Leita í fréttum mbl.is

Vaxandi árangur

Nú hef ég setið við og lesið, lesið og LESIÐ ;) Hraðinn er að aukast jafnt og þétt. Það er athyglisvert hve miklu munar á hraðanum eftir því hvað ég er að lesa. Skáldsögur, bara þýt í gegnum þær en ég hef samt tekið eftir því að lestur námsbóka er ómeðvitað markvissari. það er eins og ég grípi ákveðna hluti strax en í skáldsögunum þá bara flæði ég í gegn.

Ég tek jú eftir aðalpersónum og risi sögunnar. Ég var að átta mig á því í gær að til þess að hraðlesturinn skili mér svipuðum gæðum í lestri þá er gott að hafa í huga áður en ég byrja eftir hverju ég ætla að taka.

Líklega er þetta svo með skáldsögur þar sem að ég les þær nánast aldrei ;) Það er líka fyndið með lesturinn að það virkar vel að hita upp áður en þú byrjar. Þetta er svona eins og að spila á píanó að fingraæfingar í nokkrar mínútur liðka þig svo vel að það verður miklu léttara að spila heldur en ef þú sleppir þeim.

Ég er því búin að setja mér markmið að halda daglegum hraðaæfingum áfram eftir að námskeiðinu lýkur. Ef ég geri hraðaæfingu þó það sé bara ein æfing svona 5-10 mínútur þá er ég strax komin í gott flæði. 

Það sem hefur komið mér mest á óvart er hve mikið fer í minni á þessum mikla hraða sem ég hef samt ekki haft tilfinningu fyrir að myndi skila mér neinu. Ég hef meðal annars verið að lesa tölfræði, bókin er á ensku og þó að ég sé þokkalega góð í enskunni þá hef ég ekki lesið mikið í tölfræði- eða stærðfræðibókum yfir ævina. Mig vantar því orðaforða á þessu sviði sem vill aðeins tefja mig.

Ég ákvað samt að prófa að hraðlesa tölfræðina eftir kúnstarinnar reglum með glósun. Ég er bara alveg steinhissa hve miklu þettar skilar mér. Ég held svei mér þá að þegar þú lest hratt efni sem þú hefur ekki góðan skilning á þá er auðveldara að skilja það. Þetta meikar auðvitað engan sens en þetta virkar svona fyrir mig.

Ég er mjög ánægð með að hafa farið í Hraðelstrarskólann  en myndi mæla með því að fólk velji frekar 6 vikna námskeiðin heldur en 3ja vikna. Æfingakerfið nýtist áreiðanlega betur og ef að þú þarft aðhald þá færðu meira aðhald á 6 vikunum en þessum 3. 

Við þurfum eðlilega að fara tvisvar sinnum hraðar yfir æfingarprógrammið en hinir og það er pottþétt ekki að skila sama árangri. Það er frábært hjá þeim að vera með lífstíðar ábyrgð á námskeiðinu þannig að nemandi getur hvenær sem hann vill tekið þátt aftur án þess að greiða krónu fyrir það. ég er búin að ákveð að fara í 6 vikna ferli á næsta ári til að ná enn betri tökum á tækninni.

Það sem var erfiðast fyrir mig í þessu var að mér finnst ég ekki geta leyft mér að lesa skáldsögur þar sem ég hef af nógu öðru að taka. Síðan treysti ég ekki alveg á að þetta væri að virka þannig að þegar ég var að æfa mig á námsefninu sem ég er að tækla núna þá var ég óörugg. Í gær fann ég samt svo mikinn mun að í dag er ég bara þokkalega góð með mig ;)

Nú ætla ég að drífa mig í námsbækurnar á ný, hlakka til að kíkja hér inn á bloggið í næstu pásu ;) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Takk fyrir Rabbi, mér sýnist þetta vera nánast samskonar nám nema við fáum enga slökun í Hraðlestrarskólanum ;)

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 16.7.2006 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband