Leita í fréttum mbl.is

Skelfing sem þetta tekur á

Alltaf þegar ég les fréttir af síamstvíburum og aðskilnaði þeirra þá leitar hugur minn til foreldranna. Ég get ekki ímyndað mér áhyggjur þeirra eða þeirri ákvörðun að láta aðskilja tvíburana.

Þessar "tvær" yndislegu stúlkur eru 10 mánaða gamlar og segja læknar það vera kraftaverk ef önnur þeirra lifir afhvað þá báðar.

Ég hef gengið með fimm börn, fætt þau öll á eðlilegan hátt og þau öll verið heilbrigð. Ég man að ég spurði sérstaklega um það þegar ég átti annað barnið mitt hvort það væri ekki örugglega heilbrigt og var svo utna við mig að þegar ég rankaði við mér á ný þá vissi ég ekki hvort ég hafði átt stelpu eða strák en ég vissi að barnið var heilbrigt.

Ég hugsa oft um það hve mikið kraftaverk getnaður og fæðing er og að við skulum svo mörg njóta þess að vera heilbrigð. Þetta ferli er allt svo viðkvæmt að það er eiginlega mesta furða. Það er ekki laust við að ég sé hissa á sjálfri mér eða jafnvel skammast mín fyrir að finnst það svo sjálfsagður hlutur að vera heilbrigð, eiga heilbrigðan mann og fimm heilbrigð börn. 

Hugur minn er núna hjá foreldrum tvíburanna. Ég vona svo sannarlega að minnsta kosti annar tvíburinn lifi aðskilnaðinn að. 


mbl.is Læknar í Sjanghæ aðskilja samvaxnar tvíburasystur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband