Leita í fréttum mbl.is

Nú get ég bara litið til vinstri :(

Var með hálfgerðan hálsríg í gærmorgun en lagaðist með deginum. Það var samt erfitt að bakka bílnum þar sem ég á erfitt meða að líta til hægri. Mér finnst það alveg óþolandi að vakna með líkamann hálf frosinn!!!

Ástandið á mér var hræðilegt í morgun. Það er eins gott að ekkert forvitnilegt sé að gerast hægra megin við mig í dag því að ég myndi einfaldlega missa af því. Ég var búin að plana daginn (eins og venjulega) en þau plön fóru fyrir ofan garð og neðan strax og ég vaknaði. 

Því að þá komst ég að því að ég gat ekki snúið höfðinu og það var jafnvel erfitt að snúa líkamanum og þá höfðinu með ;) en þannig hef ég verið að hegða mér síðan ég vaknaði í morgun. Ég er nú búin að vera að hlæja að þessu svona í einrúmi, er auðvitað að vona að sá hlátur setji af stað einhverja endorfínframleiðslu þannig að ég fái svona náttúruleg verkjalyf sem redda mér í gegnum daginn.

En það mætti halda ég ég skynjaði mikla ógn hægra megin við mig því að í hvert sinn sem ég hreyfi mig í þá át þá er það gert mjööööööögggggghhhh hægt.

Ef þú át gott ráð til að losna við hálsríg annað en að fara til hnykkjara sem ég veit að virkar hratt og vel þá er ég ekki hæg í að taka á móti þeim ráðum.

Ég hlakka reyndar til að fara í sund seinni partinn í dag, er að vonast til að sólin haldi svo að ég geti bara steikt mig í henni og síðan ætla ég í svett á morgun sem að hlýtur að gera útslagið á hálsrígnum eða þannig;) 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Pálína Erna Ásgeirsdóttir
Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband