Leita í fréttum mbl.is

Meira slysið......

Hún fór í frjósemisaðgerð fyrir tæpum fjórum árum og eignaðist þríburana í kjölfarið. Þá átti hún fimm börn og ætlaði sér ekki að eiga fleiri. En viti menn, hún verður ófrísk á ný þremur árum síðar og það af fjórburum! Það var slys sem ekki átti að gerast.   Líkurnar eru 1/800.000 Hún er glöð í dag þau eru öll heilbrigð en þetta verður mikil vinna segir hin nýbakaða móðir.

Ég get nú rétt trúað því að það sé mikil vinna að hugsa um fjórbura! Hvað þá þegar þú átt 3ja ára þríbura fyrir. Hún hefur að vísu reynslu af því að vera fjölburamamma. Mig grunar nú að skipulagning og fleira í þeim dúr hljóti að þjálfast upp hjá foreldrum með fjölbura.

Það var nú þannig að mig langaði í hverri meðgöngu til þess að eignast tvíbura (ég hugsaði nú aldrei lengra ;)), en eftir að barnið var fætt og umhyggju árin tóku við þá var ég alltaf jafnfegin að hafa nú bara átt einbura.

Langamma mín átti tvíbura en annars eru ekki tvíburar í mínum ættum. það er ef til vill gott fyrir frú Magdaleno að eiga tvo unglinga sem ef til vill hjálpa henni og maðurinn hennar ætti nú að vera orðinn sáttur með barnafjöldann.

Ætli það sé algent í dag að karlmenn vilji eiga mörg börn? Mér finnst ég verða meira vör við að fólk almennt vilji eiga færri börn en áður. Mér finnst alveg eðlilegt að eiga fimm börn en þegar ég er spurð um fjölda barna þá finnst flestum það mjög mikið.

Þetta er allt svo afstætt. Manneskjan hefur hæfileika til þess að aðlagast því lífi sem hún lifir, barnlaus eða barnmörg. Það er líka alveg ótrúlegt hvað sumir komast af með lítið. Ég vona nú að úr rætist hjá Magdaleno fjölskyldunni því að þau 11 búa í tveggja herbergja íbúð. 


mbl.is "Þetta verður mikil vinna"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband