7.7.2006 | 11:45
Hvað finnst þér???
Ég var að lesa umfjöllun um Rock Star Supernova keppnina í Fréttablaðinu í morgun. Ég var hissa á því að fólk væri tilbúið í að kjósa bara landann (Magna í þessu tilviki) jafnvel þó að einhver annar væri betri.
Ég hafði allan vilja til þess að kjósa Magna þegar ég byrjaði að horfa, en eftir að hafa hlustað og horft sérstaklega á afrísku stelpuna (Dilana ef ég man rétt) þá heillaðist ég svo upp úr skónum að ég ákvað að mitt atkvæði færi til hennar!!!
Þjóðarstoltið er auðvitað sterk í manni og rís alltaf upp á afturendann þegar Íslendingur er að gera það gott einhvers staðar úti í heimi en "kommon" sá hæfasta á sigurinn er það ekki?
Það á að ráða þann hæfasta í starfið ;) Allir ættu að eiga sömu möguleika á að vinna ef hæfileikinn sem verið er að mæla er til staðar. Ef að hver þjóð kýs bara sína stjörnu þá á Magni engan séns. Ég vona svo sannarlega að ef að Magni hefur það sem hann þarf til þess að sigra keppnina þá séu fleiri en við Íslendingar tilbúnir til þess að kjósa hann ;)
það er svo sem ekki nema von að margir séu sí og æ að tala um klíkuskap ofl. í þeim dúr eins og t.d. Gísli Marteinn gerði þegar hann var að kynna Eurovision (þá vildi ég hafa átt sértæka fjarstýringu sem gæti bara sett hann í MUTE eða þurrkað bara alveg út). En áfram með stuðning við hæfileikaríkasta tónlistamanninn!!!
Íslendingurinn ég verð kampakát ef það verður Magni en líka ef einhver annar nær þeim árangri og á hann sannarlega skilið.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Vefurinn, Sjónvarp, Dægurmál, Tónlist | Facebook
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.