Leita í fréttum mbl.is

Ég reyni að ímynda mér lífið án tölvu og netsambands

Því meira sem ég einbeiti mér að því því erfiðara verður það. Jújú ég gæti svo sem komist af í örfáa daga en ég nota tölvuna það mikið að það liggur við að hún fylgi mér hvert sem ég fer svona eins og Gsm síminn.

Ég var fljót að tileinka mér tölvuna þegar hún kom á markað, en netið notaði ég ekki strax. Ég var líka lengur að tileinka mér tæknina t.d. að glósa ;)  það liggur nú við að ég skammist mín fyrir það. Ég var ekki alveg að fatta hvað það er miklu fljótlegra og þægilegra á allan hátt heldur en að skrifa glósur á gamla mátann.

Ég hef samt ekki nennt að  nota tölvuna í HÍ þar finnst mér Þægilegra að nota bara blað og penna. Studum hreinskrifa ég síðan glósurnar upp aftur og nota þá tölvuna við það þegar heim er komið. Tæknin hans Tony Buz.. Mind-Mapping finnst mér enn skemmtilegri svona handvirk en hægt er að fá forrit sem gerir það sama. Mér hefur ekki tekist að taka það í sátt, er allt of lengi að vinna glósurnar.

En snúum okkur aftur að tölvu og netnotkun. Þegar ég las fréttina um Frakkana og hve illa stæðar margar fjölskyldur eru þar þá varð ég hissa. Ég held að það skipti miklu máli fyrir nútímamanninn að taka þátt. Ég get ekki séð lífið samt án tölvunnar og netsins. Ég kæmist engan veginn yfir það sem ég þarf á þeim tíma sem ég hef þörf fyrir að ljúka því án tölvunnar og netsambandsins. Þó að ég líti á það sem jafnsjálfsagðan hlut að hafa netaðgang eins og að geta fengið mér vatn úr krananum, þá geri ég mér grein fyrir að svo er ekki heldur eru þetta í raun lífsgæði ;)

Topplistinn minn er Hamingja, heilbrigði, eðalkaffi á hverjum morgni og aftur um miðjan daginn, tölva og netsamband :)))))))

Ég samgleðst því með fátækari fjölskyldum Frakklands sem fá hjálp til þess að komast í samband ;) 


mbl.is Tekjulágir Frakkar fá ódýrar nettengingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband