6.7.2006 | 13:31
Við hjónin fengum bæði svona sms
Hvorugt okkar fór þó inn á umbeðna síðu heldur hringdi maðurinn minn vegna SMS skeytisins og fékk þær upplýsingar að við ættum ekkert að aðhafast. Enginn skuldfærsla yrði færð á reikninginn ef við létum þetta eiga sig.
Ekki vantar útsjónasemina hjá þeim sem hafa það að atvinnu að stela frá öðrum. Það er eins gott að vera í meðallagi eða jafnvel meira var um sig eða meira.
Ég velti því fyrir mér hvort að heimsóknir á ókunnar heimasíður geti komist inn bakdyramegin hjá manni? Því að ef svo er þá er heimabankinn ekki góður kostur fyri þá sem hann nota nema ekki séu heimsóttar ókunnar heimasíður.
Já það er vandlifað í honum heimi!
Tölvuveiru lætt inn í tölvur með aðstoð SMS-skilaboða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Vefurinn, Tölvur og tækni, Dægurmál | Facebook
Af mbl.is
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 71775
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tenglar
Heimasíður
Heimasíður til fróðleiks og skemmtunar
- Lifeðlisleg sálarfræði Spennandi rannsóknir
- Mind and Life Áhugavert
- Vísindagreinar á PubMed
- Okala foundation Kanadískt stryktarfélag fyrir fátæk börn í Camroon í Afríku
Athugasemdir
Það á náttúrulega ekki að fylgja svona blindandi..
Einnig verður fólk að hafa uppi varnir eins og
Eldvegg
Antivirus, hér er ókeypis eintak af ágætum antivirus
http://free.grisoft.com/doc/1
Antispyware sem er einnig hægt að fá frítt, td
http://www.microsoft.com/athome/security/spyware/software/default.mspx
Eða spybot search & destroy; Lavasoft anti-spyware og skanna tölvuna reglulega
Vidar (IP-tala skráð) 6.7.2006 kl. 14:22
Hérna er enn ein ástæðan afhverju fólk á ekki að nota windows. Þessi upptalning af forritum er það sem þarf til að þú getir farið aðeins farið að anda léttar og farið svona aðeins að þreyfa fyrir þér á netinu án þess að fá vírus eða trojan.
Hættið þessari vitleysu fólk og notið almennileg stýrikerfi.
Þorsteinn Ólafsson (IP-tala skráð) 6.7.2006 kl. 14:41
Kæri Þorsteinn, ég er alveg öruggur á að þú ert mac maður... málið er að ef mac næði sömu markaðshlutdeild og windows þá myndu menn nenna að ráðast á hana...það tekur því varla að ráðast á eitthvað sem sama og enginn notar :)
Vidar (IP-tala skráð) 6.7.2006 kl. 15:16
Það ætti að koma fram að umrædd síða notfærði sér ekki öryggisgalla í windows stýrikerfinu. Hins vegar var búið um málin þannig að notendur þurftu að hlaða niður ákveðnu forriti til að geta afskráð sig úr þessari stefnumótaþjónustu. Þetta forrit var hins vegar ekkert annað en þessi vírus sem talað er um í fréttinni.
Glöggir ættu því að sjá að þetta hefði geta gerst á öðrum stýrikerfum líka það hefði bara ekki svarað kostnaði fyrir þrjótana að skrifa vírusa fyrir þau kerfi líka.
Aðalsteinn (IP-tala skráð) 6.7.2006 kl. 19:03
Takk fyrir "kommentin". Já ég hef marga bölva windows og margir farnir að nota Linux, en ég er enn í windowskerfinu. Ég hef notað Ad-Aware. Ég hef ekki lent í því að fá neinn alvarlegan vírus en aðrir fjölskyldumeðlimir hafa hins vegar lent í því. Þetta minnir mig á að taka afrit af mikilvæggögnunum mínum. Ég er hræðilegur trassi þar.
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 6.7.2006 kl. 20:33
Akkúrat Aðalsteinn, þetta var svona social engenering dæmi... og náttlega fóru tölvutrúarbragða karlar eins og Þorsteinn upp í skýin
Annað sem fólk á að gera er að vera ekki að nota administrator account nema þegar þarf að uppfæra ofl, það bjargar mjög miklu
Vidar (IP-tala skráð) 6.7.2006 kl. 20:37
Viðar hvað áttu við með administrator account?
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 6.7.2006 kl. 20:50
http://www.microsoft.com/athome/security/online/logoff_admin_account.mspx
Vidar (IP-tala skráð) 6.7.2006 kl. 23:09
Takk fyrir allar upplýsingarnar ;)
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 6.7.2006 kl. 23:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.