Leita í fréttum mbl.is

Svettið í gær var mesta þrekraun lífs míns

Ég mætti upp á svæðið klukkan 18:00. Fyrst voru fagnaðarfundir. Margar af perlum lífs míns voru þarna samankomnar og gleðistraumar fóru um mig aftur og aftur. Já er ekki lífið skrítið. Margir eða 9 af 16 var fólk sem ég þekkti. Suma þekkti ég betur en aðra en gleðistraumar flæddu og flæddu.

Þetta er eins og munurinn á að hlusta/horfa á myndband eða vera á life tónleikum. Allir sem farið hafa á tónleika þekkja muninn á því. Þokkalega erfitt að setja þetta í orð. Endurfundirnir toppuðu þetta kvöld.

Ég fíla það vel að fara í svett og stundaði það reglulega einu sinni í mánuði hátt í tvö ár. Það kom fyrir að ég færi tvisvar í mánuði. Ég er ekki frá því að líkaminn aðlagist þessum lífstíl og þeim miklu hitabreytingum sem fylgja þessu.

Þegar líður svona langt á milli þá finnst mér þetta erfiðara. Það er líka skondið að fatta það svona daginn eftir hve mikið ég hafði saknað návistar við allar þessar perlur lífs míns. Þessa einstöku einstaklinga sem eru svo einstakir hver og einn að ég vildi að ég væri listamaður og gæti dregið upp séreinkenni hvers og eins.

Stundin við eldinn hefur oft verið hjá mér bæði svona social stund og inlifun í frumkrafta náttúrunnar. Að taka þátt í þessari athöfn er svona með því áhrifameira fyrir mig í að tangjast náttúrukröftunum.

Nonni og Heiðar geilsuðu, ég hef ekki hitt þá í meira en ár. Percy vekur alltaf upp í mér stríðnispúkann bara án þess að gera nokkuð ;) (eftir því sem ég best veit) hum.....

Kjartan dregur fram það æðra í mér en með stríðnisívafi. Arndís og Hulda kölluðu fram í þetta sinn meiri þorsta í samskipti, Sigga Rut dregur fram hlýju, umhyggju og þörfina til að skilja tilgang lífsins og svona gæti lengi haldið áfram, en ég saknaði Díönu það hefði verið svo næs að hitta hana líka.  

Í dag er ég glöð og þakklát fyrir að hafa verið svo gæfusöm að ganga spöl í lífi mínu með slíkum perlum. Þessum litlu en samt svo stóru þáttum í lífinu gleymir maður og það er sannarlega gott að vera minntur á það við svona yndislegar aðstæður eins og í gær.

En aðeins meira um reynslu svettsins. Danstíminn var með þeim bestu sem ég hef tekið þátt í. þarna vor nátturbörnin að lifa sig inn í hljómfallið. FRÁBÆRT!!!!!   

Svo hófst þrekraunin. Við skriðum inn í tjaldið eitt af öðru. Fyrsta umferð var HEIT, siðanvar tjaldið opnað lítillega og fólk jafnaði sig. Önnur umferð var yndisleg, þegar þrjár umferðir voru búnar þá höfðum við setið í tjaldinu í 1,5 klukkutíma. Við héldum nokkur að 4 umferðir væru búnar. Fólk var orðið dasað, enda líka gott veður sól og svona....

það kólnaði því aldrei mikið á milli umferða þegar tjaldið var opnað. Þar að auki sat ég í miðju tjaldi og loftið sem kom inn þurfti þ´vi að fara hringinn eða beint yfir steinana sem eru í miðju tjaldinu þannig að eins mikið og ég þráði að finna ferska loftið streyma inn þá naut ég þess aldrei þetta kvöld....

Tvær umferðir voru eftir. Ég rétt réði við 4 umferðina en fann að mikið var af mér dregið. Það ver arfitt að syngja með, hitinn var gífurlegur. Ég tók á það ráð að setja þurr handklæði yfir höfðu mér til að hlífa mér aðeins. Ég held að ég hafi farið 20 - 30 sinnum í svett og ég hef aldrei sett neitt yfir höfuðið og aðeins einu sinni lagst niður og líkaði ekki sú reynsla.

Handklæðið var fínt. Auðvitað blotnaði það fljótt því að mikil gufa er í tjaldinu, sérstaklega þegar ausið er yfir steinana. Ég skil ekki þá sem vilja hafa blautan poka á kollinum, ég myndi halda að höfuðið yrði heitara þar sem rakinn í stykkinu er fljótur að hitna og hann leiðir vel niður í höfuðið. en flestir eru að nota blauta poka.

Ég lifði af 4 umferð en vá hvað ég var orðinn þreytt. Ég hafði samt drukkið mikið af vatni!!! Þá hófst lokaumferð og ég var bara ekki að meika þetta. Ég var gjörsamlega búin á því. Mig langaði til að hrópa OPNA löngu fyrir tímann.

Á endanum gat ég bara ekki meir. Ég gafst upp og lagðist niður og sennilega hef ég bara sofnað. Ég man tæplega eftir lokahnykknum. Eftir að þessu lauk og flestir voru farnir út þá bara lá ég þarna ásamt nokkrum hræðum sem völdu það eins og ég ;)

Sennilega sofnaði ég aftur... fór síðan út og hellti yfir mig ísköldu vatni og hresstist þokkalega vel við það. Jú ég hafði lifað þetta af en ég held bara að engin reynsla í lífi mínu hafi tekið eins mikið á ekki einu sinni 5 barnsfæðingar.

Ég er reyndar ekkert fyrir það gefinn að gefast upp...... það skýrir sjálfsagt mikið hversu mikil ruan þetta var, því að í lokin gafst ég hreinlega upp í að aðlagast hitanum, vera hitinn, þola áreitið og njóta þess að hafa mikla STJÓRN hahahahaha já ég held að ég hafi hér hitt naglann á höfuði!!!

Nú líður mér þokkalega, er enn þó nokkuð dösuð og þreytt er að þamba vatn til að bæta mér upp vatnstapið. Ég er auðvitað alveg ný og ekkert er betra. Öll gamla dauða og hálfdauða húðin dettur auðvitað af manni. Ég hef hvergi annars staðar kynnst því (fer oft í sund og gufu). Húðin verðu mjúk eins og á ungabarni "alveg ný" ;) og ennisholubólgan sem var nú orðin krónisk hjá mér hverf þegar ég stundaði svettið reglulega. Ég veit ekki hvort þetta eina skipti dugar nú til þess að hreinsar þær nú. Lílega þarf ég að fara aftur í ágúst til að kippa þeim óskunda í lag.

En ef þið perlurnar mínar lesið þennan pistil minn þá vil ég segja eitt..."takk fyrir að vera til og velja það að vera á sama tíma og sama stað að gera eitthvað sem ég er að gera líka" 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband