Leita í fréttum mbl.is

Fasteignasali hvetur fólk til að kaupa núna?

Ég var ekkert smá hissa þegar ég las frétt í einvherju fréttablaðanna í gær þar sem fasteignasali var að hvetja ungt fólk til þess að kaupa sína fyrstu íbúð núna. 

Annað hvort vinna sellurnar ekki rétt í hausnum á mér eða í kollinum á fasteignasalanum. Verðbólguspár eru upp og fasteignaverðspá er niður hvernig í ósköpunum getur þá verið snilld að fjárfesta í fyrstu eigninni sinni nú.

Ég frétti af fólki um dagin sem seldi fyrir 5 mánuðum og síðan völdu þau að fara í leiguhúsnæði um eitthvert skeið svona til að sjá hvernig fasteignaverðið þróast. Ég myndi nú ekki nenna að standa í þessu en tímakaupið gæti samt orðið gott sérstaklega ef þú nærð góðum leigusamning á biðtímanum.

Í dag ráðlegg ég mínu fólki sem hyggur á fyrstu fasteignakaup að bíða !!!! Leggja allan pening sem hægt er á verðtryggðan reikning og bíða!!!!

Mig grunar nú að fasteignsalinn sé nú bara að berjast fyrir sölulaununum sínum eins og sá sem ég heyrði af um daginn og hvatti hann einmitt ungt fólk til að ganga frá samningum á íbúð sem er í byggingu og greiða ákveðna fyrirframgreiðslu. Unga fólkið var ekki til í að gera það, þar sem að byggingaverktakinn gæti farið á hausinn og fleiri slík vandamál gætu komið upp og þá klingdi hann út með því að það væri ekkert mál, þá myndu þau bara kæra!!

Eftir alla gósentíðina í fasteignabransanum þá þurfa fasteignasalar nú ef til vill að horfast í augu við það að íbúðasala muni dragast saman. 


mbl.is KB banki spáir 7% lækkun fasteignaverðs að raunvirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sá þessa grein líka, þetta var grimmileg auglýsing; „verðið ekki á leiðinni niður“, „kaupendavænn markaður“ - beint frá fasteignasala. Mér finnst helvíti gróft að fjölmiðlar séu orðnir svona.

Guðmundur D. Haraldsson (IP-tala skráð) 13.7.2006 kl. 12:02

2 identicon

Fyrir nokkrum mánuðum vildi engin trúa því að húsnæðisverð myndi lækka. Bankarnir drógu það einnig í efa.

Ótrúlegt að við skulum ennþá taka mark á því sem stendur í blöðunum í staðin fyrir að hugsa sjálf. Var ekki spurning að þetta myndi falla þegar allir væru skuldsettir upp fyrir haus. Það hefði nægt að horfa á öll nýju hverfin og reyna að ýminda sér hvernig þeir ætluðu fá fólk í þetta húsnæði. Núna græða bankarnir og þá sérstaklega af himinháum vöxtum og verðtryggingu. Eina ferðina enn er öllu velt á okkur "venjulega" fólkið.

Spurningin er: Hver trúir þessum fasteignasala?

Gunnlaugur Karlsson (IP-tala skráð) 13.7.2006 kl. 12:50

3 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Guðmundur takk fyrir að benda á fréttina, ég var búin að henda blaðinu ;) Ég man einmitt eftir þessu með að varla myndi húsnæðisverð fara niður. Reynslan hefur samt sýnt okkur það að miklar sveiflur hvort sem þær fara upp eða niður færast aftur í áttina að meðaltalinu. Við hjónin hugsuðum um þetta þegar við eins og margir aðrir tókum endurfjármögnunarlán.

Ég vona Gunnlaugur að enginn trúi þessum fasteignasala. Ungt fólk hefur líklega betri aðgang að upplýsingum heldur en ég hafði 18 ára að kaupa mína fyrstu íbúð, en ég hafði samt mestar áhyggjur af þeim.

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 13.7.2006 kl. 12:57

4 identicon

Gunnlaugur: Bankarnir ættu ekkert að græða á verðtryggingu, en ef svo er eru mælingar rangar, vegna þess að verðtrygging á aðeins að 'tryggja' að peningarnir hafi sama verðmæti frá tíma til tíma. (Um það má svo deila hvort mælingarnar séu nógu góðar... - kannski var það sem þú meintir?) Bankarnir græða hins vegar á vöxtum.

Guðmundur D. Haraldsson (IP-tala skráð) 13.7.2006 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 71765

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband