14.7.2006 | 12:54
Tölurnar segja ekki allt
Verkafólk vann að jafnaði 25% fleiri vinnustundir á viku en sérmenntaðir eða tæknar. Meðallaun ein og sér eru því mjög villandi tölur.
En samkvæmt þessu þá eru laun sérmenntaðra u.þ.b. 50% hærri í krónum talið og vinnutími á viku um 20% styttri. Ég skoðaði pdf skjal á vef Hagsofunnar hér
Þarna eru miklar uplýsingar t.d. um launamun kynja, stétta og aldurshópa. Afskaplega vel upp sett og fljótlegt að skoða gröfin. Enn einu sinni gleðst ég yfir því að hafa góða linka með fréttum því að ég hefði ekki átt auðvelt með að fá botn í fréttina án þess að skoða málið betur ;)
En það er greinilegt á þessu skjali að enn þurfa konur að sýna hvað í þeim býr því launamunur kynjanna er óviðunandi og áberandi í þessu plaggi. Meðalkonan er hvergi með jafnhá eða hærri laun en meðalkarlinn eftir því sem ég best fæ séð.
Regluleg mánaðarlaun 244 þúsund krónur að meðaltali á síðasta ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Menning og listir, Lífstíll, Vísindi og fræði, Vinir og fjölskylda, Dægurmál | Facebook
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Athugasemdir
Góð ábending "rabbi" ;) Sömu laun fyrir sömu vinnu miðað við sömu menntun (reynslu) og að sjálfsögðu sama tíma, það er framtíðarsýnin mín. Konur og karlar ættu að geta valið sér störf sem þau hafa áhuga á, menntað sig til þeirra og hlotið sömu laun.
Þetta virkar ekki svo flókið hum.....
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 14.7.2006 kl. 13:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.