Leita í fréttum mbl.is

Ef þau bara vissu...

Ég velti þessu oft fyrir mér í vetur sem leið hvernig hægt væri að koma upplýsingum til unga fólksins um hætturnar af því að byrja að nota eiturlyf. Í lífeðlislegu sálfræðinni var mikil umfjöllun um starfsemi heilans. 

Margar þessara upplýsinga snerta daglegt líf okkar og væri fengur í því að taka þær saman og setja á einfalt aðgengilegt mál sem auðvelt er að skilja. Hugur minn leitaði oft til unga fólksins sem er forvitið og einmitt á aldrinum sem mannskepnan prófar eitt og annað.

Margir sleppa vel frá fiktinu en allt of margir ánetjast það. En hvernig er hægt að koma upplýsingum um svo mikilvægan málaflokk sem unglingar hafa jafnvel ekki áhuga á að kynnast? Hvað gæti gert umfjöllunina áhugaverða? Hvað gæti vakið forvitni þeirra þannig að þau myndu vilja vita meira?

Ég gladdist mjög að lesa fréttina um forvarnaverkefnið "Ungmenni í Evrópu ― gegn fíkniefnum" og hlakka til að fylgjast með því sem þar verður tekið fyrir. 


mbl.is Höfuðborg Búlgaríu tekur þátt í forvarnarverkefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband