14.7.2006 | 07:42
Fasteignamarkaðurinn að breytast í kaupendamarkað????
Ég skil ekki alveg hvað Jón á við með því. Er það vegna þess hve mikið framboð er á fasteignum að fólk muni fara að prútta um verðið, skilmálana eða hvað? Ég hlakka til að heyra frá einhverjum sem les þetta og getur leitt mig í allan sannleikann (eða eitthvað af honum) ;) um hvað átt er við með kaupendamarkað???
Annar er nú meira vit í orðum þessara fasteignasala en þess sem ég bloggaði um í gær. Ég hafði nú ekki hugsað út í hvað það gæti þýtt ef að Íbúðalánasjóður yrði lagður af í núverandi mynd. Það er líka enn og aftu að koma í ljós hve mikið vald peningavaldið er. Að bankarnir geti stýrt fasteignamarkaðnum með handafli (peningavaldið)!!
Já alls staðar þar sem peningar eru þar þarf aðhald annars er fjandinn laus. Það sem mér finnst samt furðulegast í þessu öllu saman er að hækkun á fasteignaverði vegur bara um 25% af verðbólgunni. Af umfjöllun síðustu vikna hefði mátt halda að það vegi þyngra.
En kaupendamarkaður veist þú hvað felst í því???
Telja óábyrgt að stýra markaðnum með handafli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Lífstíll, Dægurmál, Vinir og fjölskylda | Facebook
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Athugasemdir
Kaupendamarkaður þýðir bara að framboð er meira en eftirspurn og ræður því kaupandi meira heldur en seljandi um framgang samnings þar sem fleiri seljendur uppfylla þarfir hans. Seljendamarkaður er síðan andhverfan, eftirspurn meira en framboð og því ræður seljandi þar sem hann hefur fleiri kaupendur til að keppast um gæðin. Almennt þá þýðir seljandamarkaður að verð á markaðinum er að hækka, kaupendamarkaður að verð er að lækka. Frábær grein um þetta á Wikipediu að vanda ;)
Árni St. S. (IP-tala skráð) 14.7.2006 kl. 08:30
Fyndið :) ég var einmitt að velta því fyrir mér að ég þyrfti nú bara að fletta þessu orði upp í orðabók, en Wikipedía... það datt mér bara alls ekki í hug.
Já það er ótrúlegustu upplýsingar þar. Takk fyrir þetta nú er ég mun fróðari svo er nú þér fyrir að þakka ;)
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 14.7.2006 kl. 09:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.