðu uppnmámi. Ég var bara ekki vöknuð og til í að takast á við daginn ef ég fékk ekki blaðið með morgunkaffinu mínu.
Það hjálpaði mér að segja blaðinu upp þegar það barst hvort eða er svo seint að ég gat ekki notið þess að lesa það. Fréttir eru svona eins og snúðar best nýbakaðar ;) Að ætla sér að lesa Moggan klukkan 17 er af og frá, bara passar ekki.
Ég lærði að sættast við Fréttablaðið svona virka daga en em helgar kemur það oft ekki eða þá um eða eftir hádegi. Þá er ég ekki í stuði til að lesa blöðin. Nú er það orðið þannig að mbl.is sér mér fyrir fréttunum og svo horfi ég stundum á sjónvarpsfréttir. Það er líka gaman að lesa fréttatengt blogg og er ég tíður gestur þar ;)
Í sumar eru það tveir þættir sem hafa orðið til þess að ég geng ekki af gömlum vana, hálfsofandi fram í forstofu til að ná í blaðið mitt. ég er orðin svo vön því að það sé ekki komið fyrr en undir eða eftir hádegi eða bara að ég þurfi að hringja eftir því og þá er það ekki fríblað lengur ;)
Slokknun hefur átt sér stað. Vaninn er horfinn og stundum verð ég hissa ef og þegar mér dettur í huga að labba út fyrir hádegi og sé blað liggjandi á góflinu ;)
Ég þakka oft fyrir mbl.is ég er hæst ánægð með það sem ég fæ þar og annars staðar á netinu. að lesa Moggann með morgunkaffinu fyrir klukkan 7 á morgnana var hins vegar hinn besti lífsstíll og flokkaði ég það á tímabili undir þak lífsgæða minna.
Morgunblaðið skilar sér seint | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Vinir og fjölskylda, Lífstíll, Vefurinn | Facebook
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Athugasemdir
Ég skil þig alveg.. maður fær bara pínu í magann þegar Fréttablaðið er ekki komið í póstkassann áður en maður leggur af stað í skólann. Góð lýking þetta með snúðana :)
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 17.7.2006 kl. 13:24
Takk fyrir Fanney ;)
Ja ég get orðið þokkalega úldin þegar þetta gengur ekki upp hjá mér. Ég prísa mig því sæla að hafa fattað að lesa fréttirnar á mbl.is
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 17.7.2006 kl. 14:26
Nákvæmlega það sem ég er að gera núna. Lesa MBL áður en ég fer í vinnuna. Enginn Moggi hér, svo þetta er orðin ansi gömul hefð. Annars er ég farinn að lesa blogg, stundum með og stundum í staðinn fyrir fréttir.
Villi Asgeirsson, 18.7.2006 kl. 06:25
Já Villi, bloggsamfélagið er áhugavert og alltaf gaman að lesa skoðanir fólks á málefnum líðandi stundar.
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 18.7.2006 kl. 08:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.