Leita í fréttum mbl.is

Ert þú skynsamur einstaklingur?

Í fréttunum í kvöld var umfjöllun um förgun á rafhlöðum. Þar kom fram að talið sé að mikill hluti rafhlaðna lendi í ruslatunnunni heima við hús. Það gengur auðvitað ekki þar sem að sumar þeirra innihaldi efni sem eru mjög skaðleg.

Svo skaðleg að sumar tengundir rafhlaðna eru sendar til útlanda til förgunar. En ég og þú þurfum ekki að hafa áhyggjur af hvaða rafhlaða er skaðleg. Það eina sem við þurfum að gera er að finna bensínstöð eða fara á sorpu með kassann okkar sem við höfum safnað rafhlöðunum í, þeir sjá svo um að flokka þær.

Skynsamur einstaklingur leggur sitt af mörkum til að viðhalda náttúrunni, halda henni hreinni og ómengaðri.

Ert þú skynsamur einstaklingur? Vilt þú hreint land og sem minnst mengaða náttúru? Láttu þá þitt ekki eftir liggja, safnaðu rafhlöðunum þínum saman og skilaðu þeim af þér á réttan förgunarstað. 

Láttu þetta ganga, segðu öðrum frá, virkjaðu mátt eigin atkvæðis með því að nota skynsemina og gera hana smitandi ;) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband