11.7.2006 | 17:32
Vel við hæfi að byrja þar
Það er um að gera að fá borgarbúa með í að týna upp rusl og fegra hverfið sitt. Mér líst vel á þessa hugmynd. Það þótti fréttnæmt þegar íbúi í vesturbænum rölti um hvrfið og týndi upp rusl, enda hef ég hvorki tekið til í nágrenninu né lengra frá mér nema í algjörum undantekningartilfellum. Ég hef heldur ekki séð fólk vera að gera þetta. Ég hef hins vegar séð fólk sitja á bekk og við hliðina á bekknum var ruslatunna en samt var ruslinu laumað niður með bekknum.
Fólk virðist ekkert vera að pæla í því hvernig þetta liti út ef allir gerðu sem þeir. Það var nú sagt við mig þegar ég var lítil stelpa " hvernig myndirðu hegða þér ef að allir myndu gera eins og þú?" Ja það væri nú aldeilis skemmtilegt ef að fyrirmyndar hegðun væri smitandi og helst bráðsmitandi ;)
Það er líka viðeigandi að byrja í Breiðholtinu því að borgarstórinn býr þar og getur þá gengið fram með góðu fordæmi fyrir okkur sem búum í hinum hverfunum ;)
Virkja á almenning og fyrirtæki til að taka þátt í hreinsunarátaki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Menning og listir, Stjórnmál og samfélag, Lífstíll, Vinir og fjölskylda, Dægurmál | Facebook
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.