Leita í fréttum mbl.is

Fordómar?

Hvort ætli það séu fordómar eða vöntun á íslensku kunnáttu sem ræður því að Pólverjar fá ekki vinnu miðað við þá menntun sem þeir hafa. Ég hef heyrt af konum sem eru háskólamenntaðar en hafa ekki geta fengið neitt að gera hér á Íslandi nema vinna í fiski eða skúra gólf.

Ef það eru fordómar þá er það sorgleg staðreynd og mikilvægt að vinna á þeim vanda svo að hann vaxi ekki með komandi kynslóðum. Ef íslensku kunnáttan er vandamálið þá erum við enn og aftur komin að því sem svo oft hefur verið talað um. 

Það er ekki nóg að opna landið fyrir innflytjendum heldur þarf að tryggja það að þeir geti fengið tækifæri til þess að læra íslensku. Grunnnámið ætti ekki að osta neitt og þeir sem hafa farið í frekara nám í íslensku gætu gengið fyrir með betri vinnu. 

Það er ein leiðin til þess að hvetja til þessara breytinga þannig að sem flestir ættu að hagnast á því. Það er á allan hátt gott fyrir innflytjendur að sjá möguleika á að geta nýtt nám sem þeir hafa eða jafnvel að verða sér út um ná á Íslandi. það er hagur allra að innflytjendur læri íslensku og geti tekið virkan þátt í íslensku samfélagi og blandast meira en nú er. 

Allir þeir sem njóta þjónustu þeirra munu þá fá betri þjónustu þar sem tungumálavandinn er horfinn. 


mbl.is Menntun nýtist ekki Pólverjum á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Það væri afskaplega gott ef það væri nóg Lenz, en það er ekki að virka. Ég þekki dæmi þar sem fjárhagslegar aðstæður fólksins komu í veg fyrir að það gæti haldið íslenskunámi áfram.

Mér finnst þetta ekki bara snúa að innflytjendum, sérstaklega þar sem sú staðreynd blasir við að það er ekki að ganga upp.

Það væri jafnvel hægt að halda skyldunámskeið í íslensku, þeim að kostnaðarlausu. Þeir sem sækja um dvalarleyfi eru þá meðvitaðir um þá kröfu. Það kemur væntanlega til með að hafa einhver áhrif á val þeirra sem hingað velja að koma.

Ég held að vandamálin sem skapast af því að ólíkar þjóðir hópast saman og einangrast geti orðið að vandamáli sem margir vilja koma í veg fyrir.

Vaxandi fátækt, vaxandi vonbrigði og allt það sem af því sprettur.

Spurningin er því hvort viljum við leggja fjármagn strax í upphafi eða viljum við leggja fjármagn í að leysa þann vanda sem líklega mun koma upp. Allt kostar peninga.

Væri það ekki einmitt ánægjulegt að ríkið leggði sitt af mörkum til þess að byggja hér upp alhliða velferðarsamfélag og að sem flestir innfytjendur yrðu virkir þjóðfélagsþegnar með góðar tekjur og þar af leiðandi góðir skattgreiðendur?

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 9.7.2006 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband